Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 54
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
Johnny Depp er ekki hrifinn af
því þegar kvikmyndastjörnur
hefja feril sem tónlistarmenn.
„Mér verður óglatt af tilhugsun-
inni. Ég hef aldrei þolað þetta,“
sagði hinn 51 árs leikari, sem
lék á sínum tíma í söngvamynd-
inni Sweeney Todd. „Ég þoli ekki
þegar þetta gerist. „Komið og
sjáið mig spila á gítar vegna þess
að þið hafið séð mig í tólf mynd-
um.“ Sjálfur hefur Depp farið
upp á svið með gítarinn sinn og
spilað með Oasis, Marilyn Man-
son og Keith Richards en hefur
engan áhuga á tónlistarferli.
„Tónlist er enn hluti af lífi mínu
en þið munuð aldrei heyra í The
Johnny Depp Band. Það verður
aldrei stofnað.“
Ekki áhuga
á tónlistarferli
JOHNNY DEPP Leikarinn hefur engan
áhuga á að hefja tónlistarferil.
NORDICPHOTOS/GETTY
WEDDING RINGER KL. 8 - 10.30
TAKEN 3 KL. 8 - 10.20
PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30
WEDDING RINGER KL. 5.40 - 8 - 10.20
WEDDING RINGER LÚXUS KL. 8 - 10.20
BLACKHAT KL. 8 - 10.25
TAKEN 3 KL. 8 - 10.50
THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 5 - 8
THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 5
PADDINGTON ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
siAMS
TIME
m.a. BESTA MYND ÁRSINS
Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper
5:50
6
10:20
8, 10:15
6, 9
ÆVINTÝRALEGA SKEMMTILEG MYND
FRÁ FRAMLEIÐANDA HARRY POTTER
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Jón Gunnar Geirdal, „plöggari“
og eigandi markaðsfyrirtækisins
Yslands, heldur í fyrsta sinn nám-
skeið í PR, eða samskiptum við
fjölmiðla, 18. febrúar.
„Mér finnst vera mikil þörf á
þessu. Hvort sem það eru fyrir-
tæki eða einstaklingar sem finnst
erfitt að fóta sig í þessu flókna
umhverfi sem eru fjölmiðlar.
Ég er búinn að veltast um í því
umhverfi í tæp 25 ár og sérhæfi
mig í að vekja athygli á verkefn-
um, viðburðum og hverju sem
er,“ segir Jón Gunnar, sem hefur
starfað með fyrirtækjum eins og
til dæmis Ölgerðinni, Pepsi, Nike,
Nova og Tuborg.
Honum til halds og trausts
verður Guðmundur Arnar Guð-
mundsson, markaðsstjóri Nova,
sem einnig kennir markaðsfræði
við Háskólann í Reykjavík. Þeir
munu leggja áherslu á breytt
hlutverk almannatengsla þar sem
netmiðlar og bloggarar hafa mun
meiri skoðanamyndandi áhrif en
áður.
Skráning á námskeiðið er á
slóðinni Online.is/pr-og-sam-
felagsmidlar. - fb
„Plöggari“ með
PR-námskeið
JÓN GUNNAR GEIRDAL Kennir fólki að
fóta sig í flóknu fjölmiðlaumhverfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þarna var verið að bregðast við
þeim aðstæðum sem voru komnar
upp. Þetta er í raun í fyrsta sinn
sem leki er tæklaður á þennan
hátt,“ segir Ásmundur Jónsson
hjá Smekkleysu en áttunda plata
Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulni-
cura, kom út á iTunes í gær eftir
að henni var lekið á netið. Upphaf-
lega átti platan að koma út í mars.
Herbragðið virðist hafa heppn-
ast því platan skaust á toppinn
víða um heim samkvæmt vefsíð-
um sem byggja á rauntímaupp-
lýsingum frá iTunes. Meðal landa
þar sem platan skaust á toppinn
má nefna Bretland, Mexíkó, Hol-
land, Pólland og Rússland. Að
auki var hún í öðru sæti hjá Þjóð-
verjum og Frökkum og í fjórða
sæti í Bandaríkjunum.
„Það að bregðast við leka á
þennan hátt er mjög óvenjulegt
og ég efast um að það hafi verið
reynt áður,“ segir Ásmundur. Um
leið og tónlistin sé komin á netið
byrji aðdáendur að deila henni
sín á milli og séu flestir búnir að
hlusta á plötuna aftur á bak og
áfram áður en hún kemur loks út.
Björk greindi frá tíðindun-
um á heimasíðu sinni. Þar segir
hún meðal annars að platan hafi
í fyrstu einkennst af ástarsorg,
hluti hennar sé saminn fyrir
skilnað og hluti skömmu eftir.
Hún vonast til að lögin geti hjálp-
að fólki sem stendur í þeim spor-
um. Tónlistarmennirnir Arca og
The Haxan Cloak aðstoðuðu Björk
við gerð plötunnar.
Í viðtali við tónlistartímaritið
Pitchfork segir Björk að hún hafi
verið stressuð fyrir plötunni. Á
síðustu plötu, Biophilia, hafi hún
samið um alheiminn en Vulni-
cura sé talsvert venjulegri. Um
tíma hafi hún óttast að hún yrði
of fyrir sjáanleg og leiðinleg.
Þrátt fyrir að stutt sé síðan
platan kom út hafa gagnrýn-
endur tímarita og blaða víða um
heim keppst um að ausa hana lofi.
Alexis Petredis, blaðamaður The
Guardian, segir að Vulnicura sé
mikilvægasta plata Bjarkar síðan
Vespertine kom út árið 2001.
Starfsbræður hans víða um heim
taka í sama streng.
Ásmundur gerir ráð fyrir því
að plötunni verði fylgt eftir með
fjölda tónleika. Nú þegar hefur
verið tilkynnt um sjö tónleika sem
munu fara fram í New York.
Hann er ánægður með viðtök-
urnar sem platan hefur fengið en
skilur lítið í þeim sem leka verk-
um annarra. „Gerð plötunnar tók
mörg ár og það hljóta að liggja
einhverjar annarlegar hvatir að
baki hjá fólki sem gerir svona.“
johannoli@frettabladid.is
Herbragðið skilaði
tilætluðum árangri
Vulnicura, plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út sex vikum fyrr en áætlað var
eft ir að henni var lekið á netið. Útgáfustjóri Smekkleysu segir þetta vera í fyrsta
skipti sem leki er tæklaður á þennan hátt. Platan toppar sölulista iTunes.
Gerð
plötunnar
tók mörg ár
og það hljóta
að liggja
einhverjar
annarlegar
hvatir að baki hjá fólki
sem gerir svona.
Ásmundur Jónsson.
VULNICURA Svona lítur umslag nýjustu plötu Bjarkar út.
Ég er rosalega mikið að reyna að muna nafnið á þessum náunga sem gerði
allt vitlaust í gær. Það er eins og mig
minni að hann eigi bróður sem er alþing-
ismaður. Eða bakari. Ég man það ekki.
Þessi náungi hefur bullað um alls konar
minnihlutahópa undanfarin ár og ver-
andi hvítur karl sem er kominn af besta
skeiði er enginn betur til þess fallinn en
einmitt hann.
ÉG man samt ekki hvað hann heit-
ir. Grani? Guffi Nielsen? Þessu er
algjörlega stolið úr mér. Ég man
samt að hann er hræddasti maður
landsins. Hann er svo hrædd-
ur við homma og múslima að
hann byrjaði að blogga um
það á Moggablogginu áður
en Björn Bjarnason lærði
að kveikja á tölvunni sinni.
Hann er líka með eitthvert
undarlegt steypublæti vegna þess
að hann elskar Reykjavíkurflugvöll
meira en fólk.
ÉG get samt ekki komið fyrir mig
nafninu á þessum manni. Ég sá
mynd af honum og hann leit út fyrir að
hafa troðið upp í sig saltkjöti þangað
til hver einasti dropi af vökva í lík-
ama hans var kyrfilega bundinn. Georg
Njálsson? Nei, ég man þetta ekki. Ein-
hverjar fréttir birtust af heilsuátaki
hans um daginn. Hann hlýtur að hafa
gefist upp á því þegar hann uppgötvaði
að hommar og múslimar ganga óáreittir
um líkamsræktarstöðvar landsins.
HVAÐ heitir þessi maður? Guðjón?
Geir? Ég er ekki að fara að muna þetta.
Ég man bara að hann virtist mjög
hræddur. Og ég skil hann vel. Ég væri
líka hræddur ef ég væri í útrýmingar-
hættu. Þessi náungi tilheyrir nefnilega
stofni af útþöndum frethólkum sem er
hægt og rólega að hverfa af yfirborði
jarðar.
HONUM var sparkað úr mannréttinda-
ráði Reykjavíkurborgar nánast um leið
og hann var skipaður. Það hefði samt
verið þess virði að leyfa honum að taka
einn fund til að sýna honum hversu lítið
erindi hann á í ráð sem fer með málefni
minnihlutahópa.
Tegund í útrýmingarhættu
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
8
-2
0
5
8
1
7
F
8
-1
F
1
C
1
7
F
8
-1
D
E
0
1
7
F
8
-1
C
A
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K