Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Side 18
Allt á suðupunkti 18 Sport 2. september 2013 Mánudagur Engar kúvendingar með nýjum þjálfara n Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins til tveggja ára K nattspyrnusamband Íslands réð á föstudaginn Frey Alex- andersson sem nýjan þjálfara kvennalandsliðsins í stað Sig- urðar Ragnar Eyjólfssonar sem kaus að halda ekki áfram því starfi sem hann hefur haft með höndum síðast- liðin sjö ár. Það mátti vart seinna vera því fyrsti landsleikurinn er hand- an við hornið, þann 26. september þegar fyrsti leikur kvennalands- liðsins í undankeppni Heimsmeist- aramótsins árið 2015 fer fram. Mótherjinn þá er landslið Sviss sem er ágætur leikur fyrir Frey og stúlkurnar okkar því Sviss er með töluvert lakara landslið en það ís- lenska. Svissnesku stelpurnar eru tíu sætum neðar en landslið Íslands samkvæmt styrkleikalista FIFA en telja verður möguleika Íslands góða að komast á HM úr riðli sínum, enda er þar aðeins danska kvennalands- liðið sem þykir sterkara en það ís- lenska samkvæmt sama lista. Frey þekkja eflaust margir úr kvennaboltanum en hann tók við spútnikliði Vals af Elísabetu Gunnarsdóttur árið 2010 eftir að hafa þjálfað við hlið Elísabetar um tveggja ára skeið. Freyr var líka á því tímabili aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals. Hann gerði Valsstelpurnar að Íslandsmeisturum öll árin sem hann þjálfaði liðið og leiddi þær til sigurs í tveimur bikarmeistarakeppnum í þokkabót. Samningur Freys er til tveggja ára eða fram yfir næsta heimsmeistara- mót sem fram fer í Kanada 2015 en hann mun samhliða þjálfun lands- liðsins halda áfram þjálfun karlaliðs Leiknis í Breiðholti en þar er Freyr annar tveggja aðalþjálfara. Leikn- ismenn eru um miðja fyrstu deild í karlaboltanum. Fráfarandi þjálfari, Sigurður Ragnar, sem flestir eru sammála um að hafi gjörbylt kvennalandsliðinu til hins betra og meðal annars kom- ið liðinu tvívegis á Evrópumót send- ir Frey og landsliðsstúlkunum góðar kveðjur í pistli á bloggi sínu þar sem hann þakkar öllu liðinu og vonar að Frey og stelpunum takist að komast í lokakeppni HM 2015. Sjálfur hefur Freyr látið hafa eftir sér að ekki verði um neinar kúvendingar í leikstíl liðsins þó hann sjái tækifæri til að breyta nokkrum atriðum í leikskipulaginu. n albert@dv.is Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is n Síðustu forvöð fyrir félagslið Evrópu að breyta og bæta Ó venju miklar væringar eru félagsliða á milli í Evrópu og vart til það topplið sem ekki er að skoða að bæta við sig leikmönnum eða selja leik- mann eða tvo. Mestu lætin eru sem fyrr í Englandi þar sem mestir eru peningarnir. Ef marka má sögusagn- ir og orðróm gætu toppliðin í úrvals- deildinni öll tekið breytingum áður en klukkan slær 23 í kvöld en þá er þeim glugga lokað sem félagslið í álfunni hafa til kaupa eða selja leik- menn. Óvenju stór nöfn Það er ekkert nýtt að læti séu rétt áður en leikmannaglugginn svokall- aði lokar ár hvert en það sem ger- ir þetta tímabil aðeins merkilegra eru hversu mörg stór nöfn í boltan- um eru orðuð við önnur lið. Stærsta nafnið er vitaskuld Gareth Bale sem farinn er til Real Madrid samkvæmt síðustu fregnum en mikil óvissa ríkir enn um menn á borð við Wayne Roo- ney, Luis Suarez og Leighton Baines svo fáir séu nefndir. Fullyrt er að Jose Mourinho hafi ekki gefist upp á Rooney þó opinber- lega sé það raunin. Sama gildir um tilraunir David Moyes að fá til United þá Fellaini og Baines frá gömlu sam- herjunum í Everton. Þá mun Moyes vera mjög í mun að fá Daniele de Rossi frá Ítalíu en það talið langsótt. Boas fer hamförum Andre Villas-Boas, stjóri Totten- ham, hefur farið hamförum undan- farið og styrkt lið sitt með þremur sterkum leikmönnum nánast á einu bretti. Þeir þrír, Christian Eriksen, Vlad Chirices og Erik Lamela bætast við þá sem Villas-Boas var þegar bú- inn að kaupa í sumar. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Tottenham geri meira fyrir lokun í kvöld enda tölu- vert til af peningum. Þá mun félagið líklega selja leikmenn eða lána fyrir kvöldið og nafn Íslendingsins Gylfa Sigurðssonar verið nefnt í því sam- bandi. Wenger með alla anga úti Tvennum sögum fer af Arsene Wen- ger, stjóra Arsenal, sem fengið hefur yfir sig gusur frá stuðningsmönnum um hríð fyrir að aðhafast lítið á leik- mannamarkaðnum. Annars vegar er nóg af fregnum um tilboð sem Wenger hefur gert í hina og þessa en á sama tíma ítrekar Frakkinn að Arsenal muni ekki kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn. En sé að marka allt slúðrið gætu leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Angel di Maria, Julian Draxler, Yohan Cabaye og Kaká svo ekki sé minnst á Rooney og Juan Mata klæðst búningi Arsenal í næsta leik. Þörf á meiri vigt hjá City Af þeim stóru hefur einna minnst farið fyrir Manchester City á leik- mannamarkaðnum í sumar. Stað- fest virðist að varnarmaðurinn Dem- ichelis gangi til liðs við City fyrir kvöldið. En Manuel Pellegrini, nýi stjórinn, hefur ekki beint verið sáttur við leikmenn sína í byrjun móts- ins. Cardiff og Hull eru ekki lið sem topplið í enska boltanum ætti að eiga í vandræðum með eins og reyndin hefur verið hjá City. n Wayne Rooney Miklar vanga- veltur eru um hvort hann spili í búningi Manchester United eftir kvöldið í kvöld. Mynd ReuteRs Luis suarez Sá virðist rólegri nú en fyrr í sumar þegar hann nánast krafðist þess að vera seldur frá Liverpool. yohan Cabaye Frakk- inn snjalli hjá Newcastle er orðaður við þrjú önnur félagslið samkvæmt blöðum. Moyes og Mourinho Lítill vinskapur þeirra gæti komið í veg fyrir að Wayne Rooney leiki í búningi Chelsea. Markvörðurinn Usain Bolt Hvað ef Usuain Bolt væri knattspyrnumaður? Hver ætti að standast honum snúning ef sá tæki spretti upp kantinn? Lík- lega yrðu ekki margir til að reyna slíkt enda Bolt fljótasti hlaupari heims og margfaldur heims- og Ólympíumeistari. Slíkar vanga- veltur voru þó umræðuefnið um helgina þegar Bolt kíkti í heim- boð hjá Sepp Blatter, forseta Al- þjóða knattspyrnusambandsins, og svaraði spurningum blaða- manna í kjölfarið. Þar kom fram að Bolt iðkaði knattspyrnu um tíma í heimalandinu Jamaíku og spilaði þá fyrst sem markvörður enda hávaxinn fyrir utan að vera snöggur. Hann var þó fljótt færð- ur út á völlinn eftir að hann fór að vekja athygli fyrir hraða sinn. Spretthlaup urðu þó ofan á eins og kunnugt er orðið. Þurfa toppleik gegn Sviss Þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, tel- ur Ísland eiga ágæta möguleika að stela stigi eða þremur í landsleik gegn Sviss á útivelli í vikunni en þá þarf toppleik til. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þangað eiga aðeins möguleika að fara tvö efstu lið úr hverjum riðli en fyrir leikinn er ís- lenska liðið í þriðja sætinu með níu stig eftir sex umferðir. Svisslendingar eru langefstir í riðlinum með fjórtán stig en fjórar umferðir þó enn eftir. Ísland tap- aði hér heima fyrir Sviss 0–2 í fyrra en svissneska liðið þykir hafa dal- að síðan og náði til dæmis rétt að merja 1–0 sigur á Kýpur í síðasta leik sínum á heimavelli. Þó ber að hafa í huga að Svisslendingar skelltu Brasilíumönnum í síðasta æfingaleik – takk fyrir. Einleikur hjá Stjörnustelpum Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ hefur tekið Pepsi-deild kvenna með trompi þessa leiktíðina og fagn- aði Íslandsmeistaratitlinum strax á fimmtudaginn var þegar þær lögðu Valsstúlkur á heimavelli sínum 4–0. Heilar fjórar umferðir eru þó enn eftir í deildinni. Ótrúlegir yfirburð- ir liðsins í sumar eru sannarlega til marks um baráttugleði og fórnfýsi Garðabæjarstúlkna en minna jafn- framt á kvennaboltann hér áður fyrr þegar eitt eða tvö lið báru höfuð og herðar yfir önnur. Innan við tíu stig- um hefur munað á liðum í efsta og næstefsta sæti í toppdeild kvenna allar götur frá því fyrir síðustu alda- mót en nú er Stjarnan með fjórtán stiga stiga forskot og 46 mörk í plús og enn tólf stig í pottinum. Freyr fagnar með Valsstúlkum Ferill hans með kvennalið Vals er frábær en þá vann liðið velflesta titla sem í boði voru. Mynd FÓtBoLti.net

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.