Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR Kristinn Stefánsson bóndi á Raufar- felli hefur gripið til þess örþrifaráðs að bregða búi. Bærinn stendur und- ir jöklinum á því svæði sem fór hvað verst út úr öskufallinu síðastliðna daga. Laugardagurinn var verstur, en þá sást ekki á milli húsa á meðan askan lagðist yfir og ekki var hægt að greina nóttu frá degi, myrkrið var allt- umlykjandi allan sólarhringinn. Nú er svo komið að um fimm sentímetra þykkt öskulag þekur allt svæðið og landslagið er einlitt, ösku- grá moldin þekur bæði fjöll og vegi. Vart er hægt að greina á milli þess hvar vegir liggja á milli húsa og hvar túnin taka við. Kristinn var nokkuð beygður þegar blaðamann bar að garði, enda búinn að láta frá sér all- ar sautján kýrnar og var að búa enn fleiri undir brottför til slátrarans. „Askan hefur sest hér á landið og yfir allt svæðið þannig að það er best að bregða þessu bara. Það er ekki til neins að hafa skepnur þar sem ekk- ert gras er. Ég sendi slatta af fé frá mér í dag og svolítið af kúm, galla- kúm eins og maður segir. Svo verður áframhaldið bara að koma í ljós, það er bara annar pakki. Það eru fimmtíu kýr hér inni og það fara þrettán í dag.“ Aðspurður segist hann eiga fáar kindur, þær eru aðeins fjórtán talsins, en þær munu allar fara í fóstur. „Þar sem þær eru svo fáar verður auðvelt að losna við þær. Þetta er bara hörm- ung. En þetta hefur gerst áður í sögu landsins. Við erum bara að upplifa það. Ég er búinn að gefa það út að ég ætli ekki að vera hér í sumar og reyni því að létta þetta eins og ég get. Ég er líka að reyna að stytta þann tíma sem ég þarf að eyða í vinnu hér á bænum svo ég geti eytt meiri tíma með fjöl- skyldunni fjarri þessu hörmunga- svæði. Ég reyni að vera duglegur að yfirgefa myrkrið og fara af svæðinu. Hér var kolniðamyrkur í rúman sól- arhring þegar verst lét en síðan hefur verið rykmistur. Þegar veður leyfir fer ég út og reyni að taka til í gripunum. Ég á um 130 nautgripi á öllum aldri og sé hvað verður. Ég tek bara einn dag í einu. Ég veit ekki hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér og get ekki hugsað um það. En ég verð að halda áfram,“ segir hann að lokum og held- ur inn í fjós. Sárt að senda hrossin í slátrun Það var þungt yfir Finni Tryggvasyni að Raufarfelli III þegar ljósmynd- ara bar að garði. Ástæðan var sú að hann var akkúrat á sömu stundu að sækja hross til slátrunar. „Ég er með eitthvað um tuttugu hross og ætla að senda fimm frá mér í dag. Beitilöndin eru öll komin undir gjósku. Ég hefði haldið í þá lengur ef þetta hefði ekki komið fyrir því þetta eru altamdir hestar sem ég var búinn að ríða inn í Þórsmörk og inn af fjallinu hér í kring. Þeir fara í sláturhúsið á Selfossi,“ sagði hann um leið og hann hélt af stað að sækja hrossin. Bændur á barmi taugaáfalls Þorgils Torfi Jónsson sláturhússtjóri í Sláturhúsinu á Hellu ehf. tók á móti þrjátíu gripum frá Raufarfelli í dag. Hann segist merkja ákveðna aukn- ingu í slátrun á dýrum, en aðallega séu það gripir sem stóð alltaf til að slátra síðar á árinu en slátrun sé flýtt til þess að létta á álaginu á bænd- um og rýma til. Það komi svo í ljós á næstu dögum hvað bændur ákveði að gera, en enn séu fjölmargir að velta möguleikunum fyrir sér og reyna að halda lífi í búinu. „Það eru fleiri leiðir færar. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að færa sauðfé og hross á aðrar jarðir, jafnvel á milli sveita. Eftir tvær, þrjár vikur kemst sauðburður almennilega af stað og þegar hann er afstaðinn verður hægt að hleypa fénu út. Það er til nóg af jörðum og það er til nóg hey í nærsveitum ef svo ber undir, þannig að það er alveg hægt að halda lífi í stofninum ef vilji er fyrir því. Ríki, sveitarfélög og búnaðarsambönd eiga líka jarðir úti um allar trissur sem ekki er verið að nýta. En eins og staðan er núna þá eru bændur náttúrulega í örvinglan og á barmi taugaáfalls. Eftir því sem ég best veit hafa allavega tveir fengið taugaáfall. Undir slíkum aðstæðum er varla hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir, þó að einhverjir meti það sjálfsagt þannig að það sé ekki hægt að halda áfram að óbreyttu. Ég verð líka að segja að það hjálpaði ekki til að landbúnaðarráðherra skyldi koma með þau skilaboð til bænda að það væri Bjargráðasjóður sem ætti að sjá um þetta og hann væri tómur. Það er alveg makalaust. Yfirlýsing forsetans í dag er líka óskiljanleg,“ segir hann og á við orð forsetans um að þetta sé aðeins æfing, við ættum að búa okkur undir alvöru hamfarir. „Við þurfum ekkert á þessu að halda núna, þegar við erum að reyna að halda ró okk- ar og komast í gegnum erfiðleikana. Þetta þurfti ekki að koma núna,“ segir hann að lokum. Býður þeim sem verst standa jarðir Hlynur Snær Theódórsson á Voð- múlastöðum í Austur-Landeyjum hefur boðið nágrönnum sínum und- ir Eyjafjallajökli afnot af jörð sinni ef á þarf að halda. Þetta kom fram á fundum með íbúum á Suðurlandinu í gær, þar sem Almannavarnir fóru yfir stöðuna og næstu daga. Fyrsti fundurinn fór fram í Gunnarshólma og þar eru íbúar nokkuð rólegir yfir ástandinu þó að þeir finni til með ná- grönnum sínum. Í lok fundarins tók Hlynur til máls og bauð fram aðstoð sína og hvatti sveitunga sína til að gera slíkt hið sama. „Við sluppum al- veg ótrúlega vel hér og ég á land sem ég er ekki að nota sem ég bauð fram. Þá geta bændur sem eru að missa eigið land undir öskumökk og drullu fengið afnot af því. Þar er hægt að plægja og sá og fá þá einhverja upp- skeru og ég get hjálpað þeim við það. Ég er tilbúinn til þess að lána landið eins lengi og þörf er á, eða þar til jafn- vægi kemst á jarðveginn undir jökl- inum og ég vonast til þess að fleiri séu tilbúnir til þess. Ég veit um fleiri bændur hér í sveitinni sem eiga ónot- að land og ég veit að samhugurinn er mikill hér á Suðurlandinu. Við áttum allt eins von á þessari gusu hingað til okkar, en enn sem komið er höfum við sloppið þó að ég sé auðvitað með- vitaður um að það getur breyst hve- nær sem er með vindáttinni og ég er í raun skíthræddur við það.“ Tilbúnir að rétta hjálparhönd Pétur Halldórsson starfsmaður Bún- aðarsambands Suðurlands hefur tek- ið við málinu og heldur utan um það þannig að þeir sem óska eftir því að fá afnot af jörðum eða láta jarðir geta haft samband við hann. Pétur vill undirstrika það að allir séu boðn- ir og búnir til þess að hlaupa undir bagga með þeim sem urðu verst úti ef á reynir, hvort sem það eru bændur í nærsveitum eður ei. „Ég held að það séu allir bændur á landinu tilbúnir til þessa rétta hjálparhönd eins og þörf er á, en eins og staðan er í dag líður búpeningnum vel og bændur eiga nægan forða. En ef eitthvað breytist þá er til nóg af jörðum sem hægt er að nýta auk þess sem við eigum næg- an fóðurforða,“ segir hann og legg- ur áherslu á mál sitt. „En það er ekki Öskufallið undir Eyjafjallajökli er farið að hafa fara veruleg áhrif á bændur á svæð- inu og þeir sem hafa orðið verst úti leita leiða til þess að létta á búskapnum, jafnvel með því að slátra dýrum. Það er þó engin ástæða til að örvænta, flest dýrin á svæð- inu eru vel haldin og í sveitum landsins er nóg af jörðum og heyi ef á þarf að halda. „ÞETTA ER BARA HÖRMUNG“ INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Þetta er bara hörmung. En þetta hefur gerst áður í sögu landsins. Við erum bara að upplifa það. Ég er tilbúinn til þess að lána landið eins lengi og þörf er á, eða þar til jafnvægi kemst á jarðveginn und- ir jöklinum. Losar sig við búfénað Kristinn Stefánsson á Raufarfelli reynir að létta á sér með því að senda gripi til slátrunar. Með því dregur hann úr vinnunni á bænum og getur um leið dregið úr viðverunni í öskustónni. Erfið ákvörðun Það var þungt yfir Finni Tryggvasyni á Raufarfelli III þegar hann sótti hross til slátrunar. MYNDIR RÓBERT REYNISSON Réttir hjálparhönd Mikil samstaða hefur skapast á meðal bænda í sveitum landsins og allir eru til þess að hjálpa þeim sem verst eru staddir. Hlynur Snær Theódórsson á Voðmúlastöðum býður jörð til afnota og hvetur sveitunga sína til að gera slíkt hið sama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.