Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 12
12 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur „Martröð fyrir mig“ n Rafbyssu beitt gegn manni með blindrastaf n Töldu að stafurinn væri samúræjasverð L ögreglumaður sem beitti Taser-valdbeitingartæki gegn blindum manni verður ekki ákærður vegna málsins. Col- in Farmer, 63 ára, var á göngu þann 12. október í fyrra þegar lög- reglumaður vatt sér að honum og beitti valdbeitingartækinu gegn hon- um, rafmagnsbyssu sem gefur frá sér allt að 50 þúsunda volta rafstraum. Ástæðan er sú að lögreglumaðurinn taldi að hvítur blindrastafur manns- ins væri samúræjasverð en lögregla hafði fengið tilkynningu um vopnað- an mann á götum Chorley í Lancas- hire á Englandi. Farmer segir í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann hafi heyrt öskur og skyndilega fundið fyr- ir miklum sársauka þegar tækinu var beitt gegn honum. Hann var á leið á hverfispöbbinn að hitta vini sína þegar atvikið varð. Málið hef- ur verið í rannsókn og nú hefur sak- sóknaraembættið í Lancashire tek- ið ákvörðun um að ekki hafi verið ástæða til að ákæra lögreglumann- inn í málinu. Ástæðan er sú að til- kynningin um vopnaðan mann hafi borið að taka alvarlega. Lögregla hafi því ekki gengið of harkalega fram. Þó að Farmer sé svekktur yfir niðurstöðu málsins er honum létt, að eigin sögn. „Á einhvern undarlega hátt er ég sáttur við að málinu sé lok- ið því það er vont ef svona mál drag- ast um of á langinn. En hvað sem því líður gekk ég í gegnum mikinn sárs- auka vegna málsins og undanfarn- ir mánuðir hafa verið martröð fyrir mig,“ segir hann. n H ershöfðinginn og varnar- málaráðherrann Abd- ul al-Sisi er nú valdamesti maður Egyptalands eft- ir valdarán hersins í síðasta mánuði. Sem yfirmaður hersins spil- aði al-Sisi lykilhlutverk í valdaráninu gegn Mohamed Morsi. Í kjölfar valda- ránsins var al-Sisi skipaður staðgeng- ill forsætisráðherra landsins og hafa sumir Egyptar orð á því að hann sé að verða hinn nýi Mubarak. Í kjölfar valdránsins hófst á ný mikil alda upp- reisna og liggja nú hundruð Egypta í valnum. Ævi hans hulin leynd Al-Sisi, sem kalla mætti hinn nýja faraó Egyptalands, fæddist árið 1954 í einu af fátækari hverfum Kairó. Faðir hans hélt úti verkstæði þar sem hann fram- leiddi ýmiss konar glingur fyrir ferða- menn. Er blaðamaður BBC reyndi að kynna sér ævi al-Sisi spruttu alls stað- ar upp veggir; fólk sem hafði áður ver- ið mjög samstarfsfúst við blaðamenn sögðu lok, lok og læs er al-Sisi bar á góma. Eitt varð þó ljóst mjög snemma en það var að hershöfðingjanum er mjög annt um að stjórna ímynd sinni út á við. Út af þessari leyndarhyggju er sáralítið vitað um hann utan starfsfer- ils hans og æsku; hann hefur starfað innan hersins frá unga aldri og hlaut menntun sína í hernaði bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Kennari hans í Bandaríkjunum segist muna eftir honum sem skörpum nemanda með mikla sjálfstjórn. Guðrækni sögð vera vélabrögð Fylgismenn Bræðralags múslíma eru sagðir vera sérstaklega bitrir yfir valda- töku hershöfðingjans þar sem fram- an af töldu þeir að al-Sisi væri þeirra maður innan hersins. Mahmoud Khalifa, háskólaprófessor og fylgis- maður Bræðralagsins, segir í sam- tali við BBC að al-Sisi hafi verið talinn mjög trúaður og voru jafnvel ásak- anir um að hann væri á laun stuðn- ingsmaður Bræðralags múslíma. Valdaránið sýndi hins vegar að slík- ar ásakanir voru fjarri sannleikanum. „Trúarhiti [al-Sisi] var blekking og í samanburði við hann var Mubarak engill,“ segir Khalifa. Hershöfðinginn er þó ekki án stuðningsmanna og segja þeir að ásakanir um trúarhræsni séu ósannar. Ritgerð sem al-Sisi skrif- aði í námi sínu virðist benda til þess að trúrækni hans sé ekki orðin innantóm. Í ritgerðinni heldur hann því fram að ef lýðræði eigi nokkurn tíma að þríf- ast í Mið-Austurlöndum sé nauðsyn- legt taka tillit til almenns trúarhita á svæðinu. Kyntákn í Egyptalandi Allt frá því að forseta Egyptalands, Mo- hamed Morsi, var steypt af stóli hefur ríkissjónvarp landsins í sífellu endur- sýnt tónlistarmyndband sem sýn- ir herinn í mjög jákvæðu ljósi. Þetta sérkennilega myndband sem jaðr- ar við erótík skeytir saman myndum af al-Sisi, skriðdrekum, eldflaugum og ungum hermönnum marsérandi í gæsagangi. Khaled Fahmy háskóla- prófessor segir hina erótísku undir- öldu í myndbandinu vera tilraun til að nýta kynþokkafullan einkennisbún- ing hershöfðingjans til að tryggja vin- sældir af hálfu kvenna. Fahmy segir að milli- og efristéttar konur hafi leikið stórt hlutverk í arabíska vorinu og því sé hin nýja valdastétt mjög meðvituð um gildi þess að höfða til þeirra. Þetta útspil virðist vera virka því nýlegar skoðanakannanir sýna að eg- ypskar konur segja al-Sisi vera ung- legan, myndarlegan og ímynd karl- mennskunnar. Vinsæll þrátt fyrir allt Þrátt fyrir uppþot síðastliðins mánað- ar nýtur al-Sisi töluverðra vin- sælda utan fylgismanna Bræðralags múslima. Talið er að ef hann myndi bjóða sig fram í boðuðum kosning- um myndi hann að öllu jöfn gjörsigra í kosningunum. Egypskir stjórnmála- skýrendur segja að valdaránið sé að- eins nýjasta birtingarmynd áratuga- langs rígs milli sterkustu valdablokka Egyptalands: hersins og Bræðra- lags múslíma. Al-Sisi sagði nýver- ið í ávarpi til þjóðar sinnar að hers- höfðingjastjórn væri ekki á döfinni og að hann sjálfur hefði ekki minnstu löngun til að stjórna landinu. Ekki eru þó allir í Egyptalandi sem trúa þessum orðum hans. n n Stjórnar Egyptalandi með járnkrumlu n Segist stöðva útbreiðslu öfgatrúar Abdul al-Sisi Var skipaður yfirmaður hersins af Morsi, sem hann launaði með því að steypa af stóli. Mynd REuTERS Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is „Í samanburði við hann var Mubarak engill Hinn nýi faraó Fórnarlamb Colin Farmer átti sér einskis ills von þegar rafbyssunni var beitt gegn honum. Samúræjasverðið reyndist vera blindrastafur. Ofbeldið var einkamál Tímamótalög hafa verið sam- þykkt í Sádi-Arabíu sem leggja blátt bann við heimilisofbeldi sem og alla misþyrmingu kvenna. Landið hefur ekki verið þekkt fyr- ir sterka jafnréttisstefnu fram til þessa. Lögin gera bæði kynferðis- legt og líkamlegt ofbeldi gegn kon- um ólöglegt og gildir það jafnt á vinnustöðum og heimilum. Hver sá sem brýtur lögin getur átt yfir höfði sér allt að árs fangelsisdóm. Fram að setningu laganna var heimilisofbeldi ekki ólöglegt og talið vera einkamál hjóna. Búddamunkar á spítti Þrjátíu búddamunkar í Taílandi hafa verið sviptir kjól og kalli eftir að amfetamín fannst í þvagprufu þeirra. Munkarnir komu allir frá sama klaustrinu sem er staðsett í Mið-Taílandi. Í kjölfar þvagpruf- unnar kom í ljós að ábóti klaust- ursins hafði verðið að selja fíkni- efni um nokkurt skeið. Hann hefur nú verið ákærður og gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Það voru þorpsbúar í nágrenni klaustursins sem tilkynntu lög- reglu um að eitthvað misjafnt væri á seyði, eftir að þeir tóku eftir grunsamlegum samkomum síðla kvölds í klaustrinu. Páfi leggst gegn hernað- aríhlutun „Ég er afar hryggur yfir fréttunum sem berast frá Sýrlandi og hvet fólk til að fasta og biðja fyrir friði,“ sagði Frans páfi í predikun sinni á sunnu- dag. Þar talaði hann af miklum innblæstri og hvatti valdhafa til að finna friðsamlega lausn á deilunum í Sýrlandi. „Stríð færir okkur meira stríð! Ofbeldi færir okkur meira of- beldi!“ sagði Frans meðal annars og ber málflutningur hans sama blæ og málflutningur Jóhannesar Páls páfa í aðdraganda innrásar- innar í Írak árið 2003. „Ég fordæmi innilega notkun efnavopna,“ sagði Frans en bætti við að bregðast þyrfti rétt við notk- un þeirra. Eins og fram hefur kom- ið í fjölmiðlum undanfarna daga telur Barack Obama Bandaríkjafor- seti kominn tíma til að ráðast til at- lögu við Bashar al-Assad Sýrlands- forseta með snörpum loftárásum. Hann bíður þess nú að þingið gefi hernaðaríhlutun grænt ljós. Mynd REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.