Fréttablaðið - 22.01.2015, Síða 52

Fréttablaðið - 22.01.2015, Síða 52
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 TÍST #ÁFRAMÍSLAND JAMES BLAKE Radio Silence ÍSLANDSVINAPLÖTUR ÁRSINS 2015 Fjölmargir tónlistarmenn hafa upplýst að nýs efnis sé að vænta frá þeim á árinu og er gróska í tónlistarheiminum mikil. Þeirra á meðal er fj öldinn allur sem spilað hefur hér á landi. Fréttablaðið tók saman lista yfi r tíu spennandi plötur Íslandsvina sem koma út 2015. MODEST MOUSE Strangers to Ourselves Bandaríska sveitin Modest Mouse spilaði á tónleikum á Gauki á Stöng árið 2001. Þar sem sveitin þurfti að ná flugi heim um nóttina hitaði hún upp fyrir sjálfa sig og Maus fylgdi svo í kjölfarið. Platan kemur út í mars og verður sjötta hljóðversplata sveitarinnar. DURAN DURAN Ónefnd Fjórtánda breiðskífa Duran Duran kemur út á árinu. Platan hefur enn ekki hlotið nafn eða útgáfudagur verið gefinn upp. Simon Le Bon og fé- lagar hafa að undanförnu unnið að plötunni ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson. 11.000 manns sáu Duran Duran spila í Egilshöll í lok júní 2005. BOB DYLAN Shadows in the Night Tónlistarferill Bobs Dylan spannar tæplega sextíu ár og verður platan í ár sú 36. í röðinni. Á henni mun hann leika lög sem aðrir tón- listarmenn gerðu fræg, meðal annars Frank Sinatra. Dylan hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 1990 og aðra árið 2008. VAN MORRISON Ónefnd Norður-Írinn, sem verður sjötugur á árinu, hélt tónleika hérlendis í októbermánuði 2004 sem þóttu takast frábærlega. Flestir gagnrýnendur gáfu þeim fullt hús stjarna. Platan í ár verður sú 35. í röðinni en fengist hefur staðfest að hennar sé að vænta fyrrihluta ársins. BEACH HOUSE Ónefnd Dúettinn frá Maryland í Bandaríkjun- um lék hér á landi á Iceland Airwaves- hátíðinni árið 2011. Ári síðar kom platan Bloom út sem var af mörgum talin besta plata ársins. Talsverð leynd hvílir yfir fimmtu plötu sveitarinnar en upptökur á plötunni hafa staðið yfir síðan síðla árs í fyrra. DEAFHEAVEN Ónefnd Blackmetal-sveitin var stofnuð árið 2010 og hefur gefið út tvær skífur. Sú síðari, Sunbather, hlaut nær einróma lof spekúlanta. Ný plata frá sveitinni er væntanleg um miðbik ársins. Form- lega telst sveitin ekki enn Íslandsvinur en drengirnir leika á All Tomorrow’s Parties sem fram fer í sumar. PURITY RING Another Eternity Kanadíski rafdúettinn lék í Lista- safninu á Iceland Airwaves árið 2012 skömmu eftir að frumburður sveitarinnar, Shrines, leit dagsins ljós. Another Eternity kemur út í byrjun mars og hafa tvö lög hennar, Begin Again og Push Pull, þegar komið út. OF MONTREAL Aureate Gloom Of Montreal fagnar tuttugu ára starfsafmæli á næsta ári og þegar Aureate Gloom kemur út í mars verða plöturnar orðnar þrettán. Mannabreytingar í sveitinni eru tíðar og hleypur fjöldi meðlima í gegnum tíðina á tugum. Árið 2007 lék sveitin á Iceland Airwaves. THE PRODIGY The Day Is My Enemy The Prodigy er ein af þeim erlendu sveitum sem komið hafa hvað oftast til Íslands. Sveitin spilaði í Kaplakrika 1994, á útihátíðinni Uxa 1995 og í Laugardalshöll áður en öldin rann sitt skeið. Sjötta skífa sveitarinnar er á leiðinni en sex ár eru síðan Invaders Must Die kom út. 1 2 3 4 6 7 8 9 1 0 5 Þriðja plata hins breska James Blake er væntanleg á árinu. Samnefnd fyrsta plata kappans kom út árið 2011 og var fylgt eftir með útkomu Overgrown árið 2013. Sama ár spilaði Blake á Sónarhátíðinni í Reykjavík. Ekki er vitað hvenær árs platan er væntanleg en upplýst var á BBC Radio 1 að hún hefði hlotið nafnið Radio Silence. Svali Kaldalons @svalik Þetta var bara of mikið fyrir mann á mínum aldri. #aframIsland Teitur Örlygsson @teitur11 Dómaraparið dæmdi rétt tvisvar allan leikinn heyrðist mér og sýndist, er það ekki eitthvað met? #handkast #áframísland Arnor Gunnarsson @ArnorGunnarsson Þurfum að nota það jákvæða og halda áfram! #ÁframÍsland Björgvin Gústavsson @BjoggiGustavs Drulluðum... Sorry með okkur! Nú er bara að rífa sig upp, verða betri með hverjum leiknum og toppa á rèttum tíma! Áfram Ísland! Aron Gunnarsson @AronGunnarsson1 Ekki nógu gott en áfram gakk! Svíar sterkir #aframísland LÍFIÐ 22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 7 -5 A D 8 1 7 F 7 -5 9 9 C 1 7 F 7 -5 8 6 0 1 7 F 7 -5 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.