Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Síða 19
Sport 19Mánudagur 2. september 2013 Meiri breidd og betra gengi Liverpool n Hallgrímur Indriðason, fréttamaður og ritari Liverpool-klúbbsins, gerir sér engar titilvonir enn V ið vorum mjög þéttir, sér- staklega í fyrri hálfleik og gáfum þar engin færi á okk- ur,“ segir Hallgrímur Ind- riðason, fréttmaður á RÚV og ritari stuðningsmannaklúbbs Liverpool á Íslandi. Liverpool hafði betur gegn Manchester Untied í risaslag á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag. Leiknum lauk með 1–0 sigri heimamanna. Daniel Sturridge skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu en með sigrinum situr Liverpool á toppi deildarinnar – með þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Liðið hefur enn ekki fengið á sig deildarmark. Félagið hefur ekki byrjað bet- ur í deildinni í heil nítján ár. Hall- grímur segir, beðinn um álit á leik sinna manna á sunnudag, að mjög ánægjulegt hafi verið að sjá hversu vel liðið hafi varist. „Það var svo ekkert leiðinlegt að sjá hvað van Persie var orðinn pirrað- ur – og í raun heppinn að hanga inn á – þarna undir lok fyrri hálf- leiks.“ United sótti í sig veðrið í síð- ari hálfleik og skapaði sér nokk- ur hættuleg marktækifæri. „Seinni hálfleikurinn var ansi stressandi og Mignolet bjargaði okkur stund- um mjög vel. Í heildina er ég mjög sáttur við leikinn,“ segir Hallgrímur við DV. Spurður hvort hann hafi skýr- ingar á batnandi gengi liðsins nefn- ir Hallgrímur að breiddin í leik- mannahópnum hafi aukist. Með nýjustu viðbótum við hópinn, leikmönnunum Mamadou Sak- ho, Tiago Ilori og Victor Moses hafi hópurinn styrkst mikið auk þess sem liðið eigi eftir að endurheimta Luis Suárez úr leikbanni. Varnar- maðurinn Kolo Toure og markvörð- urinn Simon Mignolet hafi til dæm- is báðir komið sterkir inn í liðið í sumar. Félaginu hafi í sumar tekist mun betur upp á leikmannamark- aðnum en í fyrrasumar. Hallgrímur segir að fyrir leikinn gegn United hafi hann haft áhyggj- ur af vörninni í fjarveru Kolo Toure. Martin Skrtel hafi hins vegar stað- ið vaktina með prýði og því sé út- litið nokkuð gott. „Það er stund- um talað um að Liverpool-menn séu alltaf bjartsýnir í ágúst,“ svarar hann hlæjandi spurður hvort Liver- pool-menn séu farnir að gera sér miklar væntingar í ljósi góðrar byrj- unar. Hann segir væntingarnar hóf- legar, enn sem komið er. „Menn eru ekkert farnir að missa sig í titilvon- ir,“ segir hann léttur í bragði. n baldur@dv.is F yrir tveimur árum var atvinnu- mannaferill sænska kylfingsins Henrik Stenson svo í vaskin- um að hann ákvað að láta gott heita, halda heim á leið og taka þátt í meistaramótinu í sínum gamla klúbbi á Skáni. Það var sneypuför; hann sigraði ekki einu sinni þar. En það er einkenni besta íþrótta- fólks að gefast ekki upp og sérstaklega ekki þegar á móti blæs. Það má Henrik Stenson, sem var um tíma fjórði besti kylfingur heims, eiga að það gerði hann ekki. Slælegur árangur um tíma gerði ekkert nema efla hann til dáða og Stenson er nú aftur kominn á pall með þeim bestu, hefur átt skrambi gott ár á bestu mótaröð heims og verið nálægt því að sigra á risamóti. Hvað er málið með Svíana? Stenson tilheyrir merkilegum fjölda sænskra kylfinga sem leika á PGA- mótaröðinni en vakið hefur athygli hversu margir þeir hafa verið þar undanfarin ár. Enn fjölgar hægt en bítandi í hópnum. Allir hafa þeir stað- ið sig þokkalega vel og sem dæmi má nefna að fjórir Svíar komust í úrslita- keppnina um FedEx-bikarinn sem nú stendur yfir. Til samanburðar var þar að finna aðeins einn kylfing frá Spáni, einn frá Ítalíu, einn frá Þýskalandi og alls sex frá Bretlandi. Með öðrum orðum eru sænskir keppendur einna fjölmennastir útlendinga á PGA- mótaröðinni þrátt fyrir að þjóðin sé tiltölulega fámenn og golfaðstaða í Svíþjóð ekki á pari við það sem best gerist – þó góð sé. Hinir níu fræknu Það þarf reyndar ekki að leita langt eftir sænskum keppanda sem gert hefur garðinn frægann í golfinu. Nafn Anniku Sörenstam er heimsþekkt úr kvennagolfinu þar sem hún var nán- ast einráð á toppnum um árabil og vann til fleiri verðlauna en auðvelt er að telja. En þó karlarnir hafi stað- ið sig vel hefur enginn þeirra unnið risamót enn sem komið er. Þeir eru samt níu talsins Svíarnir sem unnið hafa sér inn stig á árinu fyrir að hafa náð ofarlega á mótum á PGA. Sten- son er þeirra efstur en ekki langt undan er hinn eiturflinki Jonas Blixt sem golffræðingar telja nú einn allra besta „járnaspilara“ á mótaröðinni. Aðrir kunnuglegir sem eiga misjafn- ari daga eru Robert Karlsson, Henrik Norlander, Peter Hanson, Carl Pett- ersson, Freddie Jacobson, nýliðinn David Lingmerth og auðvitað gamla skrautlega brýnið Jesper Parnevik. Þó Stenson sé þeirra þekktastur í dag er það Parnevik sem komist næst því að sigra risamót en hann varð tvívegis í öðru sætinu á Opna breska meistara- mótinu á sínum tíma. Hæfileikar og Bandaríkin En það þarf kannski ekki að skoða sérstaklega hvað sé í sænska vatninu sem gerir að verkum að þaðan koma hæfileikaríkir kylfingar í röðum. Það nægir að skoða feril þessara kylfinga sem allir annaðhvort æfðu golf við bestu hugsanlegu aðstæður í banda- rískum háskólum strax á unglingsár- um eða héldu þangað fljótlega eftir að þeir náðu árangri í heimalandinu eða á evrópsku mótaröðinni. All- ir níu sem nefndir eru að ofan búa nú í Bandaríkjunum og hafa gert um tíma. Flestir í Flórída þar sem ekki þarf að huga að veðurspá mikið áður en haldið er út á völl til æfinga eða keppni. n Lykillinn að velgengni sænskra kylfinga Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Blixt og Stenson Báðir hafa spilað fantavel allt árið á PGA-mótaröðinni og báðir verið nálægt því að vinna sigur á risamóti. Carl Pettersson Kannski vita ekki margir að það er Carl Pettersson sem er sá Svíi að frátöldum Jesper Parnevik sem oftast hefur sigrað á PGA-móti eða alls fimm sinnum á ferlinum. Engin eftirsjá Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, segist alls ekki sjá eftir því að hafa verið hliðhollur félagi sínu gegnum þykkt og þunnt en þessi 33 ára enski landsliðsmað- ur sér fram á að farsæll ferill hans líði senn undir lok. Í viðtali við helgarblað Guardian viðurkenn- ir Gerrard að hann hafi lengi get- að farið annað og til stærri klúbba og fengið meiri peninga en innst inni sé hann ánægður með val sitt og að hafa tekið klúbbinn sinn fram yfir gylliboð sem oft bárust. Hjartað slái með Liverpool og þá bæði borginni og félagsliðinu og þar eigi hann eftir að búa alla sína ævi. „Hérna er klúbburinn og fólk- ið sem er mikilvægast í lífi mínu. Ég tók mína ákvörðun á sínum tíma og sé ekki eftir neinu.“ Ánægður Hallgrímur Indriðason fréttamaður er ánægður með leik- mannahópinn. Mynd af faCeBook fagnað Daniel Sturridge skoraði mark Liverpool í leiknum. Mynd ReuteRS FH-ingar fóru illa að ráði sínu Fjórir leikir fóru fram í Pepsi- deild karla í knattspyrnu á sunnudag. FH-ingar fóru illa að ráði sínu í Kaplakrika þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Vík- ing Ólafsvík sem situr í 11. sæti deildarinnar. FH er í öðru sæti og í harðri baráttu um titilinn við KR-inga sem sitja á toppi deildarinnar með 40 stig. FH- ingar eru aðeins þremur stig- um á eftir KR-ingum en þeir eiga tvo leiki til góða. Vinni KR- ingar leikina sem þeir eiga inni, eru þeir svo gott sem búnir að vinna mótið. Í öðrum leikjum sunnudags- ins fóru leikar þannig að Fylk- ismenn unnu Breiðablik óvænt 4-1 á Kópavogsvelli. Þór og Fram gerðu 1-1 jafntefli á Akur- eyri en Fram er í áttunda sæti með 19 stig og Þór í níunda sæti með 17 stig. Keflavík tapaði á heimavelli fyrir Stjörnunni 0-2. Leikjum ÍA og KR var fre- stað, rétt eins og viðureign ÍBV og Vals. n Margir sænskir kylfingar á PGA-mótaröðinni n Slá stórþjóðum við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.