Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 38
Vikublað 21.–23. janúar 201438 Fólk Hitti „hinn“ úr Wham Ívar Guðmundsson skíðar með stjörnum á Ítalíu H ann er hérna með okkur á hótelinu og er hinn hress- asti,“ segir útvarps- og vaxtarræktarmaðurinn Ívar Guðmundsson sem hitti söngv- arann og gítarleikarann Andrew Ridgeley í móttökunni á Hotel Aaritz í Selva á Ítalíu en Ridgeley er þekktastur fyrir að vera „hinn“ úr hljómsveitinni Wham. Ívar, sem segist alltaf hafa verið meira fyrir Wham en erkióvin- ina í Duran Duran, segir tónlistar- manninn hafa verið hinn þægileg- asta í umgengni og fékk meira að segja mynd af sér með stjörnunni. Hann viðurkennir að hafa ekki þekkt Ridgeley strax enda gjör- breyttur frá því sveitin var upp á sitt besta. „En þeir sem eru hér með mér þekktu hann því hann var hérna líka í fyrra,“ segir Ívar sem er í skíðaferð á Ítalíu eins og Ridgeley. Ívar birti myndina af þeim fé- lögum á Facebook þar sem vin- ir hans og aðdáendur Wham fara mikinn. Hermann Guðmundsson, bróðir Ívars og fyrrverandi forstjóri N1, vildi fyrst og fremst vita hvort tónlistarmaðurinn vissi hver Ívar væri og hvort að hann hefði fengið Hámark. Aðrir töldu nokkuð ljóst að útvarpsmaðurinn Siggi Hlö ætti eftir að verða grænn af öfund og höfðu mikið um breytt útlit Ridgel- ey að segja. Andrew Ridgeley fæddist 26. janúar 1963 og var ásamt George Michael í dúettinum Wham. Í dag býr Ridgeley í Bretlandi ásamt kærustu sinni, Keren Woodward. Hann og George Michael stefndu á að koma aftur saman fyrir tónleik- ana Live 8 árið 2006 en Ridgeley hætti við á síðustu stundu. n Fimmtíu spurningar fyrir hverja keppni Ekkert kemur Steinþóri Helga á óvart í Gettu betur Manuela til Frakklands Manuela Ósk Harðardóttir er á leiðinni til Frakklands í vik- unni en þar kemur hún til með að vera í sex vikur. Manuela fer á vegum Listaháskóla Íslands en þar stundar hún nám í fata- hönnun. Manuela er á leiðinni í starfsnám og mun vinna hjá franska fatahönnuðinum Soniu Rykiel. Í samtali við Lífið á Vísi segir hún að börnin hennar tvö verði eftir heima og aðskilnaður- inn komi til með að verða erfiður en börnin muni heimsækja hana til Frakklands meðan á starfs- náminu stendur. Í tökum í London Leikarinn Björn Hlynur Haralds- son er nú staddur í London þar sem tökur fara fram á sjónvarps- þættinum Fortitude. Tökur hófust á mánudag en þættirnir eru í anda Twin Peaks og fjalla um smábæinn Fortitude sem talinn er einn öruggasti bær í heimi. Það breytist fljótt þegar vísinda- maður í bænum er handtekinn. Björn Hlynur fer með burðarhlut- verk í þáttunum. Tökur fara að mestu fram í London en einnig á Reyðarfirði. Björn Hlynur fékk hlutverkið í gegnum breskan um- boðsmann sinn. Flottir Ívar Guðmunds var meira fyrir Wham en Duran Duran. Wham Allir þekkja George Michael en færri muna eftir Andrew Ridgeley. Hanna Birna í göngutúr Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra er í hópi þeirra fjölmörgu sem strengdu ára- mótaheit fyrir skemmstu, en þessi kjarnakona greinir frá því á Facebook-síðu sinni að eitt þeirra heita hafi verið að fara oftar út með hundinn. „Eitt af áramótaheitunum var að segja oftar JÁ þegar maðurinn minn leggur til góðan göngutúr með hundinn. Var að ljúka við aðra slíka göngu á nýja árinu – og þrátt fyrir að eiginmaðurinn segi að ég þurfi nú varla mikið fleiri til að ná „árangri“ síðasta árs – veit ég að betur má ef duga skal.“ S purningahöfundarnir Stein- þór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack þurfa að semja um 1.500 spurningar fyrir spurningakeppni fram- haldsskólanna Gettu betur. Það vefst þó ekki fyrir þeim og segir Steinþór stærstan hluta spurninganna vera tilbúinn. Nú styttist í að spurninga- keppnin færist á sjónvarpsskjáinn en fyrstu umferðirnar eiga sér stað í beinni útvarpsútsendingu. Sigurvegari og þjálfari „Maður er búinn að vera í kringum þetta í fimmtán ár, eitthvað svoleiðis. Það er ekki margt sem kemur á óvart,“ segir Steinþór Helgi aðspurð- ur hvernig gangi í Gettu betur. Hann vann sjálfur keppnina þegar hann var í liði Borgarholtsskólans árið 2005 en Steinþór Helgi hefur líka unnið sem þjálfari. Það gerði hann með liði Kvennaskólans í Reykjavík árið 2011 sem hann þjálfaði ásamt öðrum. Steinþór Helgi segist þó ekki gera upp á milli skóla þrátt fyrir að hann hafi tengsl við tvo þeirra. „Ég reyni nú að gæta jafnræðis þannig að ég sé ekki að hygla neinum,“ segir hann. Bæði Borgarholtsskóli og Kvenna- skólinn eru enn meðal keppenda í Gettu betur eftir sínar fyrstu viður- eignir. Samið í hverri viku „Við erum að semja í hverri viku en meirihlutinn er tilbúinn fyrir- fram,“ segir Steinþór en hann segir að spurninganna sé vel gætt. Flestar spurningarnar, eða 750 talsins, komu í fyrstu umferð sem kláraðist um síðustu helgi. Fimmtán viður- eignir áttu sér stað en þrjátíu skólar mættu til leiks í ár. „Þetta er vandasamt verkefni en það er ekki bara magnið. Við þurf- um að leggja okkur fram, keppend- ur eru kröfuharðir og allir í kringum þetta. Maður þarf að þóknast mörg- um,“ segir Steinþór Helgi aðspurð- ur hvort verkefnið sé erfitt. „ Fyrir hverja keppni erum við að semja fimmtíu spurningar þannig að þetta er hátt í fimmtán hundruð spurn- ingar.“ Sextán skólar eru komnir áfram í aðra umferð keppninnar sem fram fer um næstu helgi á Rás 2 en átta lið komast svo áfram í fjórðungs- úrslit sem verða í beinni útsendingu í sjónvarpinu frá 31. janúar til 14. mars. n Þjálfaði Steinþór Helgi þjálfaði lið Kvennaskólans í Reykjavík þegar skólinn vann Gettu betur árið 2011. Sigurvegarar síðustu ára Ár Skóli 2000 Menntaskólinn í Reykjavík 2001 Menntaskólinn í Reykjavík 2002 Menntaskólinn í Reykjavík 2003 Menntaskólinn í Reykjavík 2004 Verzlunarskóli Íslands 2005 Borgarholtsskóli 2006 Menntaskólinn á Akureyri 2007 Menntaskólinn í Reykjavík 2008 Menntaskólinn í Reykjavík 2009 Menntaskólinn í Reykjavík 2010 Menntaskólinn í Reykjavík 2011 Kvennaskólinn í Reykjavík 2012 Menntaskólinn í Reykjavík Annar af tveimur Steinþór Helgi er spurningahöfundur og dómari ásamt Margréti Erlu Maack. Spurningaflóð Margrét og Steinþór sömdu um 1.500 spurningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.