Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 26
Vikublað 21.–23. janúar 201426 Lífsstíll Bókahillur fyrir þá sem elska bækur Á meðan flest okkar geyma bækurnar í Billy-bókahillum frá IKEA hugsa aðrir út fyrir kassann. Á vefsíðunni pinterest er hægt að fá ótrúlegar hugmyndir fyrir heimilið og hér eru nokkrar sem tengjast bókum. Tré Hríslurnar geyma bækurnar. Tvær flugur í einu höggi Með svona bókahillu er hæglega hægt að stunda líkamsrækt við lesturinn READ Hugmynd fyrir þá sem eru með nóg pláss. Flott Falleg bókahilla. Plássið nýtt Ef bókaherbergið er undir súð er þetta sniðug lausn. Blóm Fallegar bókahillur sem mynda blóm. „Mér hefur verið líkt við páfagauk“ Ó lafur Helgi Móberg flutti til Ítalíu og hóf nám í ítölsku fyr- ir átta árum. Þetta nám átti eftir að nýtast honum vel því ári síðar hóf hann nám í fata- hönnun þar í landi. Hann útskrif- aðist síðastliðinn október og tekur þátt í stórri keppni sem haldin er á vegum ELLE Magazine og er til mikils að vinna. Hann er eini íslenski karl- maðurinn sem keppir og getur al- menningur kosið á netinu til 24. jan- úar. Ólafur hefur hannað fyrir hina og þessa eftir að hann flutti heim og má nefna að hann hefur hannað nokkra kjóla fyrir Sigrúnu Lilju, sem er kennd við Gyðju Collection. Litskrúðugur „Mér hefur verið líkt við páfagauk, litskrúðugur og hávær. Ég fíla pönk í bland við glæsifatnað. Skapandi kjóla eins og sést á rauða teppinu, kvik- myndir, tónlistarmyndbönd og leik- hús og svo eru brúðarkjólar í miklu uppáhaldi hjá mér og er mér líkt við Disney-prinsessu og póníhesta,“ seg- ir Ólafur þegar hann er spurður um stíl hans. Hvað varstu lengi á Ítalíu og hvern- ig komstu í tæri við þennan skóla? „Ég flutti fyrst út árið 2006 og byrj- aði í málaskóla. Ég kunni ekkert í ítölsku nema „ég heiti Ólafur Helgi“ og auðvitað „ciao“, sem þýðir hæ. Ég kynntist skólanum þegar ég var í fjöl- braut í Breiðholti og NABA (Nuova Accademia di Belle Arti Milano) komu í heimsókn í FB til að kynna skólann. Þetta var útskriftarárið mitt í FB svo ég var að leita að áfram- haldandi námi.“ Hvernig er tískan í ár að þínu mati? „Ég upplifi tískuna í dag svolítið pönkaða bæði hjá körlum og konum. Í dömutískunni gætir áhrifa úr kvik- myndum og frá miðöldum. Þar sem jakkar og pils skapa línurnar. Mittis- hnepptir jakkar og víð pils sem eru í anda húsmæðra frá 1950 má sjá í tísk- unni í dag. Loðfeldurinn kemur líka sterkur inn og er ég þá að tala um gerviloðfeld, ekki alvöru mink, svo- lítið villt hár, þar sem hann er tekin og hannaður á dramatískan hátt eins og jakkar með ermum úr öðru efni og jafnvel bara vesti.“ Hvert sækir þú innblástur? „Í tónlist, kvikmyndir, sögur og ævintýri. Mér finnst mjög gaman að sjá hvað mikið er um ævintýri í kvik- myndaheiminum síðustu ár því mér finnst mjög gaman að hanna ævin- týralegan fatnað.“ Hvernig er þessi keppni? „ELLE Style Awards er árleg verð- launahátíð sem er haldin af tísku- tímaritinu ELLE. Í ár kynna þau nýjan flokk, New Nordic Talent 2014, og leita þau að næstu hönnarstjörnu Norður- landanna í samstarfi við MUUSE. Nú standa yfir undanúrslit á netinu þar sem yfir hundrað hönnuðir sóttu um að fá að vera með en aðeins 25 kom- ast áfram í úrslit til dómnefndar sem samanstendur af skandinavískum tískuritstjórum ELLE. Tilnefnir dóm- nefndin svo þrjá hönnuði sem eru líklegir til að vinna, en tilkynnt verð- ur um það þann 2. febrúar. Svo í vor á ELLE Style Awards-viðburðinum verður kynntur sigurvegari. Sigur- vegarinn fæ opnu í tímaritinu ELLE í Danmörku og samning hjá MUUSE um að gefa út línu í samstarfi við þá.“ Hvetur fólk til þess að kjósa Ólafur hvetur alla til þess að fara inn á vefsíðu keppninnar og kjósa. Net- kosning fer fram á síðunni muuse. com/ellestyleawards og allir gefið hverjum hönnuði eitt atkvæði. „Við erum sex frá Íslandi sem keppum í undanúrslitum og er ég eini strákurinn. Hægt er að leita að hönnuði eftir nafni, landi eða skóla. Það var opnað fyrir kosningu 2. janúar og verður hægt að kjósa til 24. janúar. Þetta er rosalega gott og stórt tækifæri fyrir nýja hönnuði þar sem MUUSE tekur að sér allan framleiðslukostnað og að fá tækifæri til að selja vörur sín- ar út í heim. Ég vil hvetja alla til þess að kjósa því til mikils er að vinna fyrir okkur hönnuðina.“ Hvað er á döfinni? „Það eru hlutir í vinnslu sem ég get ekki talað um eins og er. En ég er nú samt að leita mér að atvinnu- tækifærum og er ég opinn fyrir svo mörgu. Draumurinn væri að verða búningahönnuður, listrænn stjórn- andi fyrir tískufyrirtæki, tískutímarit, tónlistarmyndbönd og leiksýningar eða annars konar viðburði. Gaman væri líka að geta verið með mitt eig- ið merki og myndi ég þá vilja hanna brúðkaupsfatnað og gefa brúðkaups- ráðgjöf.“ Hægt er að kjósa Ólaf Helga með því að fara inn á elle.muuse.com/#!vote/ 96-olafur-helgi-olafsson n iris@dv.is Glamúr Ólafur heillast af glæsi- legum kjólum. Ævintýri Hér gætir áhrifa frá Rauðhettu og úlfinum. Litríkt Ólafur Helgi stefnir langt með hönnun sína. Dramatískt Hér eru litir og dramatískt form í forgrunni. n Tekur þátt í keppni á vegum Elle n Ævintýrin heilla Starina „Þessi mynd er af mér sjálfum sem Starina, samanber línu mína sem ber heitið, Starina Couture by Ólafur Helgi. Ég ákvað á síðustu stundu að vera módel hjá sjálfum mér þar sem þessir kjólar eru ævintýrakjólar æsku minnar og eitthvað sem mig dreymdi um að klæðast og það var dragið sem ýtti mér út í tískuhönnun,“ segir Ólafur Helgi. „Mér finnst mjög gaman að hanna ævintýralegan fatnað. S ophia Webster, Jackie JS Lee og Nasir Mazhar eru þeir hönnuðir sem hlutu Fashion Forward-verðlaunin í ár. Verðlaunin eru veitt af Breska tískuráðinu og felast í fjárstyrk og stuðningi til að setja upp tískusýn- ingu á tískuvikunni í London en þau eru gjarnan veitt hönnuðum sem hafa þegar skapað sér nafn í tískuheiminum í London og þykja líklegir til frekari afreka. Webster, Lee og Mazhar fá því aðstoð við að kynna haust- og vetrarlínurn- ar sínar fyrir árið 2014 sem og vor- og sumarlínurnar fyrir 2015 og að auki fjármagn til að setja upp tísku- sýningar. Sophia Webster er breskur hönnuður sem hefur vakið athygli fyrir litríkan og öðruvísi skófatnað og handtöskur. Hin suðurkóreska Jackie JS Lee er hins vegar þekkt fyrir bein snið og litlausan fatnað sem þykir bæði klassískur og ein- faldur á meðan Nasir Mazhar hef- ur einbeitt sér að höttum, töskum og öðrum fylgihlutum. Þessir þrír hönnuðir eru því afar ólíkir og það verður spennandi að fylgjast með því sem þeir gera á næstu tískuviku. Fashion Forward-verðlaunin voru fyrst veitt árið 2009 og hafa verið fjölmörgum upprennandi hönnuðum stuðningur við að koma hönnun sinni á framfæri en dæmi um verðlaunahafa eru Mary Katrantzou, Henry Holland og David Koma. n horn@dv.is Fashion Forward-verðlaunin afhent Þrír hönnuðir fá fjárstyrk fyrir tískuvikuna í London Sophia Webster Webster hefur vakið athygli fyrir litríkan og skemmtilegan skófatnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.