Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 16
Hagkaup Í Hagkaupum má finna ýmiss konar útilegu­ búnað á afslætti en auk þess eru hjól þar á niðursettu verði. 25 L kælibox Fullt verð: 3.999 kr. Nú: 1.999 kr. Go&Camp Pop- Up 2 manna tjald Full Verð: 4.999 kr. Nú: 2.499 kr. Tjalddýna Fullt verð: 1.999 kr. Nú: 599 kr. Svefnpoki Fullt verð: 3.999 kr. Nú: 1.999 kr. 26“ Cross Sportster reiðhjól Full verð: 99.999 kr. Nú: 79.999 kr. Everest Everest hefur lækkað verð á nokkrum hjól­ um og má þar nefna um 30 prósenta afslátt á herrareiðhjóli. Wheeler Pro 60 herrahjól Fullt verð: 75.995 kr. Nú: 49.995 kr. Wheeler Junior 400 barnahjól Fullt verð: 69.995 kr. Nú: 55.995 kr. Húsasmiðjan Húsasmiðjan hefur lækkað verð á sumar­ vörum enn meira frá því á sumartilboðinu. Adelaide garðborð Fullt verð: 29.900 kr. Sumartilboð: 17.940 kr. Nú: 9.900 kr. Deluxe bast garðstóll Fullt verð: 25.900 kr. Sumartilboð: 20.720 kr. Nú: 9.900 kr. Gracemount Deluxe tjaldstóll Fullt verð: 12.295 kr. Sumartilboð: 9.836 kr. Nú: 4.990 kr. Formentor sólbekkur á hjólum Fullt verð: 38.149 kr. Sumartilboð: 30.490 kr. Nú: 14.900 kr. Fjallakofinn Í Fjallakofanum er tilboð á nokkrum sumar­ vörum. Á heimasíðu verslunarinnar er þó tekið fram að á sumum vörum er takmarkað magn að ræða eða að varan sé einungis til í ákveðnum stærðum. Scarpa Apex skór Fullt verð: 26.995 kr. Nú: 13.498 kr. Marmot Hyper jakki Fullt verð: 45.995 kr. Nú: 32.197 kr. Marmot Troll Wall jakki Fullt verð: 94.995 kr. Nú: 66.497 kr. GÁP Í GÁP er nú 20 til 50 prósenta afsláttur á reiðhjólum og fylgihlutum. Mongoose Crossway 100 reiðhjól Fullt verð: 69.900 kr. Nú: 55.290 kr. Markið Þar má finna mörg hjól á góðum afslætti. Norco Plateu dömuhjól Full verð: 70.000 kr. Nú: 55.930 kr. Norco Storm 6.1 reiðhjól Fullt verð: 80.000 kr. Nú: 62.930 kr. Norco Storm 9.1 fjallahjól Fullt verð: 94.900 kr. Nú: 66.430 kr. Golfskálinn Ýmsar golfvörur eru á lækkuðu verði hjá Golfskálanum. Benross Jewel Platinum kylfa Fullt verð: 17.800 kr. Nú: 12.460 kr. Bencross RIP Quad Speed kylfa Fullt verð: 77.700 kr. Nú: 54.390 kr. FootJoy golf- skór Fullt verð: 19.700 kr. Nú: 11.820 kr. Grillbúðin Grillbúðin hefur lækkað verð á nokkrum gas­ og kolagrillum. Landmann 2 brennara gasgrill Fullt verð: 49.900 kr. Nú: 39.900 kr. Landmann Expert 3 brennara grill Full verð: 109.900 kr. Nú: 89.900 kr. Ferðakolagrill með loki Fullt verð: 14.000 kr. Nú: 10.900 kr. 254,6 kr. 251,6 kr. 254,4 kr. 251,4 kr. 254,3 kr. 251,3 kr. 254,6 kr. 251,6 kr. 256,9 kr. 251,6 kr. 254,4 kr. 251,4 kr. Eldsneytisverð 2. sept. BENSíN DíSILoLíA 16 Neytendur 2. september 2013 Mánudagur Vandaðu valið á leikföngum n Þekkt vörumerki geta verið ávísun á vönduð leikföng M argt þarf að hafa í huga þegar kemur að því að velja leik- föng fyrir börnin en þau ættu bæði að vera vönduð og stuðla að þroska barnanna. Jørn Martin Steenhold sem hef- ur rannsakað leikföng og áhrif þeirra tekur saman 10 ráð þegar kemur að valinu en listinn birtist á Kontant-síðu DR1. Kauptu þekkt vörumerki því þá getur þú verið viss um gæðin. Slík leikföng endast lengur. Fyrir börn á aldrinum 0–3 ára ætti maður að velja leikföng sem skírskota til raunveruleikans. Börn eru stanslaust að læra á lífið og raun- veruleikann og máta sig í hon- um. Leikföng eins og eldhús, tuskudýr, litl- ir bílar og dúkkur henta því vel. Passið upp á að börnin eigi ekki eingöngu leikföng úr plasti. Kaupið líka leikföng úr tré, málmi, leðri svo eitthvað sé nefnt. Stærri börn leika sér bæði í ævin týraheimi og í heimi sem lík- ist veruleikanum. Til dæmis er Lego-slökkvistöð úr veruleikanum en Power Rangers úr ævin- týraheimi. Leyfið börn- unum að leika sér í báðum heimum. Góð og vönduð leikföng geta nýst yngri systkinum síðar meir. Það er alls ekki nauðsynlegt að dúkkur geti bæði grátið og pissað. Sér í lagi ekki fyrir ung börn. Þau ættu ekki að leika sér með dúkkur með raf- hlöðum í. Gott er fyrir börn að eiga leikföng úr fimm aðal- flokkum. Þau ættu að eiga leikföng sem minna á manneskjur, dýr og verk- færi. Auk þess leikföng sem krefjast skipulags sem og leikföng sem skír- skota til náttúrunnar. Ekki vera hrædd við að gefa börnum kynbundin leikföng. Að leika við önnur börn er mikil- vægt. Veljið einnig leikföng sem börn geta leikið sér saman að, þar sem hvert barn hefur sitt hlutverk. Spil eru góð leikföng. Að spila endurspeglar raunveruleikann þar sem börnin læra að vinna og að tapa. Þau læra að maður er góður í sumum spilum og aðrir eru betri í öðrum spilum.. n Núna er best að kaupa sumarvörur n Sumarvörur á afslætti víða n Hægt er að gera góð kaup N ú er rétti tíminn til að festa kaup á hinum ýmsu hlutum sem við tengjum við sum- arið. Árstíðabundnar sum- arvörur fást nú víða með góðum afslætti. DV kannaði afslátt á sumarvörum í nokkrum búðum, meðal annars á hjólum, golfvörum, útilegubúnaði og garðhúsgögnum. Upplýsingarnar fengust af heimasíð- um verslananna. Hægt er að spara nokkurt fé ef vörur úr ákveðnum vöruflokkum eru keyptar núna. Þeir sem eru hagsýnir ættu að hugsa fram í tímann og kaupa núna hluti sem þeir þurfa að endurnýja fyrir næsta sumar. Neyt- endum er þó bent á að íhuga vel hvort þeir þurfi virkilega á hlutnum að halda og passa sig á hvatakaup- um en það getur verið freistandi að kaupa hlut af þeirri einu ástæðu að hann er á útsölu. n Reglur um útsölur Á síðu Neytendasamtakanna er fjallað um reglur sem fyrirtæki verða að fylgja við útsölur. Ein þeirra er að ef vara er auglýst á tilboði eða útsölu verður hún að hafa verið í boði á „venjulegu“ verði áður. Ekki má skella tilboðsmiða á vöru nema um raunverulegt tilboð sé að ræða. „Ef vara hefur verið seld á lækk­ uðu verði í sex vikur má ekki lengur tala um lækkað verð eða afslátt. Ef seljandi auglýsir lækkað verð verður hann að geta sýnt fram á að verðið hafi verið hærra áður. Ekki má tala um rýmingar­ sölu nema að verslun hætti eða að sölu á ákveðnum vöruflokki sé hætt,“ segir á ns.is. Enn fremur segir að ekki megi nota orð eins og gjöf eða ókeypis þegar kaupauki fylgi vöru. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Endurskin veitir falskt öryggi Neytendastofa beinir því til neyt- enda að þeir kanni vel hvort all- ar upplýsingar og merkingar séu til staðar á endurskinsmerkjum áður en þau er notuð. Oft hafi komið fyrir að endurskinsmerki uppfylli ekki kröfur. Léleg endur- skinsmerki geti gefið falska ör- yggiskennd og geti þannig verið lífshættuleg. Sá hængur er á að ekki er auðvelt að sjá hvort endurskins- merkin eru í lagi með því einu að horfa á þau. Neytendur eru hvattir til að skoða vel upplýs- ingar sem finna má á merkjun- um eða umbúðum þess. Neyt- endastofa segir mjög áríðandi að allar tilskildar merkingar og leiðbeiningar um notkun komi greinilega fram. Á merkingunum sjáist hvort að endurskinsmerkið hafi verið prófað. „Endurskins- merki sem standast kröfur verða að vera m.a. með CE-merki og merkt með númerinu EN 13356 eða ÍST EN 13356. Slík merking táknar að framleiðandinn hafi látið prófa vöruna og staðfest er að hún sé í lagi.“ Gallaðir reiðhjálmar frá UVEX Reiðhjálmar UVEX af gerðun- um Exxential, Uvision Elegance og Supersonic Elegance hafa ver- ið innkallaðir og teknir úr sölu. Ástæðan er sú að þeir uppfylla ekki staðla um viðnám gegn því að eitthvað stingist í gegn um þá. Þá eru þeir ekki nægilega höggþolnir. Fram kemur á vef Neytendastofu að einhverjir hjálmar séu ekki gallaðir en að framleiðandinn hafi þó ákveðið að kalla þá alla inn. „Þeir sem eiga reiðhjálm af gerðinni Exxential (áður Uvision), eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun hans undir eins og koma með þá aftur í verslun Líf- lands þar sem þeir fá annaðhvort a.m.k. sambærilegan hjálm eða endurgreitt að fullu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.