Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 8
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 (2.120.968 kr. án vsk) GRIKKLAND Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun rík- isskulda. „Stjórn SYRIZA mun virða skuld- bindingar Grikklands, sem aðildar- ríkis evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmark- mið,“ sagði Tsipras í grein sem birt- ist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórn- valda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelld- um lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir ynnu hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. SYRIZA er spáð stórsigri í þing- kosningum um helgina, og er vel- gengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð SYRIZA hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniður- fellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningj- ar félaga okkar í Evrópusamband- inu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósentum af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugar. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri- flokksins Nýs lýðræðis, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 pró- sentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en SYRIZA getur reikn- að með að fá 35 prósent, standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. gudsteinn@frettabladid.is Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Vinstri flokknum SYRIZA er spáð stórsigri í grísku þingkosningunum á sunnudag. SYRIZA hefur staðið hart á móti aðhaldsaðgerðum, en leiðtogi flokksins dró eitt- hvað í land í gær og lofar að standa við skuldbindingar gagnvart evrusvæðinu. KOSNINGAR Í NÁND Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAG Áhugi á því að stofna lífsskoðunarfélög hefur aukist, þó einungis eitt félag, Siðmennt, sé skráð sem slíkt hjá Hagstofunni. Halldór Þormar Halldórsson, sem annast skráningu þessara félaga á starfsstöð sýslumanns Norðurlands eystra á Siglufirði, segir að tvö formleg erindi séu í vinnslu hjá embættinu. Áhugi almennings á stofnun slíkra félaga er þó mikill og fyrirspurn- um um umsóknarferli og viðmið hafi fjölgað mjög hjá embættinu. Lögum um trúar- og lífsskoð- unarfélög var breytt árið 2013 og ákvæðum um viðurkenningu á lífsskoðunarfélögum bætt við. Til þess að verða skráð lífs- skoðunarfélag þarf félagið að byggja á veraldlegum lífsskoð- unum, miða starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mann- rækt auk þess sem félagið þarf að hafa náð fótfestu og meðlimir þess að vera fleiri en 25 lögráða einstaklingar. Erindi væntanlegra lífsskoðun- arfélaga fara fyrir sérstaka nefnd sem innanríkisráðherra skipar úr nokkrum deild- u m H á skól a Íslands. Hljóti félag skráningu er því skylt að sjá um tilteknar athafnir eins og útfarir, gifting- ar, skírnir og fermingar. Samfara þess- ari þróun hefur þeim sem skrá sig utan trúfélaga fjölgað mikið milli ára, voru 10.336 árið 2010 en 17.218 árið 2014. Hópurinn sem gefur sig upp sem ótilgreindan eða í öðru trúfélagi en þeim sem eru á skrá Hagstofunnar hefur hins vegar verið nokkuð stór lengi, í honum voru 19.647 árið 2010 en 20.959 árið 2014. Þannig standa í dag um 40 þús- und Íslendingar utan trú- eða lífs- skoðunarfélaga eða þá að það sem þeir aðhyllast hefur ekki hlot- ið skráningu. Þá hefur trúfélög- um fjölgað mikið frá árinu 2010 þegar 27 slík félög voru á skrá en í dag eru þau 45. - hkh Veraldlegum lífsskoðunarfélögum gæti fjölgað: Aukinn áhugi fyrir lífsskoðunarfélögum HALLDÓR Þ. HALLDÓRSSON MARGIR UTAN TRÚFÉLAGA Alls eru 45 skráð trúfélög á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 8 -D 2 1 8 1 7 F 8 -D 0 D C 1 7 F 8 -C F A 0 1 7 F 8 -C E 6 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.