Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Síða 6
6 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur Uppsagnir í utanríkisráðuneyti n Starfsfólki fækkað í þýðingarmiðstöð vegna hlés á aðildarviðræðum S tarfsfólki í þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum vegna hlés á viðræðum við Evrópu­ sambandið. Utanríkisráðuneytið vill ekki tjá sig enn sem komið er um hve mörg stöðugildi voru lögð niður við niðurskurðinn. Að sögn er mikil eftirsjá að starfsmönnunum. „Þegar við byrjuðum viðræð­ urnar árið 2009 þá var ákveðið að það yrðu engar nýráðningar held­ ur yrði notast við starfsmenn inn­ an stjórnsýslunnar. Það var ekki hægt að gera það þannig varðandi þýðingarnar, því umfang lagatexta Evrópusambandsins er gríðarlega mikið og því varð að bæta við fólki þar,“ segir Þurý Björk Björgvins­ dóttir, staðgengill fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. „Það var þýðingarhali fyrir, upp­ safnaður hali af reglum tengdum evrópska efnahagssvæðisins sem lá fyrir að þurfti þýða, alveg óháð aðildarviðræðunum. Auk þess þurfti að þýða heilmikið af reglum Evrópusambandsins,“ segir hún. Ljóst hafi verið frá upphafi að um tímabundið átaksverkefni væri að ræða. Þingið hafi veitt við­ bótarfjárheimild, tímabundið, til að standa straum af kostnaðinum. Þær heimildir séu búnar og nú hafi verið gert hlé á aðildarviðræðun­ um. „Þá varð ljóst mjög fljótlega að rekstrarumfang þýðingarmiðstöðv­ arinnar þyrfti að fara aftur í það horf sem það var fyrir aðildarum­ sóknina. Í því felst að fækka þurfti starfsmönnum þýðingarmiðstöðv­ arinnar,“ segir Þurý. n Pólland 21.–28. september 2013  Varsjá  Úlfsgreni Adolfs Hitlers  Evrópuprumskógurinn soguferdir@soguferdir.is - S: 564 30 31 Við gerum góða ferð saman! Þ að sem við erum að velta fyrir okkur er með hvaða hætti við getum forðast hringamyndun á Íslandi, samdrátt á eignarhaldi á fyrirtækjum. Í sinni ljótustu mynd getur slíkur samdráttur leitt til þess að fyrirtæki innan ákveðinna geira fari að eiga nær alfarið í viðskiptum innbyrðis. Frá hruninu höfum við horft mikið á bankana í þessu sam­ hengi og má segja að sömu sjón­ armið eigi við að hluta um lífeyris­ sjóðina,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að­ spurður hvaða augum Samkeppnis­ eftirlitið lítur uppkaup lífeyrissjóða á fyrirtækjum á Íslandi. Líkt og komið hefur fram í fjöl­ miðlum, meðal annars DV, eiga líf­ eyrissjóðirnir nú beint eða óbeint um helming allra hlutabréfa fyrir­ tækja sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðnum, meðal annars í Högum. Lífeyrissjóðirnir eiga bæði hlutabréf beint og einnig óbeint í gegnum Framtakssjóð Ís­ lands, meðal annars Icelandic Group. Ekkert lát er á uppkaupum lífeyrissjóðanna á hlutabréfum ís­ lenskra fyrirtækja og eru sjóðirnir meðal annars að velta fyrir sér uppkaupum á olíufélaginu Skelj­ ungi og nokkrum fyrirtækjum inn­ an Norvik­samstæðunnar í gegnum fjárfestasjóðinn Stefni sem er í eigu Arion banka. Þá hefur DV einnig sagt af því fréttir síðustu vikurnar að lífeyrissjóðirnir hafi keypt upp fasteignir, meðal annars húsnæði Heilsugæslunnar í Glæsibæ og eignir sem hýsa sendiráð Breta og Þjóðverja hér á landi. Ef svo fer sem horfir mun eignarhald lífeyrissjóð­ anna á fyrirtækjum í atvinnulífinu bara halda áfram að aukast á næst­ unni. Staða lífeyrissjóðanna Mikil umræða hefur verið um aukin umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku atvinnulífi. Ástæða þessara auknu fjárfestinga er meðal annars sú að lífeyrissjóðirnir eiga fjármuni sem þeir þurfa að ávaxta fyrir hönd sjóð­ félaga og sökum efnahagshrunsins þá eru miklu færri fjárfestar um hituna en áður. Lífeyrissjóðirnir eru því í þeirri stöðu að það eru tiltölu­ lega fáir aðilar á markaði sem hafa getu til að kaupa dýr fyrirtæki og stór, eins og til lungann úr Norvik­ veldi Jóns Helga Guðmundssonar sem er bókfært á um 30 milljarða króna. Mörg þessara fyrirtækja sem eru til sölu eru skuldsett og komin í hendur fjármálafyrirtækja sem hafa fengið þau tilmæli frá Samkeppnis­ eftirlitinu að ekki sé æskilegt að bankar séu mjög umsvifamiklir í atvinnulífinu og því er söluvilji í bönkunum. Því er bæði söluvilji í bönkunum og kaupvilji hjá lífeyris­ sjóðunum og fákeppnin á mark­ aðnum leiðir til þess að þeir eru í kjörstöðu til slíkra uppkaupa. Samkvæmt skýrslu um sam­ keppnisumhverfið sem Sam­ keppniseftirlitið vann á 120 mikil­ vægum fyrirtækjum í atvinnulífinu eiga bankarnir um og yfir 50 prósent allra fyrirtækja á Íslandi með bein­ um og óbeinum hætti. „Við höfum sett bönkum skilyrði til að þeir eigi ekki í mikilvægum atvinnufyrir­ tækjum til lengri tíma.“ Líkt og Gunnar Páll segir þá eiga sömu rök við um lífeyrissjóðina en lendingin hefur oft verið sú að sjóðirnir hafa keypt verðmætar eignir af bönkun­ um, til dæmis þegar Framtakssjóður Íslands keypti Vestia af Landsbank­ anum á sínum tíma. Staðan sem Páll Gunnar lýsir er því á þá leið að fyrirtæki sem ekki er talið æskilegt að eigi mikið magn at­ vinnufyrirtækja – bankarnir – selja þau tíðum til annarra aðila – líf­ eyrissjóðanna – sem ekki er heldur talið æskilegt að séu of stórtækir í atvinnulífinu. Samt er þetta þróun eftir því sem bankarnir verða stærri í atvinnulífinu og selja fleiri fyrir­ tæki frá sér, oft til lífeyrissjóðanna. Ekki áhyggjufullir en … Páll Gunnar segir að Samkeppnis­ eftirlitið sé að vinna aðra skýrslu um eignarhald þessara 120 fyrir­ tækja og segir forstjórinn að umsvif lífeyrissjóðanna verði hluti af þeirri úttekt. Hann segir að skýrslan verði tilbúin í september. „Við höfum lýst þeirri skoðun að það sé áhyggjuefni að lífeyrissjóðirnir gangi of mikið í takt í sínum fjárfestingum, eins og til dæmis í gegnum Framtakssjóðinn. Við erum áfram að fylgjast með og höfum auga með því hvernig eignarhaldið á fyrirtækjunum þró­ ast. Við sjáum að lífeyrissjóðirnir eru að auka vægi sitt í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum. […] Lífeyris­ sjóðirnir standa beint eða óbeint á bak við stóran hluta veltu fyrir­ tækja á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir eru auðvitað í vanda staddir af því þeir þurfa að fjárfesta einhvers staðar.“ Hann segir að ofmælt sé að segja að Samkeppniseftirlitið hafi áhyggj­ ur af umfangi lífeyrissjóðanna í at­ vinnulífinu: „Ég veit ekki hvort ég myndi segja að við höfum áhyggjur af eignarhaldi lífeyrissjóðanna en við teljum að það þurfi að fylgjast vel með þessari þróun.“ n „Lífeyrissjóðirnir eru auðvitað í vanda“ n Samkeppniseftirlitið fylgist vel með þróun á eignarhaldi fyrirtækja Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við sjáum að lífeyrissjóðirnir eru að auka vægi sitt í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum Fylgjast vel með Páll Gunnar Pálsson segir Samkeppniseftirlitið fylgjast vel með þróun eignarhalds fyrirtækja. Mynd SaMkEppniSEFtirlit Þýðingarhalli Fyrir aðildarviðræður var lagatexti búinn að safnast saman hjá ráðuneytinu óþýddur. Þagnarskylda ekki ofar barna- verndarlögum Prestar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi mega ekki greina frá of­ beldi gegn börnum fái þeir upp­ lýsingar um það í gegnum játn­ ingar einstaklinga í skriftarstól. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá nýjum viðmiðunarreglum kaþ­ ólsku kirkjunnar á Íslandi í kvöld­ fréttum sínum á sunnudag en þar er starfsmönnum kirkjunnar gert að láta barnaverndaryfirvöld vita um ofbeldi gegn börnum sem þeir kunna að fá vitneskju um. Samkvæmt þessu nýju regl­ um gerir þagnarskylda prestum í skriftarstól þeim óheimilt að greina frá upplýsingum um of­ beldi sem þeir fá við skriftir. Lög­ maður barnaverndarstofu segir þetta ekki leyfilegt því barnar­ verndarlög kveði á um að þagnar­ skylda lækna, presta og kennara eigi ekki að koma í veg fyrir að þeir tilkynni um ofbeldi. Mynd róbErt rEyniSSon / dV Fleiri konur í stjórnum Á sunnudag tóku gildi lög um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða sem gera ráð fyrir að konur skipi 40 prósent stjórn­ arsæta. Fréttastofa Ríkisútvarps­ ins greindi frá þessu á vef sínum en þar kom fram að konum hefur fjölgað í stjórnum um 2.000 frá ár­ inu 2009 en þá var ráðist í átak til að fjölga konum í stjórnum. Fyrirtæki hafa frest til ársloka til að uppfylla ákvæði um hlutföll kvenna í stjórnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.