Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 15
Þ að er task að vera maður,“ sá ég einu sinni skrifað. Tilefni þessa litla spekimola var eftir því sem ég best veit vingjarn- leg leiðbeining inn í framtíðina sem sett var fram af vinsemd og væntum- þykju. Og það er mikið til í þessu. Það þarf átak til að vera almenni- legur. Svo getur maður velt fyrir sér hvað er að vera almennilegur og þær vangaveltur eru allar góðar þó ég hafi engin endanleg svör frekar en næsti maður. Það er „task“ að vera mann- eskja og þótt að þessi vegferð sé með sönnu persónuleg, held ég að farangurinn sem fólk tekur með sér hljóti að vera áþekkur frá einni manneskju til annarrar. Rétt eins og í venjulegu ferðalagi. Fólk tekur með sér nesti, aukaföt, síma, myndavél o.s.frv. Ég held að einn mikilvægasti farangurinn á ferðalaginu til að vera almennileg manneskja, sé hæfileik- inn til að umbera bresti og mistök annarra. Þetta hefur oft verið orðað á þann hátt að fólk verði að „fyrirgefa“ þeim sem gera manni eitthvað. Þessi hugsun með fyrirgefningarhugtak- inu er mikið klastur og virkilega ónákvæmt. Ég hef oft séð í viðtöl- um við fórnarlömb ofbeldisverka að viðkomandi hafi „fyrirgefið“ kvalara sínum. Þetta mun vera mjög göfugt. Í kjölfarið kemur svo kraftspeglun hugmyndarinnar sem gengur út á að samfélagið krefst þess nánast að fórnarlambið „fyrirgefi“ kvalræðis- manneskjunni. Inn í þetta blandast svo fyrirgefn- ingarkrafa kristindómsins sem er mjög þversagnakennd. Ég hef alltaf upplifað þessa kröfu sem mjög ósanngjarna. Það er samt flugufótur fyrir henni sem mætti klóna og smíða úr hugmynd sem gengur upp. Ég held að fyrirgefn- ingarhugtakið gangi barasta ekki upp í þessu dæmi. Ég þekki einn sem varð fyr- ir miklu ofbeldi í æsku og ég spurði hann út í þessi mál einu sinni. Sá svaraði skynsamlega. Hann sagði að hann myndi aldrei fyrirgefa eitt eða neitt, en gæti einfaldlega ekki haldið áfram með lífið sitt ef hann reyndi ekki að horfa framhjá þess- um atburðum. Það var því ekki fyr- irgefning sem var lykilatriði í þessu samhengi, heldur einföld „bestun“ á erfiðri stöðu. Kvalarinn (sem var í fjölskyldu viðkomandi) hafði beðist afsökunar og iðrast stórum og var orðin „ný manneskja“, var umborinn en ekkert meira en það. Það voru eðlileg samskipti. Jólapakkar, matar- boð, umgangur. En fyrirgefning kom aldrei til greina. Mér þykir þetta góð afstaða og trúverðugt spor í því „taski“ að vera almennileg manneskja. n Guðný hefur mál- frelsi eins og aðrir Vil gamla Sjálfstæð- isflokkinn aftur Ég bölvaði órétt- læti heimsins Þóra Tómasdóttir ver Guðnýju í viðtali í Nýju Lífi. – DV.isBjörn Jón Bragason býður sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum. – DVHjörtur Hjartarson um uppsögnina á RÚV. – DV Af kynjaverum Spurningin „Ég held ég verði sextugur, ég vil ekki lifa lengur en það.“ Kristján Ingi Kristjánsson 21 árs sjálfstætt starfandi „Ég held ég verði sjötíu og eins árs gamall.“ Emil Þór Sigurðsson 20 ára þjónn „Ég held ég verði áttræður.“ Andreas Helgi Mánason 15 ára nemi „Nógu gamall, svona áttatíu og fimm ára.“ Bergmann Óli Aðalsteinsson 15 ára nemi „Ég vona ég verði hundrað ára.“ Embla Rún Björnsdóttir 15 ára nemi Hvaða aldri heldur þú að þú náir? 1 „Hann fékk þarna unga stúlku sem hann gat notað að vild“ Saga stúlku sem lenti undir hælnum á ögæfumanni í meðferð 2 „Ég var bæði leiðinlegur og hrokafullur“ Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson gerði upp erfiðan tíma í lífi sínum í viðtali við DV. 3 „Hér getum við verið saman“ Anna og Ási eru útigangspar í hittast í rjóðri. 4 „Er þetta í lagi eða hvað. Tvö stæði fyrir fatlaða og ein gang braut“ Mynd af frekjugangi Range Rover- eiganda vakti athygli á DV.is. 5 Justin: „Þetta var VMA, við hverju bjóst fólk?“ Justin Timberlake sá ekkert athugavert við framkomu Miley Cyrus. 6 Fá milljónalán út á gull og demanta Veðlánarinn Sverrir lánar allt að 10 milljónum króna 7 Kitty Johansen fékk blóð-tappa í þriðja skiptið Var skammt á milli lífs og dauða um tíma Mest lesið á DV.is H áskólinn í Vilníus er ekki talinn vera síðri en háskólarnir á Norðurlöndum. Þetta er há- skóli smáþjóðar, sem á margt og mikið að þakka okkur Íslendingum. Í sjálfstæðisbaráttu þeirrar þjóðar var það íslenskur utanríkisráðherra, sem fyrstur og einn kom til liðs við þessa þjóð þegar aðrir héldu að sér höndum. Sá ráðherra stóð við hlið hennar á vett- vangi vopnaðrar íhlutunar gegn öðru mesta herveldi okkar tíma, sem brotið hafði niður með skriðdrekum og vél- byssum frelsisvilja annarra þjóða, sem undir valdið voru seldar. Þessi utanrík- isráðherra, sem þarna mætti til leiks, var ekki studdur af vina- og frænd- þjóðunum. Þvert á móti. Hann naut ekki einu sinni fulls stuðnings eigin ríkisstjórnar. Ég veit það. Ég sat sjálfur í þeirri ríkisstjórn. Ég man aðdragand- ann. Mér er líka í fersku minni, að for- mælendur þessarar sömu ríkisstjórn- ar vilja þakka sjálfum sér þetta eina inngrip íslensks utanríkisráðherra í stjórnmálasögu Evrópu, sem komist hefur á spjöld sögunnar. Sem gert hef- ur það að verkum, að Íslendingur að nafni Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið gerður að heiðursborgara þeirrar þjóðar sem hann fylkti með gegn bys- sukjöftum annars mesta herveldis okk- ar tíma. Um hrunið Háskólinn í Vilníus leitaði til prófess- ors við Háskóla Íslands með beiðni um að Íslendingar tækju að sér að flytja fyrirlestra um örlög smáþjóða í hruni því sem skefjalaus frjálshyggja í anda annars prófessors við sömu stofnun og skoðanabræðra hans um heim allan hefur valdið þjóðum heims. Háskóli Íslands, sem telur sig vera í hópi 300 bestu háskóla heims, varð greiðlega við þeirri beiðni. Háskólaprófessor- inn tók að sér að innleiða fyrirlestra- röð um efnið og því var svo fylgt eftir með skýrum dæmum úr reynslu- og þekkingarsafni þess stjórnmálamanns, sem háskólinn í Vilníus telur með réttu að hann og þjóðin hans eigi manna mest að þakka. Á Íslandi hefur ekki eitt aukatekið orð verið sagt frá því, sem ís- lenskir fræði- og stjórnmálamenn hafa þarna lagt til mála. Hér snýst nefnilega allt um sjálfhverfuna! Um vandamál þeirrar kynslóðar, sem tók lán sem hún getur ekki greitt til baka. Knúzararnir Í miðri allri þeirri umræðu kviknaði hugmynd um að e.t.v. gætu upplýs- ingarnar, sem veittar voru háskólafólki í Vilníus átt erindi við háskólafólk á Ís- landi. Sú ákvörðun var tekin án þess að leita leyfis hjá fólki, sem kennir kynja- fræði við skólann og skrifar blogg á vefrit, sem heitir víst Knuz.is. Knúz - með leyfi frá háskólaráði - hvað þýðir það? Er þar svona fólk, sem Knúzar okkur hin? Tekur okkur sí svona í fang sér og „Knúzar“ okk- ur? Eða „Knúzar“ okkur svona í spað og skilur okkur eftir í brotum? Hvaða hlutverki gegnir svona „Knúz“ í starfs- matskerfi háskólans? Kynjafræði, er það e.t.v. eitthvað áþekkt því sem frændi minn, Þorbergur Þórðarson kallaði „skrímslafræði“? Svona fræði- grein, sem uppgötvar með fyrirvara skrímsli þau, sem gætu stefnt sálarheill stúdenta við Háskóla Íslands í voða? Svona óæskilegar kynjaverur? Til skammar Hvað þá um „kynjaverur“ eins og þær, sem Hæstiréttur hefur dæmt fyrir rit- stuld? Eða lifa í minnum manna fyrir að hafa sagt, að ekkert væri athuga- vert þó maður seldi ömmu sína ef markaður væri fyrir hana? Hvað seg- ir skrímslafræðideild Háskóla Íslands um slíkt og þvílíkt? Nú eða Knuz.is? Eru slík „skrímsli“ þóknanleg? „Ekki er kyn þótt keraldið leki því botninn er suður í Borgar- firði“! Háskóli Íslands hefur orðið sér til skammar sem menntastofnun. Ekki sem „kynjavera“. n Djúpt grafið Þau eru misjöfn og mörg mannanna verkin. Við Hörpu er nú unnið að dýpkun hafnarinnar. MynD KrisTinn MagnússonMyndin Umræða 15Mánudagur 2. september 2013 Kjallari Sighvatur Björgvinsson Af blogginu Teitur Atlason Fyrirgefning? – Nei takk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.