Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 31
Kynningarblað Inkasso, dk hugbúnaður, PwC og KPMG
ENDURSKOÐUN
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
&BÓKHALD
Inkasso er framsækið inn-heimtufyrirtæki sem sinn-ir innheimtu fyrir mörg af
stærstu fyrirtækjum landsins,
stofnanir og einstaklinga. Fyrir-
tækið var stofnað árið 2010 og
hefur á skömmum tíma þróast
úr litlu og lítt þekktu innheimtu-
fyrirtæki yfir í eitt af stærri inn-
heimtufyrirtækjum lands-
ins. Inkasso skipti um eigend-
ur í lok árs 2012 og féll í kjölfarið
undir eftirlit Fjármálaeftirlits-
ins (FME).
Georg Andersen tók við sem
framkvæmdastjóri um áramót-
in eftir að hafa gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra móðurfélags In-
kasso allt síðasta ár. Hann segir
að frá því Inkasso tók til starfa
vorið 2010 hafi áherslan allt-
af verið á að bjóða upp á fram-
úrskarandi þjónustu sem væri
gjaldfrjáls fyrir viðskiptavini en
um leið sveigjanleg fyrir greið-
endur krafnanna.
„Innheimtukostnaður fyrir-
tækja getur verið hár og er oft
umdeilanlegur. Nálgun Inkasso í
innheimtu hefur verið önnur en
hjá öðrum í sambærilegri starf-
semi. Bæði er gjaldskrá okkar
lægri en almennt gerist auk þess
sem fyrirtækið hefur haft það að
leiðarljósi að reyna að skilja að-
stæður ólíkra skuldara og að
koma til móts við þá eins og hægt
er þegar við á.“
Í dag nýta um tvö þúsund við-
skiptavinir þjónustu Inkasso og
velta og umfang viðskipta eykst
jafnt og þétt að sögn Georgs. „Það
má segja að Inkasso setji mann-
legri svip á innheimtu en aðrir.
Það er hluti af hagkerfi okkar Ís-
lendinga að fólk og fyrirtæki eigi
í lánsviðskiptum þannig að vara
og þjónusta séu seld út í reikn-
ing. Það er líka hluti af samfé-
lagi okkar að þeir sem fá lánað
geta ekki alltaf staðið í skil-
um. Því er það sjálfsagður hlut-
ur að kröfuhafi geti leitað rétt-
ar síns og fengið aðstoð við inn-
heimtu. Auðvitað verður að fara
varlega í sakirnar og ekki fara of-
fari í innheimtu. Það getur í raun
haft þveröfug áhrif og niðurstað-
an um leið verið neikvæð fyrir
kröfuhafann þannig að skuldin
hreinlega innheimtist ekki. Þess
vegna hefur nálgun okkar borið
svo góðan árangur því við leitum
leiða til að ná árangri í samvinnu
við skuldarann.“
Annað sem einkennir Inkasso
að sögn Georgs er sá hugbúnað-
ur sem fyrirtækið notast við og
það hugbúnaðarviðmót sem við-
skiptavinir fyrirtækisins notast
við. „Félagið þróaðist upp úr hug-
búnaðarfyrirtæki á sínum tíma
og þar liggur einn helsti styrkur
þess. Hugbúnaðarlausnir félags-
ins sem það býður viðskiptavin-
um sínum eru því virkilega góðar
og notendavænar. Til viðbót-
ar við þetta hefur Inkasso hafið
samstarf við systurfyrirtæki sitt
Faktoria um skammtímafjár-
mögnun til viðskiptavina okkar
með veði í skammtímaskuldum
þeirra. Þetta er nýjung á markaði
sem hefur reynst mörgum fyrir-
tækjum gott tæki til að sjóðstýr-
ingar.“
Um tuttugu starfsmenn starfa
hjá Inkasso en fyrirtækið er með
tvær starfsstöðvar; í Reykjavík og
á Siglufirði, þar sem þjónustuver
er staðsett.
Allar nánari upplýsingar um
Inkasso og þjónustu þess má
finna á www.inkasso.is.
Rétt nálgun ber góðan árangur
Á skömmum tíma hefur Inkasso vaxið úr litlu innheimtufyrirtæki í eitt af þeim stærri hérlendis. Fyrirtækið þjónustar mörg af stærri
fyrirtækjum landsins auk fjölda stofnana og einstaklinga. Inkasso hefur alla tíð lagt megináherslu á að bjóða framúrskarandi þjónustu.
Inkasso hóf starfssemi árið 2010 og hefur alltaf lagt áherslu á
framúrskarandi þjónustu.
Í dag nýta um tvö þúsund viðskiptavinir þjónustu Inkasso og
umfang viðskipta eykst jafnt og þétt.
„Nálgun Inkasso í
innheimtu hefur verið
önnur en hjá öðrum í
sambærilegri starfsemi,“
segir Georg Andersen,
framkvæmdastjóri
Inkasso.
MYNDIR/GVA
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
44
14
9
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
7
-0
1
F
8
1
7
F
7
-0
0
B
C
1
7
F
6
-F
F
8
0
1
7
F
6
-F
E
4
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K