Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Blaðsíða 19
Tölvuleikjarisinn CCP tók við Útflutningsverðlaununum á Bessastöðum í gær. Fyrirtækið gerir út leikinn EVE Online og virðist ekkert lát vera á velgengni hans. HILMAR VEIGAR PÉTURSSON, forstjóri CCP, tók við verðlaununum en um 320.000 áskrifendur eru nú að leiknum á heimsvísu. 400.000 MANNS Í ÁRSLOK 26. mars í fyrra komu hátt í 2.000 sjálfstæðismenn saman til lands- fundar í Laugardalshöll, meðal annars til þess að kjósa sér nýjan formann. Geir H. Haarde, formað- ur Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra, hafði blásið af landsfund sem upphaflega átti að vera tveim- ur mánuðum áður. Ríkisstjórn hans var í þann veginn að láta undan þunga reiðrar þjóðar eftir banka- hrunið. Sjálfur átti Geir við veik- indi að stríða og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann tilkynnti þjóð- inni að hann gæfi ekki kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um. Þetta var 23. janúar 2009. Eld- ar höfðu logað á Austurvelli og lög- regla hafði átt fullt í fangi með að halda aftur af fjöldanum fyrir fram- an Alþingi. Landsfundurinn í lok janúar átti að marka stefnu flokksins í Evrópu- málum. Þegar leið á janúarmánuð varð æ ljósara að heimastjórnar- armur flokksins og sjónarmið út- gerðarvaldsins höfðu yfirhöndina. Hinir, sem gældu við að skoða ofan í Evrópupakkann með beinni aðild- arumsókn, voru í minnihluta. Á landsfundinum tveimur mán- uðum síðar höfðu andstæðingar að- ildarumsóknar betur. Armar flokksins Heimastjórnararmurinn hafði einn- ig undirtökin þegar kom að upp- gjöri í flokknum. Engin iðrun og enginn kallaður til ábyrgðar. Dav- íð Oddsson kom í ræðustól, svart- ur af bræði, og úthúðaði endur- reisnar- og yfirbótarskýrslu sem tugir sjálfstæðismanna höfðu sett saman undir stjórn Vilhjálms Egils- sonar. Í skýrslunni stóð meðal ann- ars: „Pólitísk ábyrgð snýst ekki um að kjörinn fulltrúi eigi að sitja sem fastast þrátt fyrir mistök hans sjálfs eða undirmanna, heldur hið gagn- stæða. Að standa upp og fara þegar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin af viðkomandi er siður sem þarf að komast inn í íslenska stjórn- málahefð.“ Bjarni Benediktsson og Kristj- án Þór Júlíusson tókust á um for- mannsstólinn sem Geir hafði stað- ið upp úr. Hvorugur þeirra gekk að sigrinum vísum þótt Bjarni þætti sigurstranglegri. Stuðningsmenn Bjarna voru einkum flokksmenn sem tilheyrðu valdakjarnanum, flokkseigendun- um. Má nefna Sigurð Kára Kristj- ánsson, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, Illuga Gunnarsson, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Mart- ein Baldursson, Ólöfu Nordal, Tryggva Þór Herbertsson og Ragn- heiði Ríkharðsdóttur. Landsfund- arfylgi Bjarna var með öðrum orðum ættað úr þéttbýlinu á suð- vesturhorni landsins, einkum í nágrenni höfðuborgarinnar og einbýlishúsahverfum höfuðborgar- innar. Það kom Kristjáni Þór Júlíussyni áreiðanlega á óvart þegar hann varð þess áskynja rétt fyrir landsfund- inn að hann átti góðan stuðning í grasrót sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Ungir SUS-menn, eins og Bolli Thoroddsen, lögðust í víking fyr- ir Kristján innan höfuðborgarinn- ar. Helstu forkólfar hverfisfélaga og deilda innan höfuðborgarinn- ar mættu á stuðningsmannafund skömmu fyrir landsfundinn. Gras- rót flokksins í Reykjavík hafði verið virkjuð í þágu Kristjáns Þórs en ekki Bjarna. Stuðningsmenn Bjarna urðu þess áskynja degi fyrir lok landsfundar að Bjarni ætti ekki vísan sigurinn. Þeir gerðu skyndikönn- un úr úthringiveri meðal hundraða landsfundarfulltrúa og komust að því að Kristján Þór hafði yfir- höndina þá stund- ina. Nú voru góð ráð dýr. Formannskjör átti að fara fram daginn eftir. Með þess- ar upplýsingar í höndum ákváðu stuðningsmenn Bjarna að leggja allt í sölurnar; maður á mann skyldi það vera á síðasta degi landsfundar. Eins og allir vita urðu lyktir þær að Bjarni hlaut 58 prósent greiddra atkvæða en Kristján Þór liðlega 40 prósent. Þetta var ekki ýkja mikill munur. Nú hefur fylking Bjarna riðlast. Illugi hefur stigið út á hliðarlínu vegna rannsóknar sérstaks saksókn- ara á peningamarkaðssjóðum. Þor- gerður Katrín hefur sagt af sér emb- ætti varaformanns sem hún talaði sig inn í með framboðsræðu um eiginmanninn, sjálfa sig og gróu- sögurnar. Bráðum stendur Bjarni einn, með Engeyjarætt sína laskaða, launhelgar flokksins eins og opið sár og bálreiða al- menna flokksmenn sem enga þolinmæði hafa með sjálftöku og braski hrunverja. Það er næsta auðvelt að spá því, að annaðhvort víki Bjarni sjálfur á næstunni eða falli í formannskjöri á lands- fundi sem hann vill flýta. „Að standa upp og fara þeg- ar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin,“ voru þeirra eigin orð. Hvort fer hann eða fellur? JÓHANN HAUKSSON útvarpsmaður skrifar „Að standa upp og fara þegar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin af viðkomandi er siður sem þarf að komast inn í íslenska stjórn- málahefð.“ UMRÆÐA 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 1 LAUS ÚR EINANGRUN: SENDUR Í ANNAN SKÓLA Nemandi úr Langholtsskóla hefur verið sendur í Brúarskóla. 2 MAGNAÐ MYNDBAND SÝNIR HÖGGBYLGJUR Magnað mynd- band sem Ómar Ragnarsson tók af eldgosinu í Eyjafjallajökli sýnir kraftinn í gosinu. 3 VORHREINGERNING Í DAUÐA-BELTINU Um tuttugu nepalskir klifurgarpar halda upp á Everestfjall til að taka til. 4 ÓLAFUR RAGNAR VARAR HEIMSBYGGÐINA VIÐ KÖTLUGOSI Forseti Íslands segir gosið nú aðeins sýnishorn af Kötlugosi. 5 VILT ÞÚ 30% LAUNAHÆKKUN? Hægt er að spara mikið á því að selja bílinn sinn. 6 ALMENNINGUR LEGGIST Á EITT OG AÐSTOÐI BÆNDUR Á HAM- FARARSVÆÐUM Njörður Snæland trésmiður vill að fólk aðstoði bændur á hamfarasvæðum. 7 OPIÐ BRÉF VEGNA HAMFARA: JÓHANNA BÚIN AÐ SVARA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur svarað opnu bréfi Esterar Sveinbjarnardóttur frá Ysta-Bæli. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Hilmar Veigar Pétursson tölvunörd.“ Hvað drífur þig áfram? „Að leysa flókin vandamál.“ Hvar ertu uppalinn? „Garðabænum.“ Hvað ertu menntaður? „Tölvunarfræð- ingur frá Háskóla Íslands.“ Hvað varstu gamall þegar þú fékkst fyrstu tölvuna þína? „Ég var átta ára. Það var Sinclair Spectrum og ég bar út Moggann heilt sumar til að hafa efni á henni. Hún kostaði 6.500 krónur í Kaupfélagi Hafnarfjarðar.“ Hvað þýða þessi verðlaun fyrir CCP? „Fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir starfsfólkið sem hefur unnið að þessu hörðum höndum í 13 ár. Svo er alltaf gaman þegar fólk „fattar“ hvað við erum að gera.“ Hvað eru í dag margir áskrifendur að leiknum? „320.000“ Hvert er markmiðið? „Markmið fyrir þetta ár er að ná 400.000 áskrifendum.“ Hvað spila margir Íslendingar? „Það eru 1.400 manns.“ Er leikurinn í stöðugri þróun? „Já, hann er í stöðugri þróun og eykst með hverjum deginum.“ Spilar þú sjálfur EVE Online? „Nei, ég get ekki sagt að ég spili hann en ég logga mig inn til að fylgjast með.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Hvorugt hefur áhrif á mínar áætlanir, ég bara fer í frí.“ HELGI DANÍELSSON 63 ÁRA, KIRKJUVÖRÐUR „Ég held að náttúruhamfarir gætu haft vinninginn.“ BRYNDÍS AXELSDÓTTIR 30 ÁRA, LÖGFRÆÐINEMI „Hamfarir af mannavöldum, það er augljóst.“ ÞÓR SÍMON RAGNARSSON 70 ÁRA, EFTIRLAUNAÞEGI „Hamfarir af mannavöldum.“ RAGNHEIÐUR MJÖLL 36 ÁRA, TÆKNITEIKNARI „Það eru vitanlega hamfarir af manna- völdum.“ KRISTINN BJÖRNSSON 27 ÁRA, KENNARI HVORT TRUFLAR SUMARLEYFI ÞITT MEIRA, NÁTTÚRUHAMFARIR EÐA HAMFARIR AF MANNAVÖLDUM? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR Hryggur Hrafn „Þetta verður allt eyðilagt á endanum,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson þegar ljómyndara bar að garði í gær. Þá höfðu starfsmenn borgarinnar þegar hafist handa við að tæma vatn úr tjörnum sem Hrafn hafði gert í grennd við hús sitt á Laugar- nestanganum. „Gæsin hættir sjálfsagt að koma þegar búið er að þurrka upp tjarnirnar. Ég er alltof sorgmæddur til þess að taka myndir eða skrásetja þetta eitthvað.“ MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.