Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 10
Á leiðinni heim n Rætt við tvo fyrrverandi fanga sem fengu hjálp á Litla hrauni n „Það sem gerist á ganginum, er á ganginum“ É g óska engum að vera á þeim stað sem ég var,“ segir fyrrver- andi fangi á Litla-Hrauni sem fékk góðan bata á meðferðar- gangi fangelsins. Jón Ingi Jóns- son meðferðarfulltrúi á ganginum segir alla þá sem rata af leið eiga von. „Í neyslu slokknar á tilfinningum og það tekur stundum langan tíma fyr- ir strákana að finna aftur til. En þegar það gerist þá er von.“ Blaðamaður DV ræddi við tvo fyrr- verandi fanga sem hefur tekist að snúa við blaðinu. Þeir eru mislangt á veg komnir. En báðir segjast þeir vera á leiðinni heim. Um 70% íslenskra fanga, sem hafa setið í fangelsi undanfarin ár frömdu afbrot sín undir áhrifum vímuefna að eigin sögn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Boga Ragnarssonar dokt- orsnema í félagsfræði við Háskóla Ís- lands. Báðir fangarnir sem DV ræddi við brutu af sér undir áhrifum. Báð- ir voru dæmdir fyrir glæp sinn og af- plánuðu dóminn á á Litla-Hrauni. Þeir fengu hjálp við að losa sig við fíknina á meðferðarganginum og annar þeirra fór svo á áfangaheimil- ið Vernd. Smeykur vegna atvinnuviðtals „Ég er að fara að sækja um vinnu í næstu viku, er í lagi að ég komi ekki fram undir nafni,“ segir annar þeirra fyrrverandi fanga sem blaðamaður ræðir við. „Takk. Það spyrja ekki allir spurn- inga um fortíðina, en langar eyður í ferilskránni gefa ýmislegt til kynna,“ segir hann og nýr saman höndum. „Ég sef ekki vel,“ segir hann. „Ég er alltaf að hugsa um hvað ég segi í at- vinnuviðtalinu og hvernig ég svara spurningum um fangelsisvist. Það er óskhyggja í mér að halda að ég þurfi ekki að ræða þetta.“ Byrjaði að drekka 11 ára Hann á heima í miðbænum í lítilli kjallaraíbúð. Æðruleysisbænin er á segli á ísskápnum og barnateikning af prinsessu og stórum tröllkarli. „Má bjóða þér kaffi eða eitthvað? Ég drekk voðalega mikið kaffi, og er þér sama þótt ég reyki?“ spyr hann þótt hann sé reyndar löngu búinn að kveikja sér í sígarettu. „Ég hóf af alvöru að vinna í sjálf- um mér á meðferðarganginum á Litla-Hrauni. Ég var ellefu ára þegar ég byrjaði að fikta með áfengi. Pabbi rétti mér bara glasið. Þrettán ára var ég farinn að prófa ýmislegt annað og fimmtán ára var ég fyrst handtekinn. Ég afplánaði fyrsta dóminn 19 ára gamall og var inn og út bæði af fang- elsum og geðdeildum næstu 10 árin. Ég rankaði ekki við mér fyrr en ég var kominn yfir þrítugt. Þá var partíið ansi mikið búið.“ Sá skýrt Hvað varð til þess að hann rankaði við sér? „Ég hafði auðvitað margoft vorkennt mér og langað til að deyja. Kútvelst um af vanlíðan. Ég hélt að það væri að finna til. En svo þegar ég komst að því hvað það er raunveru- lega að finna til. Að sjá samhengið í þessu öllu saman. Þá rankaði ég við mér. Ég sá allt skýrt. Skýrara meira segja en á góðu rússi,“ segir hann og hlær. Átti aldrei sjéns „Tja, ég fór að sjá strákinn mig í öðru ljósi. Ég þurfti sem fullorðinn maður að rekja mig aftur til barnæsku. Vera mitt eigið foreldri. Segja mér í hljóði þá hluti sem ég þurfti nauðsynlega á að halda að heyra þegar ég var lít- ill. Það var hrikalega sárt að sjá allt í einu að ég var ekki eðlilegur dreng- ur. Ég átti aldrei séns. Ég var með athyglisbrest og ofvirkni sem var ekki greind fyrr en á fullorðinsárum. Ég var alltaf búinn að gera eitthvað áður en ég vissi hvað það var sem ég gerði. Slá einhvern, segja eitthvað, gera eitthvað. Ég hef verið á flótta undan sjálfum mér síðan ég var lítill. Hræddur við sjálfan mig í samfélagi við aðra.“ Leiðinlegt að ljúga Á meðferðarganginum segist hann hafa þurft að tala um tilfinningar sín- ar. Var það erfitt? „Já. Það var erfitt. Til að byrja með þá laug ég þegar ég vildi flýja sjálfa mig. Flóttaviðbragðið er sterkt. En það er nú ekki hægt að flýja neitt þessa stráka. Við erum þarna allir fastir saman og þekkjum lygar hvers annars út í gegn. Auðvitað – því þær eru allar eins. Það verður því fljótt leiðinlegt. Um leið og maður fer að segja satt, þá fer að vakna eitthvað nýtt til lífsins. Satt best að segja þá er þetta nýja svo áhugavert að mann langar að halda áfram. Vonandi ekki fíkn,“ segir hann og hlær. „Enn önn- ur fíknin kannski bara.“ Hann seg- ist nota hugtakið að vera á leiðinni heim. Ég lærði þetta á Vernd, áfanga- heimili. Þar fékk ég mikla og góða hjálp. Kom mér í rútínu sem hafði góð áhrif á mig. Alla sem hafa brot- ið af sér, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, langar bara aftur heim.“ „Ég féll og klikkaði og allt það“ „Það hefur ekki verið einfalt að snúa til baka,“ viðurkennir hinn fyrrver- andi fanginn sem samþykkir að ræða stuttlega við blaðamann um reynslu sína. Hann vill ekki hitta blaðamann. Kýs að ræða við hann í síma. „Það er ekkert einfalt að snúa aftur eftir nokkurra ára afplánun. Ég var reyndar stutt inni síðast. Að- eins nokkra mánuði. En tíminn virt- ist heil eilífð af því ég hafði brugðist. Ég féll og klikkaði og allt það. En nú er ég búinn að vera edrú í fjögur ár og gengur vel. Það getur tekið langan tíma fyrir fólk að ná árangri í með- ferð. Nú er ég einn af þeim. Ég losnaði í miðri kreppu. Það var eitthvað,“ segir hann og brosir. Hann á tvö börn, hvort með sinni konunni. „Ég fæ að hitta dóttur mína aðra hvora helgi en yngri son minn fæ ég eiginlega bara ekkert að hitta. Það er vegna fortíðar minnar og ég get lítið gert í því. Hún er ansi svört. Ég hef líka misst af svo miklu í lífi þeirra.“ Skrifar sjálfum sér bréf „Mér hefur fundist erfiðast í þessu öllu saman að nálgast aftur ástvini mína. Mömmu, barnsmæður mínar. Ég missti allt sjálfstraust í neyslunni og sjálfsvirðinguna alveg. Auðvitað misstu aðrir trúna á mér líka. Þótt að ég hafi fundið sjálfsvirðinguna aft- ur, þá er ekki sjálfsagt að aðrir treysti mér og beri virðingu fyrir mér.“ Verður hann hræddur um að falla aftur? „Já. Punktur. Ég á samt góðan sponsor sem ég get hringt í nótt sem dag. Hann er alltaf til í að hjálpa mér. Ég get líka sótt fundi, sem ég geri reglulega. Þá skrifa ég stundum bréf. Ég skrifa þau bara og set þau ofan í skúffu. Þau eru til mín þegar ég var lítill að reyna að vera harður af mér. Ég gerði þetta eitt sinn sem verkefni í meðferð og get ekki hætt að skrifa mér þessi bréf.“ Vill hann lesa úr einu slíku bréfi? „Nei. Það kemur ekki til greina. Þessi bréf eru bara fyrir mín augu. Þetta er óttalegt hrafnaspark.“ Samfélagið nýtur góðs af starf- seminni Starfsemi meðferðargangsins á Litla- Hrauni hefur vakið mikla eftirtekt og vakið jákvæð viðbrögð. Bæði frá föngunum sjálfum og hjá aðstand- endum þeirra. Markmið starfsem- innar er að veita þeim föngum sem vilja þiggja hjálp aðstoð við að vinna sig úr vítahring vímuefna, afbrota- hegðunar og andfélagslegs hugar- fars. Endurhæfingin hefur miklar breytingar í för með sér fyrir þá sem taka þátt í meðferðinni. Ekki bara hjá einstaklingnum sem er hjálpað – heldur nýtur samfélagið allt góðs af betra lífi þeirra. Jón Ingi Jónsson er annar tveggja meðferðarfulltrúa sem starfa á ganginum. Með honum starfar Jón Þór Kvaran. Meðferðargangurinn er þeirra hjartans mál og Jón Ingi varp- ar ljósi á starfsemina í samtali við blaðamann. Gefumst aldrei upp „Við gefumst aldrei upp á neinum. Það eiga allir séns sem sýna vilja til bata. Ég hef verið með drengi sem ég hef fengið til mín í þrjú skipti, svo í fjórða skipti gengur allt í einu allt upp. Við vitum aldrei hvenær okkur tekst að hjálpa þeim. Vitum bara að það tekst á endanum. Í hvert skipti sem þeir koma hingað fikrum við okkur nær bata. Meðferðin getur tekið þrjá mánuði. Hún getur líka tekið heilt ár. Eða enn lengri tíma,“ segir Jón Ingi. Sjálfsagi og sjálfstraust Meðferðin byggist að hluta til á því að auka sjálfstraust fanganna. „Við erum að fá strákana í réttan takt, auka virkni þeirra, fá þá til að iðka sjálfsskoðun til þess að þeir fái aukna trú á sjálfum sér. Allir hafa húsverk sem þarf að sinna, sem eru tekin út í lok dags. Þetta virðist lítilvægt en gerir mjög mikið gagn. Það á við um alla að því oftar sem þú gerir það sem þú átt að gera, það sem til er ætlast, því meiri verður sjálfsvirðingin og sjálfstraustið. Svo taka menn að sjálfsögðu sí- fellt stærri skref. Sjálfstraust, sjálfs- virðing og sjálfsagi fylgjast að.“ Ekki óeðlilegt að falla Jón Ingi segir aðstæður í lífi fang- anna oft vinna gegn árangri. Með- ferðaraðilar reyna hvað þeir geta til að hjálpa þeim að ráða fram úr erfið- um aðstæðum þegar fangavist lýkur. „Það sem vinnur gegn árangri eru aðstæður sem þeir þurfa að horfast í augu við þegar þeir koma út. Þetta geta verið húsnæðismál, atvinna og fjármál. Stundum er áreitið svo mik- ið að þeir renna á svellinu. Það er ekkert óeðlilegt að falla því þetta er sjúkdómur. Að falla er ekkert ann- að en sjúkdómseinkenni og engin ástæða til að missa vonina yfir slíku. Ekki myndi krabbameinssjúkling- ur teljast vonlaus ef hann fyndi fyr- ir einkennum sjúkdóms síns. Hann myndi leita sér meðferðar. Þegar þeir fara frá okkur eru þeir með stuðningsaðila, sponsor, sem þeir geta leitað til og halda utan um gang mála. Þeir eru öryggisnetið þeirra þegar út er komið. Það hefur reynst mjög vel. Þeir þurfa að skylm- ast við reglukerfið og hafa þrek til að takast á við það sem við er að etja og kemur þeirra daglega lífi við.“ 10 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur „Það var hrikalega sárt að sjá allt í einu að ég var ekki eðli- legur drengur. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ég afplánaði fyrsta dóminn 19 ára gamall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.