Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 17.–19. júní 2014 Hvalapyntingar hefjast á ný H valir eru skyni gæddar lífver- ur. Markmið íslenskra dýra- velferðarlaga er að stuðla að velferð slíkra dýra. Meðal annars að koma í veg fyrir að dýr sem falla undir lögin séu laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsli. Allt framangreint hafa vísindamenn sýnt fram á að mjög margir hvalir upplifi í tengslum við dauðastríð sitt af völdum hvalveiði- manna. Það er óásættanlegt. Þá segja lögin að dauða, aflífun, skyni gæddra lífvera skuli bera að með sársaukalausum og skjótum hætti. Skýr fyrirmæli! Hvalir falla ekki undir dýravel- ferðarlögin nýju Það er ákvörðun alþingismanna að hvalir, skyni gæddar lífverur, falla ekki undir nýju dýravelferðarlög- in. Samkvæmt rannsóknum þarf ógrynni hvala að þola gríðarlega vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsli við veiðar. Margir hvalir njóta þess ekki að dauða þeirra beri að með skjótum og sársaukalausum hætti. Dauðastríð þeirra er stundum langvarandi og mjög sársaukafullt. Í hnotskurn kallast þetta pyntingar. Í raun jafn óboðlegt og lýsingar stangveiðimanna þegar þeir kepp- ast við að hafa betur við fisk, sem fest hefur í sig öngul, hvort sem er í munni eða á leiðinni niður í maga. Það er ábyrgð Alþingis, hvalveiði- manna og neytenda, að hvalir séu ekki látnir þola vanlíðan, ótta, þján- ingu, sársauka og meiðsli. Ábyrgð okkar dýravina er líka mikil. Við eig- um að mótmæla. Það geri ég hér með. Ég vona að fleiri taki undir með mér. Framangreindar raunir hvala við veiðar á þeim eru samkvæmt rann- sóknum mjög algengur fylgifiskur og afleiðing hvalveiða. Lýsingar geta verið hryllilegar af hvalveiðum. Hvalveiðar eru taldar með öllu óþarfar. Þær lúta mikilli alþjóðlegri gagnrýni. Er ekki kominn tími til að Ís- lendingar snúi sér 180 gráður í viðhorfum sínum til hvalveiða, sýni fordæmi og sýni dýravelferð í verki alls staðar, ekki bara sums staðar? Ítarefni og fyrri skrif mín um hvaladráp Kristjáns Loftssonar er að finna í pistlinum á DV.is. Njótum hvala í stað þess að níð- ast á þeim. n Hvalveiðar hefjast því miður að nýju innan skamms nema Alþingi eða framkvæmdarvald ákveði annað. Pilsfaldur Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni F yrir réttum tuttugu árum urðu straumhvörf í Reykjavík þegar sameiginlegt framboð félagshyggjuafla bar sigurorð af Sjálfstæðisflokknum, sem stjórnað hafði borginni áratugum saman, að einu kjörtímabili undan- skildu. Reykjavíkurlistinn fór síðan með stjórn borgarinnar í tólf ár sam- fleytt. Óhjákvæmilega koma þessi góðu ár upp í hugann, nú þegar myndaður hefur verið meirihluti fjögurra flokka frá vinstri og inn að miðju íslenskra stjórnmála í borg- arstjórn Reykjavíkur. Nú, eins og þá, taka fernar stjórnmálahreyfingar saman höndum og engin ástæða til að ætla annað en að þetta geti orðið upphafið að löngu og farsælu sam- starfi við stjórn borgarinnar og sem einnig getur verið fyrirmynd sam- starfs þessara aðila á öðrum vett- vangi. Í samstarfssáttmála hins nýja meirihluta segir m.a.: „Við viljum friðsælt, réttlátt og frjálslynt samfé- lag þar sem allir sitja við sama borð og lúta sömu leikreglum. Við styðj- um við kvenfrelsi og baráttu ólíkra hópa fyrir jafnri stöðu á þeirra eig- in forsendum. Við hlúum að gras- rótinni þar sem réttlætið og mann- úðin dafna best.“ Hér birtast skýrt nýjar áherslur um jöfnuð og rétt- læti, kvenfrelsi og lýðræði sem eru meginstoðir í stefnu Vinstri grænna og sem allar hreyfingarnar fjórar eiga reyndar sameiginlega. Í sáttmálan- um hefur enn fremur tekist að flétta saman ólíkar áherslur, m.a. verða stigin markverð skref í átt að gjald- frjálsum leikskóla, auknu íbúalýð- ræði og gagnsæi í stjórn borgarinnar, uppbyggingu leigu- og búseturéttar- íbúða, vistvænni samgönguháttum og bættu borgarumhverfi svo fátt eitt sé nefnt. Sérstaklega mikilvert er að mannréttindaráð og stjórnkerf- is- og lýðræðisráð fá fastan og um- fangsmeiri sess í stjórnkerfi borgar- innar en þessir málaflokkar ganga þvert á alla aðra málaflokka og sýn- ir glöggt metnað nýs borgarstjórnar- meirihluta til að þróa lýðræðislegt og fjölbreytt samfélag 21. aldarinnar. Komið verður á laggirnar sérstöku öldungaráði sem er löngu tímabært og vitnar um að hinn nýi meirihluti hyggst einnig leggja áherslu á hags- muni eldri borgara sem verður æ stærri hópur borgarbúa með bættri lýðheilsu og lengri lífaldri. Það skipt- ir máli hverjir stjórna. Það sáum við svo vel þegar vinstrimenn tóku við stjórn borgarinnar eftir áratuga valdasetu Sjálfstæðismanna, fyrir réttum tuttugu árum. Sagan kenn- ir okkur sömuleiðis að okkur farn- ast best sem samfélagi þegar vel- ferð og jöfnuður eru í hávegum. Þess vegna er full ástæða til að óska Reykvíkingum til hamingju með nýj- an meirihluta í borgarstjórn og óska nýjum stjórnendum velfarnaðar í vandasömum störfum. Jafnframt fylgir nýjum meirihluta hvatning til að treysta samstarfið við borgarbúa og hlusta grannt eftir röddum þeirra með virku samráði eins og boðað er í samstarfssáttmálanum. Það er von mín að samvinna Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Pírata í borgarstjórn verði farsælt og langvinnt og leggi drög að nánara samstarfi þessara stjórnmálahreyf- inga á landsvísu. n Til hamingju, Reykjavík „Það skipt- ir máli hverjir stjórna Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG Kjallari Árni Stefán Árnason lögfræðingur Af blogginu Mynd ÞorMar Vignir gUnnarSSon „Ógeðfellt, að mínu mati. Klárlega í anda sumra flokka, einkavæða og koma ágóða til einkaaðila, láta pupulinn borga, ógeðfellt að mínu mati.“ Jóna gísladóttir um þá staðreynd að Menntaskólinn Hraðbraut muni hefja starfsemi aftur í haust. Skólanum var lokað árið 2012 vegna þess að menntamálanefnd Alþingis vildi ekki halda áfram að veita fjármunum til skólans. Þá var ljóst að Ólafur H. Johnson skólastjóri hafði tekið sér 177 milljóna arð út úr rekstrarfélagi skólans. „Hvort sem einhverju ykkar líkar betur eða verr, þá er málfrelsi á Íslandi. Ekkert af því sem er þarna eftir honum haft gefur tilefni til þess að taka hann á teppið. Hann vísar þarna til eigin reynslu. Mér er spurn hvort húsvörður VMA yrði tekinn á teppið í fjölmiðlum og hjá skólastjóra fyrir sömu ummæli? Takið frekar skólastjórann á teppið fyrir harða atlögu að mál og skoðanafrelsi, og kúgunartilraun jafnvel.“ Sigurður Kristinsson tjáir sig um það að skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri ætli að aðhafast vegna kennara við skólann sem varaði við múslimavæðingu. „Fyrirgefning er oft minnisverðari en hegning.“ Magnús Jón aðalsteinsson um drengina sem fóru um borð í björgunarskipið Sæbjörgu á dögunum og fiktuðu í björgunarbúnaði skipsins. Myndir úr öryggismyndavélum voru birtar og skilaði það sér í því að drengirnir gáfu sig fram og báðust afsökunar á gjörðum sínum. 14 17 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.