Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 52
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 TÍST #ÁFRAMÍSLAND JAMES BLAKE Radio Silence ÍSLANDSVINAPLÖTUR ÁRSINS 2015 Fjölmargir tónlistarmenn hafa upplýst að nýs efnis sé að vænta frá þeim á árinu og er gróska í tónlistarheiminum mikil. Þeirra á meðal er fj öldinn allur sem spilað hefur hér á landi. Fréttablaðið tók saman lista yfi r tíu spennandi plötur Íslandsvina sem koma út 2015. MODEST MOUSE Strangers to Ourselves Bandaríska sveitin Modest Mouse spilaði á tónleikum á Gauki á Stöng árið 2001. Þar sem sveitin þurfti að ná flugi heim um nóttina hitaði hún upp fyrir sjálfa sig og Maus fylgdi svo í kjölfarið. Platan kemur út í mars og verður sjötta hljóðversplata sveitarinnar. DURAN DURAN Ónefnd Fjórtánda breiðskífa Duran Duran kemur út á árinu. Platan hefur enn ekki hlotið nafn eða útgáfudagur verið gefinn upp. Simon Le Bon og fé- lagar hafa að undanförnu unnið að plötunni ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson. 11.000 manns sáu Duran Duran spila í Egilshöll í lok júní 2005. BOB DYLAN Shadows in the Night Tónlistarferill Bobs Dylan spannar tæplega sextíu ár og verður platan í ár sú 36. í röðinni. Á henni mun hann leika lög sem aðrir tón- listarmenn gerðu fræg, meðal annars Frank Sinatra. Dylan hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 1990 og aðra árið 2008. VAN MORRISON Ónefnd Norður-Írinn, sem verður sjötugur á árinu, hélt tónleika hérlendis í októbermánuði 2004 sem þóttu takast frábærlega. Flestir gagnrýnendur gáfu þeim fullt hús stjarna. Platan í ár verður sú 35. í röðinni en fengist hefur staðfest að hennar sé að vænta fyrrihluta ársins. BEACH HOUSE Ónefnd Dúettinn frá Maryland í Bandaríkjun- um lék hér á landi á Iceland Airwaves- hátíðinni árið 2011. Ári síðar kom platan Bloom út sem var af mörgum talin besta plata ársins. Talsverð leynd hvílir yfir fimmtu plötu sveitarinnar en upptökur á plötunni hafa staðið yfir síðan síðla árs í fyrra. DEAFHEAVEN Ónefnd Blackmetal-sveitin var stofnuð árið 2010 og hefur gefið út tvær skífur. Sú síðari, Sunbather, hlaut nær einróma lof spekúlanta. Ný plata frá sveitinni er væntanleg um miðbik ársins. Form- lega telst sveitin ekki enn Íslandsvinur en drengirnir leika á All Tomorrow’s Parties sem fram fer í sumar. PURITY RING Another Eternity Kanadíski rafdúettinn lék í Lista- safninu á Iceland Airwaves árið 2012 skömmu eftir að frumburður sveitarinnar, Shrines, leit dagsins ljós. Another Eternity kemur út í byrjun mars og hafa tvö lög hennar, Begin Again og Push Pull, þegar komið út. OF MONTREAL Aureate Gloom Of Montreal fagnar tuttugu ára starfsafmæli á næsta ári og þegar Aureate Gloom kemur út í mars verða plöturnar orðnar þrettán. Mannabreytingar í sveitinni eru tíðar og hleypur fjöldi meðlima í gegnum tíðina á tugum. Árið 2007 lék sveitin á Iceland Airwaves. THE PRODIGY The Day Is My Enemy The Prodigy er ein af þeim erlendu sveitum sem komið hafa hvað oftast til Íslands. Sveitin spilaði í Kaplakrika 1994, á útihátíðinni Uxa 1995 og í Laugardalshöll áður en öldin rann sitt skeið. Sjötta skífa sveitarinnar er á leiðinni en sex ár eru síðan Invaders Must Die kom út. 1 2 3 4 6 7 8 9 1 0 5 Þriðja plata hins breska James Blake er væntanleg á árinu. Samnefnd fyrsta plata kappans kom út árið 2011 og var fylgt eftir með útkomu Overgrown árið 2013. Sama ár spilaði Blake á Sónarhátíðinni í Reykjavík. Ekki er vitað hvenær árs platan er væntanleg en upplýst var á BBC Radio 1 að hún hefði hlotið nafnið Radio Silence. Svali Kaldalons @svalik Þetta var bara of mikið fyrir mann á mínum aldri. #aframIsland Teitur Örlygsson @teitur11 Dómaraparið dæmdi rétt tvisvar allan leikinn heyrðist mér og sýndist, er það ekki eitthvað met? #handkast #áframísland Arnor Gunnarsson @ArnorGunnarsson Þurfum að nota það jákvæða og halda áfram! #ÁframÍsland Björgvin Gústavsson @BjoggiGustavs Drulluðum... Sorry með okkur! Nú er bara að rífa sig upp, verða betri með hverjum leiknum og toppa á rèttum tíma! Áfram Ísland! Aron Gunnarsson @AronGunnarsson1 Ekki nógu gott en áfram gakk! Svíar sterkir #aframísland LÍFIÐ 22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 7 -5 A D 8 1 7 F 7 -5 9 9 C 1 7 F 7 -5 8 6 0 1 7 F 7 -5 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.