Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 17
Vikublað 10.–11. september Fréttir Erlent 17 n Þakkar fyrir að vera á lífi n Ný tækifæri eftir óhappið Þ egar 22 ára Ástrali, Ben McMahon, vaknaði eftir að hafa verið meðvitundarlaus í viku komst hann að því að hann gat talað kínversku reiprennandi. Þegar McMahon vakn- aði á sjúkrahúsinu fannst honum hjúkrunarfræðingurinn sem stóð yfir honum vera asískur í útliti og sagði í kjölfarið: „Afsakaðu, en ég er virkilega aumur,“ á kínversku. Hann bað hjúkrunarfræðinginn því næst að rétta sér blað og penna og skrifaði mandarínsku: „Ég elska mömmu mína, ég elska pabba minn, ég mun ná mér.“ Læknar og fjölskylda hans klóruðu sér í höfðinu yfir þessari uppgötvun. Þrátt fyrir að hafa numið kínversku í skóla hafði hann aldrei náð almennilegum tökum á málinu. Ekki meðvituð ákvörðun „Það var ekki meðvituð ákvörðun hjá mér að tala kínversku, mér þótti það hins vegar eðlilegast þegar ég þurfti að tjá mig,“ sagði Mahon um þetta mál í samtali við breska dag- blaðið The Mirror. Það tók Ben tvo til þrjá daga eftir að hann vaknaði úr dái að rifja upp enskuna. Það má segja að þetta hafi verið lán í óláni því fjölmörg tæki- færi hafa fylgt þessari nýfengnu tungumálakunnáttu. Hann hefur til að mynda gerst leiðsögumaður fyrir kínverska ferðamenn í heimabæ sínum og var kynnir í kínverskum sjónvarpsþætti. Núna hefur hann flutt frá heima- borg sinni Melbourne til Sjanghaí í Kína þar sem hann hóf háskóla- nám í viðskiptafræði. Hann segist lánsamur að vera á lífi í dag og tala kínversku. Króatísk stúlka talaði þýsku Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Árið 2010 var greint frá króatískri stúlku sem talaði þýsku þegar hún vaknaði úr dái. Eitthvað sem hún gat ekki áður en hún féll í dá. Mál hennar er ekki ósvipað máli McMahons að því leytinu til að hún hafði skömmu áður hafið þýskunám í skólanum sínum en var ekki farin að tala málið. Kani talaði sænsku Þá var frægt í fyrra þegar Bandaríkja- maðurinn Michael Boatwright fannst meðvitundarlaus á vegahóteli í Kali- forníu. Þegar hann vaknaði úr dái var hann minnislaus en gat talað sænsku. Læknar brugðu á það ráð að fá sænsk- an túlk á svæðið sem gat komið á samskiptum við Michael Boatwright. Boatwright sagðist heita Johan Elk en það var í algjörri mótsögn við öku- skírteini hans og greiðslukort sem voru stíluð á Boatwright. Eftir að gömul kærasta bar kennsl á hann í sjónvarpinu fluttist hann til Evrópu til að reyna að grafast meira fyrir um fortíð sína. Vaknaði með skoskan hreim Fyrr á þessu ári voru fluttar fréttir af hinni kanadísku Sharon Campell- Rayment sem missti meðvitund eftir að hún hlaut þungt höfuðhögg eftir að hafa fallið af hestbaki. Þegar hún vaknaði úr dái talaði hún ekki leng- ur með kanadískum hreim, heldur skoskum. Þetta gerðist þrátt fyrir að þessi fimmtuga kona hefði aldrei komið til Skotlands. Það eru um sextíu þekkt dæmi af fólki sem þjáist af hreimheilkenninu svokallaða. Fyrsta þekkta dæmið af hreim- heilkenninu á rætur sínar að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar þegar norsk kona fékk sprengjubrot í höf- uðið í loftárás með þeim afleiðingum að hún hlaut heilaskaða. Í kjölfarið mælti hún með hnausþykkum þýsk- um hreimi sem varð til þess að henni var úthýst úr samfélaginu árið 1941 enda Þjóðverjar ekki vinsælir á þeim tíma. Eitt þekktasta dæmið er eflaust Sarah Colwill frá Plymouth í Banda- ríkjunum sem vaknaði upp einn morguninn eftir alvarlegt mígrenikast og talaði með kínverskum hreim. n Vaknaði úr dái og talaði kínVersku Kani talaði sænsku Michael Boatwright er Bandaríkjamaður sem var minnislaus eftir að hann vaknaði úr dái í fyrra. Hann þekkti ekki sjálfan sig í spegli og talaði sænsku. Í kjölfarið fluttist hann til Svíþjóðar en fannst látinn á heimili sínu þar í landi fyrr á árinu. Kanadísk með skoskan hreim Sharon Campell-Rayment vaknaði úr dái og talaði með skoskum hreim. Hún er frá Kanada og hefur aldrei til Skotlands komið. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tala tungum þegar þau vakna Þeir sjúklingar sem fjallað er um í greininni eiga það allir sammerkt að mál þeirra breyttist eftir höfuðhögg. Mynd ShuTTErSTOcK Splundraðist í loftinu Vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines sem hrapaði við landamæri Rússlands og Úkraínu í sumar splundraðist þegar fjölmörg málmkennd brot hæfðu hana af gríðarlega miklum krafti. Þetta kemur fram í skýrslu hollenskrar rannsóknarnefnd- ar sem birt var á þriðjudag. Þykja niðurstöðurnar renna stoðum undir þá kenningu að loftvarnareldflaugar hafi grand- að vélinni. 298 manns voru um borð og fórust allir. Ekki er fjall- að neitt um hugsanlega ger- endur í skýrslu nefndarinnar en bæði úkraínsk og bandarísk stjórnvöld hafa sakað rússneska aðskilnaðarsinna í Úkraínu um að hafa skotið vélina niður. Hákarl varð manni að bana Fimmtugur Breti lést eftir að hann varð fyrir árás hákarls und- an ströndum Ástralíu á þriðju- dag. Atvikið átti sér stað á Byron Bay, vinsælli baðströnd í Nýju Suður-Wales. Maðurinn sem lést hét Paul Wilcox en að sögn BBC var hann bitinn í fótlegginn með fyrrgreindum afleiðingum. Vitnum tókst að bjarga honum úr sjónum en þegar sjúkraflutn- ingamenn komu á staðinn var hann látinn. Ákveðið var að loka ströndum í nágrenninu í 24 klukkustundir vegna atviksins. Schumacher kominn heim Þýski ökuþórinn Michael Schumacher, sem slasaðist alvar- lega í skíðaslysi þann 29. des- ember síðastliðinn, er kominn heim til sín til að halda endur- hæfingu sinni áfram. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni fjölskyldunnar á þriðjudag. Schumacher dvaldi á sjúkra- húsi í Grenoble í Frakklandi þar til í júní í sumar er hann var færður til Lausanne í Sviss til að vera nær heimili sínu og fjöl- skyldu sinnar. Í yfirlýsingunni er ekki farið nánar út í heilsufar Schumachers að öðru leyti en því að endurhæfingin muni nú fara fram á heimili hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.