Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 18
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
Innilegar þakkir fyrir þátttökuna
í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar
og stuðning við innanlandsaðstoð.
Við komum gjöfinni þinni í þakklátar
hendur, þangað sem hennar er
virkilega þörf.
www.help.is
Svissneskur franki er 25 krónum
dýrari en hann var á miðvikudag
í síðustu viku. Ástæðan er sú að
svissneski seðlabankinn ákvað
að hætta að halda gjaldmiðlinum
stöðugum gagnvart evru og rauk
gengi frankans upp í kjölfarið.
Seðlabanki Íslands hefur hins
vegar reynt að halda íslensku
krónunni stöðugri gagnvart evru.
Víða í Evrópu hefur hækkun
frankans mikil áhrif á efnahags-
líf. BBC greindi frá því í fyrra-
dag að um 566 þúsund Pólverj-
ar hefðu tekið lán í svissneskum
frönkum. Það væri um 37 prósent
allra húsnæðislána þar. Íbúar
margra fleiri ríkja hafa tekið
lán í svissneskum franka, þar
á meðal Ungverjar, Króatar og
Austurríkismenn.
Áhrifin kunna að hafa einhver
áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í
svari frá Seðlabankanum kemur
fram að þrjú prósent af heildar-
lánum frá erlendum aðilum, þar
með talin bein lán og skulda-
bréfaútgáfur, eru í svissneskum
frönkum. Þá segir jafnframt að
hræringar á erlendum mörkuðum
vegna svissneska frankans hafi
ekki teljandi bein áhrif á efnahag
Seðlabanka Íslands.
„Sá órói sem verið hefur nú í
upphafi árs á erlendum mörk-
uðum gæti hins vegar haft áhrif
á þau kjör sem
innlendum aðil-
um bjóðast á
erlendum mörk-
uðum,“ segir
í svari Seðla-
bankans.
Það kann að
vera að gengis-
breytingin hafi
bein áhrif á
efnahagsreikning einhverra fjár-
málastofnana. Til að mynda nemur
skuld fjármálafyrirtækisins Lýs-
ingar umfram eign í svissnesk-
um frönkum um 1.133 milljónum
króna. Þór Jónsson, upplýsinga-
fulltrúi Lýsingar, bendir þó á að
eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu
milljarðar króna.
Í svari Landsbankans við fyrir-
spurn Fréttablaðsins er vísað í
níu mánaða uppgjör bankans á
árinu 2014 þar sem fram kemur
að eignir bankans umfram skuld-
ir í svissneskum frönkum sam-
svara 354 milljónum króna.
„Þetta er sumsé lág upphæð
og hefur óveruleg áhrif þótt hún
breytist eitthvað,“ segir Kristján
Kristjánsson upplýsingafulltrúi
í svarinu. Eign Íslandsbanka í
frönkum umfram skuld nam 485
milljónum í lok september í fyrra
og hjá Arion banka voru það 97
milljónir.
Þrjú prósent af heildarutan-
ríkisviðskiptum Íslendinga eru
í frönkum og gengisbreytingin
kann að hafa einhver áhrif á inn-
flutning ýmissa vara frá Sviss.
Nærtækast er að nefna innflutn-
ing á lúxusvarningi eins og vönd-
uðum úrum.
„Í hverjum mánuði er ég að
kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú.
Michelsen hjá Michelsen úrsmið-
um á Laugavegi. Hann segir að
hugsanlega muni því verð á vara-
hlutum hækka eitthvað. Hann bíði
þó með hækkanir í lengstu lög.
Frank segir að núna sé
aðalmálið að bíða eftir við-
brögðum Seðlabanka Evr-
ópu og hvernig málin þróist.
jonhakon@frettabladid.is
Búast má við að öll vara
frá Sviss hækki í verði
Gengi svissneska frankans hækkaði um 20 prósent í síðustu viku. Það hefur áhrif á fasteignalán á meginlandi
Evrópu. Sum íslensk fyrirtæki eru með lán í franka. Verð á ýmsum varningi, svo sem gæðaúrum, gæti hækkað.
ROLEX Búast má við því að verð á svissneskum lúxusvarningi á Íslandi og annars
staðar í Evrópu hækki í kjölfar styrkingar frankans. NORDICPHOTOS/AFP
FRANK ÚLFAR
MICHELSEN
Kauphöll Íslands afgreiddi sam-
tals 89 eftirlitsmál á síðasta ári.
Þar af var 15 málum vísað til
Fjármálaeftirlitsins (FME) til
frekari skoðunar. Tveimur málum
var vísað til viðurlaganefndar
Kauphallarinnar til frekari með-
ferðar. Öðru málinu var lokið án
aðgerða en hitt málið verður tekið
fyrir núna í ársbyrjun.
Af málunum 89 afgreiddi Kaup-
höllin 66 mál vegna gruns um
brot á reglum um upplýsingagjöf
félaga á markaði en 23 mál sem
lutu að viðskiptum með verðbréf.
- jhh
Afgreiddu 80 eftirlitsmál:
Kauphöll sendi
15 mál til FME
KAUPHÖLLIN Fleiri mál tengdust
brotum á reglum um upplýsingagjöf en
verðbréfaviðskiptum.
Háskólinn í Reykjavík og Samtök
fyrirtækja í sjávarútvegi standa
saman að keppni sem þeir hafa
ákveðið að kalla Hnakkaþon og fer
fram um helgina.
„Hugmyndin
sprettur upp úr
svipuðum keppn-
um sem oft eru
haldnar í upp-
lýsingatækni og
öðrum greinum.
Þar er þetta kall-
að Hakkaþon,
þar sem hópar
nemenda vinna
að því að leysa mjög krefjandi
viðfangsefni sem eru raunveru-
leg viðfangsefni í samfélaginu og
atvinnulífinu. Þetta er sama hug-
myndin nema þarna erum við að
taka fyrir viðfangsefni sjávar-
útvegsins,“ segir Ari Kristinn
Jónsson, rektor HR, í samtali við
Fréttablaðið.
Keppnin felst í því að hópar
nemenda vinna þverfaglega að því
að koma að öllum þáttum sem þarf
til að selja ferskt sjávarfang frá
Íslandi til austurstrandar Banda-
ríkjanna. Ari Kristinn segir að
það þurfi að horfa til markaðs-
setningar og sölu og allra þátta
í viðskiptunum. Einnig þurfi að
horfa til aðferða og tækni við
hvernig afurðin er meðhöndluð,
pökkuð, kæld og fleira. Þá þurfi
líka að hugsa til þess hvernig
varan sé flutt.
„Markmiðið er annars vegar
að fá nýjar hugmyndir upp á yfir-
borðið og hitt er síðan að vekja
athygli nemenda á hver viðfangs-
efnin í sjávarútvegi eru,“ segir
Ari Kristinn. Þá snúist ferlið um
tækni, viðskipti og flutninga.
Nemendur á öllum brautum HR
taka þátt í keppninni. „Við höfum
gert það alveg skýrt að hóparnir
munu þurfa á þverfaglegri þekk-
ingu að halda. Þeir munu þurfa
að þekkja viðskipta-, markaðs-
og virðisútreikninga. Þeir munu
þurfa lagaþekkingu og síðan
tæknihlutann, kælitækni, flutn-
ingana og fleira,“ segir Ari Krist-
inn.
- jhh
Nemar læra að selja sjávarafurðir til annarra ríkja:
HR með Hnakkaþon
NEMENDUR Í HR Rektor segir að verkefnin sem lögð eru fyrir nemendur í keppn-
inni séu mjög raunhæf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ARI KRISTINN
JÓNSSON
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
7
-0
1
F
8
1
7
F
7
-0
0
B
C
1
7
F
6
-F
F
8
0
1
7
F
6
-F
E
4
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K