Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 23
ÚTTEKT 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 23
minni síðustu, lenti ég í þessu aftur. Ég man að
þegar ég steig út úr bílnum og horfði í kringum
mig fannst mér heimurinn breyttur. Þótt æska
mín hafi ekki verið spennandi þá var það þarna
sem henni var endanlega rænt af mér. Þennan
dag dó ég.“
ÞÖGNIN DREPUR
Ingólfur segir í raun kraftaverk að hann sé yf-
irhöfuð á þessari jörð til að geta rætt um for-
tíðina og hvað þá komið í viðtal undir nafni og
mynd. „Fyrir einu ári hefði það ekki komið til
greina en þögnin er það sem drepur og hún er
svo mikill óþarfi. Ég braut ekki af mér. Af hverju
á ég að þegja yfir þessu? Þetta á ekki að vera
leyndarmál. Hvað finnst þeim sem lendir í inn-
broti á heimili sitt um að eiga að þegja yfir því?
Það var brotist inn í mig og mér sagt að þegja.
Það er bara rugl. Það var ekkert í umhverf-
inu sem tók utan um barn sem lenti í svona eða
leiddi það áfram og það eina sem blasti við því
var að þetta væri samþykkt hegðun og eðlileg-
ur partur af lífinu. Við verðum að opna um-
ræðuna líkt og Blátt áfram er að gera og koma
þeim skilaboðum áleiðis að þetta sé gjörsam-
lega óeðlileg hegðun og að þögnin drepi. Þeg-
ar brotist er inn á heimilið, sálarlíf og öryggis-
kennd fjölskyldunnar, bjóða tryggingarfélögin
upp á áfallahjálp en þegar brotist er inn í okk-
ur sjálf er ekkert gert. Þetta er ekki í lagi,“ segir
hann og bætir við að fræðsla sé grundvallarat-
riði ef við ætlum að ná árangri í baráttunni.
KARLMENN LÍKA ÞOLENDUR
„Mér finnst að það ætti að skikka alla sem starfa
með börnum til að sitja námskeið hjá Blátt
áfram. Barn sem hefur upplifað hreint helvíti
en hefur engan til að ræða við heldur að þetta
sé samþykkt hegðun og tekur sjálft ábyrgð á
atburðinum,“ segir hann og bætir við að við
þokumst í rétta átt. „Hér á landi er að verða til
grunnur til að geta gert eitthvað af viti. Umræð-
an hefur lagast mikið síðustu árin og mikil og
góð breyting hefur orðið hjá lögreglunni.
Dómstólar eru eftir. Það er erfitt að hlusta
á rökstuðning og niðurstöður Hæstaréttar og
greinilegt að þar vantar mikla fræðslu.“
Ingólfur segir að umræðan á Íslandi ein-
angrist við konur sem þolendur kynferðisof-
beldis og að það sé sárt fyrir karlmann eins og
hann að horfa upp á auglýsingar þar sem ein-
blínt er á kynbundið ofbeldi og að konur lendi
bara í því. „Skilaboðin eru þau að karlmenn
séu ekki fórnarlömb og að konur geti ekki ver-
ið gerendur. Slíkt veldur því að karlmenn koma
enn síður fram heldur fara lengra inn í sig og
þögnina.“
ER EKKI FÓRNARLAMB
Leið Ingólfs í átt að bata hefur verið erfið og
hægfara. Lausnina fann hann í 12 sporum
SASA, Sexual Abuse Survivors Anonymous.
Á tímabili var hann, að eigin sögn, brjálaður
og hreinlega hættulegur sjálfum sér og öðr-
um. „Ég var meira en reiður, ég var brjálaður,
enda búinn að byrgja alls kyns viðbjóð inni í
40 ár,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft
verið nálægt því að enda þetta líf. „Ég hafði
farið inn í mig, frosið og aftengst öllu sem var
í kringum mig og fyrir nokkrum árum gantað-
ist ég með að ég væri eins og frystikista. Sam-
býliskona mín á þeim tíma leiðrétti mig og
sagði að ég væri frystihús. Hún reyndi að ná
sambandi við mig en ég vissi ekkert hvað var í
gangi. Heyrði hana segja mér að koma til baka
en ég vissi bara ekki neitt hvað hún var að tala
um. Ég átti líka gífurlega erfitt með að sætt-
ast við sjálfan mig sem kynveru, fór í gegnum
hreint helvíti með það. Að ég væri karlkynið
af homo sapiens, þeirri sömu tegund og braut
á mér sem barni. Ég á enn þá erfitt með að
tengjast konum og hleypa þeim að mér en ég
er að vinna í því. Ég fer með mig út á meðal
fólks þar sem er hætta á að ég hitti konu sem
ég hrífist af svo ég einangrist ekki. Af hverju á
ég að einangra mig? Ég neita að lifa sem fórn-
arlamb. Það kemur ekki til greina. Það er eins
með mig og fíklana, annaðhvort geri ég eitt-
hvað í mínum málum eða dey. Það er ekkert
annað val.“
ENGIN LAUTARFERÐ
Í dag hefur Ingólfur látið gamla drauminn
um uppfinningarnar rætast en hann er kom-
inn með einkaleyfi að ákveðnu verkefni sem
verður senn að veruleika og fleiri eru í bígerð.
„Ég fékk hugmynd að tækjabúnaði árið 1989
sem er í dag gríðarlega stórt dæmi en þá þorði
ég ekki, treysti engum. Nú læt ég slag standa.
Fyrir mér hefur orðið einstaklingsfrelsi fengið
alveg nýja merkingu. Í fyrsta skiptið á ævinni
bý ég í frelsi til að vera einstaklingur í mínu
eigin lífi. Þessi vinna hefur ekki verið nein
lautarferð. Þetta er búið að vera hreint helvíti
en það sem er hinum megin við þröskuldinn
er svo dásamlegt. Í dag er ég hamingjusamur
og hefði aldrei trúað að það væri hægt að líða
svona vel.“
indiana@dv.is
LOKAÐI
á minningarnar í 40 ár
Ég man að þegar ég steig út úr bílnum og horfði í kringum mig fannst mér heim-
urinn breyttur. Þótt æska mín hafi ekki ver-
ið spennandi þá var það þarna sem henni var
endanlega rænt af mér. Þennan dag dó ég.
Líf eftir kynferðislegt ofbeldi
n SASA er félagsskapur karla og kvenna sem hafa þá sameiginlegu reynslu að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
n Við komum saman til að deila með hvert öðru reynslu, styrk og vonum okkar. n Við höfum tólf reynsluspor og tólf erfðavenjur að leiðarljósi.
n Við vorum fórnarlömb en ætlum að hætta að lifa sem slík.
n Þögnin þín er óþarfi, eins og hún var hjá okkur.
Skrefin sjö
Sjö skref til að koma í veg fyrir, greina og bregðast við kynferðislegri misnotkun á börnum á ábyrgan hátt.
1. skref Gerðu þér grein fyrir staðreyndunum og áhættuþáttunum. Staðreyndir - ekki traust - eiga að hafa áhrif á ákvarðanir þínar varðandi barnið þitt.2. skref Fækkaðu tækifærunum. Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum dregur þú verulega úr hættunni á að barn þitt verði fyrir kynferðislegri misnotkun.
3. skref Talaðu um það. Börn halda oft misnotkuninni leyndri - en hægt er að fá þau til að rjúfa þögnina með því að tala opinskátt um þessi málefni.
4. skref Vertu vakandi. Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegri misnotkun. Merkin eru oft til staðar en þú þarft að koma auga á þau.5. skref Búðu þér til áætlun. Kynntu þér hvert þú átt að leita, í hvern þú átt að hringja og hvernig þú átt að bregðast við.
6. skref Fylgdu grunsemdum eftir. Framtíðarvelferð barns er í húfi.
7. skref Gerðu eitthvað í málinu. Leggðu þitt af mörkum með því að bjóða fram krafta þína og veita þeim félögum fjárhagslegan stuðning sem berjast gegn kynferðislegri misnotkun á börnum.
Kynferðislegt ofbeldi er:
n Þegar einhver reynir að snerta þig þar sem þér finnst óþægilegt að láta snerta þig – t.d. brjóst þín, kynfæri og rass.
n Ef einhver reynir að snerta þig þegar þú ert sofandi.
... eða byrjar að klóra á þér bakið og heimtar að þú farir úr buxunum.
n Allt sem lætur þér líða illa – kallar fram skrítna tilfinningu í maganum, hita, ótta og hræðslu. n Þegar einhver gerir eitthvað við þig ... eða reynir að fá þig til að gera eitthvað ... sem þú vilt ekki gera eða láta gera við þig.
Mundu...
n ...að þú mátt - og átt að segja nei ef þú vilt segja nei. Jafnvel þó það sé erfitt og þú þorir því ekki.
n ...að fullorðið fólk á ekki að snerta börn ef börnunum finnst það óþægilegt – og fullorðið fólk á aldrei að fá börn til að taka þátt í kynferðislegu athæfi eða leik.
n ...að það eru lög og reglur í þessu landi sem banna unglingum og fullorðnum að meiða börn.
Heimild: www.blattafram.is
TÍUNDI HVER STRÁKUR
Á Íslandi búa nú 43.790 drengir átján ára og yngri. Rannsóknir gefa
vísbendingar um að um það bil 3.503 drengir hafi verið misnotaðir
fyrir átján ára aldur. Þar af 1.181 drengur bara í Reykjavík. Samkvæmt
íslenskri rannsókn má áætla að um 20 prósent misnotaðra barna
á Íslandi séu drengir. Sama rannsókn bendir til þess að 23 prósent
íslenskra stúlkna og 8 prósent íslenskra drengja séu beitt kynferðis-
ofbeldi fyrir átján ára aldur. Staðreyndin er sú að hver kona og hvert
barn getur átt á hættu að vera beitt kynferðisofbeldi, strákar líka.