Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 15
NEYTENDUR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 BÚÐU TIL GEYMSLU Venjulegt viðarborð getur orðið býsna drjúg geymsla. Losaðu plötuna og tylltu henni síðan með tveim lömum á rammann öðrum megin. Síðan skrúfar þú eða neglir plötu neðan á borðrammann. Úr því færðu ágætis geymslupláss undir ýmsa smáhluti, verkfæri eða hvað sem þarf að geyma. Annað ráð er að útbúa falskan botn í fataskápa. Rýmið undir fötum sem hanga á herðatré er oft van- nýtt. Þar má auðveldlega búa til hillu eða skúffu. SKRÚFUR Á VÍSUM STAÐ Enginn skortur er á negldum krukkum með skrúfuðu loki. Negldu lokin neðan í hillu svo auðvelt sé að skrúfa krukkur af eða á. Rýmið nýtist vel og auð- velt er að hafa skrúfur, nagla og ýmiss konar smádót á vísum stað. Það er þægilegt að geta gengið að þessu smádóti án mikillar leitar. Gætið þess að lítil börn geti ekki náð til krukkn- anna og fengið þær í hausinn. RÆKTAÐU ÞINN EIGIN MAT hverju tagi er hægt að fá í flestum ef ekki öllum verslunum sem selja blóm. Pöddur og illgresi Ef veðurfar er hagstætt; hlýtt og blautt, ætti grænmetisræktun- in að ganga vel. Slík ræktun er þó ekki alltaf dans á rósum og getur útheimt töluverða vinnu. Ef not- uð er gömul mold skiptir máli að hreinsa vel úr henni illgresið og rætur áður en gróðursett er í hana, að því er fram kemur í Garðheima- blaðinu. „Illgresið er ekki einung- is lýti á garðinum, heldur er það harður keppinautur grænmetis- plantnanna um næringuna í jarð- veginum. Sé því leyft að liggja í næringarríkum jarðveginum get- ur það gengið svo langt að yfirtaka beðið og kæft litlar matjurtaplönt- ur,“ segir það. Þá er bent á að skordýr á borð við kálflugur geti herjað á gulrætur, radísur, rófur og káltegundir. „Hún verpir eggjum sínum neðst í stöng- ulinn í júní og júlí og því er gott að hafa akrýldúk yfir beðunum á þeim tíma, þótt heitt sé úti. Lirfurnar koma út úr eggjunum eftir nokkra daga og byrja strax að naga ræt- urnar sem veldur uppskerubresti. Ef ekki tekst að koma í veg fyrir að kálflugan komist í grænmetið má vökva plönturnar með efni sem heitir Permasect C,“ segir í blaðinu en einnig má útbúa lífrænt efni úr brenninetlu og vökva. Þá geta skortdýr á borð við snigla og blaðlús orðið skæð auk þess sem kartöflusjúkdómar geta tekið sig upp. Ræktendur geta þó huggað sig við að ekkert er svo illt að ekki megi vinna á því bug. Ef allt gengur að óskum fæst ríkuleg uppskera þegar líður á ág- úst eða í september. Lykilatriði í grænmetisræktun 1. Veljið sólríkan stað. 2. Berið áburð á grænmetisgarð- inn; Blákorn og skít. 3. Látið kartöflur spíra í apríl og setjið grænmeti niður í maí. 4. Setjið litlar plöntur fremst en stórar aftast. 5. Vökvið garðinn á morgnana eða kvöldin. 6. Leggið akrýldúk yfir grænmet- isgarðinn. 7. Ekki leyfa illgresi að kæfa græn- metið. 8. Ekki leyfa skordýrum og sjúk- dómum að herja á garðinn. Hvaða tegund viltu?* Premier: Snemmvaxnar og mjöl- miklar, bökunarkartöflur. Gullauga: Í meðallagi snemm- vaxnar, bragðgóðar, gular. Helga: Í meðallagi snemmvaxnar, bragðgóðar, með svolitlum roða. Rauðar íslenskar:  Seinvaxnar en koma margar undir.  Mjög bragð- góðar (sætar). Vaxa vel í sendnum jarðvegi. Þola dálítið næturfrost. *Tegundir kartöfluútsæðis í boði í Garðheimum. Nú er líka tíminn til að setja í þá lífrænan áburð á borð við þörungamjöl, hænsnaskít, moltu eða hrossatað. GÓMSÆTAR KRYDDJURTIR Það er einfaldara að rækta krydd- jurtir en flestir gera ráð fyrir. Þú setur einfaldlega mold í pott, stingur fræjum í moldina og áður en þú veist af ertu kominn með ferska kryddjurt. Í Garðheima- blaðinu eru talin upp nokkur at- riði sem gott er að hafa í huga til að ræktunin gangi sem best. Í byrjun er gott að setja þykkt lag af næringarríkri gróður- mold í pott eða ílát sem hleypir vatni í gegnum sig. „Ofan á það er svo lagt þunnt lag af sáðmold og bleytt vel. Þá eru fræin sett í moldina og þunnu lagi af sáð- mold dreift yfir,“ að því er segir í Garðheimablaðinu. Ef einungis er notuð gróðurmold er hætt við að plönturnar nái ekki rótfestu þar sem þær þola illa sterka mold í upphafi. Þegar þið eruð búin að stinga fræjunum niður skal vökva dug- lega. Ekki þannig þó að jarðveg- urinn skolist til. Leggið til dæm- is dagblað yfir moldina og haldið henni rakri í eina til tvær vikur. Moldin má alls ekki þorna á með- an fræin eru að spíra. Þegar spírur eru farnar að stingast upp úr moldinni er óhætt að taka dagblöðin af. Vökv- ið reglulega allt fram að notk- un. Þeir sem vilja ekki bíða eftir að vorhlýindin gangi í garð geta byrjað að rækta innandyra. Gæt- ið þess bara að plantan fái nægan vökva og næga birtu frá sólinni. Fræin fást í Garðheimum, Blómavali og víðar. Heilræði Trjákenndu kryddjurtirnar eins og rósmarín og blóðberg duga allt sumarið og jafnvel fram á haustið en þær kryddjurtir sem bera aðallega blöð, eins og kore- ander og basil, klárast oft mjög fljótt. „Um leið og úti er orðið sæmilega hlýtt er hægt að flytja kryddjurtirnar út í beð,“ að því er segir í Garðheimablaðinu. Snið- ugt getur verið að hylja þær akríl- dúk á meðan enn er von á köldu veðri. baldur@dv.is Kryddjurtir á svölum Í Garðheimum má kaupa ílát sem eru tilvalin til ræktunar ýmissa kryddjurta, jarðarberja eða gulróta. Akrýldúkurinn mikil- vægur Steinunn Reynis- dóttir garðyrkjufræðingur segir að mikilvægt geti verið að verja viðkvæmar plöntur fyrir næturfrosti með akrýldúk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.