Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Page 23
Menning 23Mánudagur 2. september 2013 R agnheiður Harpa Leifs­ dóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í verki sínu Tómið – fjöl­ skylduskemmtun. Fjöl­ skyldan, með öllum sínum kost­ um og göllum, hefur allt frá grísku harmleikjunum verið leikskáldum óþrjótandi yrkisefni. Í fjölskyldunni kristallast samfélagið sjálft, átök milli þeirra sem tengdir eru blóð­ böndum, afbrýðisemi, stéttaskipt­ ing, sársauki og væntumþykja. Mikilvægt yrkisefni Fjölskyldan hefur líka verið áber­ andi yrkisefni íslenskra leikskálda. Leikrit eins og Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson, Stundarfriður eft­ ir Guðmund Steinsson, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson auk nýrri verka Hávars Sigurjónssonar fjalla öll um fjölskyldubönd. Leikritið Tengdó eftir Val Frey Einarsson, er gott dæmi um leikrit þar sem mikil­ vægi þess að eiga fjölskyldu var meginstefið og aðferðum heim­ ildarleikhússins var beitt. Nú nýverið var eitt frægasta fjöl­ skyldudrama allra tíma sett á svið í Þjóðleikhúsinu, Dagleiðin langa eftir Eugene O´Neil. Verk eins og Festen eða Veislan hefur einnig verið sýnt hér á landi. Og varla má sleppa leikritum Ibsen í svona upptalningu en þar er fjölskyldan og leyndarmál fortíðar alltaf í for­ grunni. Öll þessi leikrit eiga það sam­ merkt að kafa undir yfirborðið. Þau gera ráð fyrir því að ekki sé til neitt sem heitir ,,fullkomin fjölskylda”. Að minnsta kosti þekki ég ekki eitt einasta leikrit sem fjallar um fjöl­ skyldu þar sem ekkert er að og all­ ir eru hamingjusamir. Það er – þar til ég sá Tómið hennar Ragnheiðar Hörpu í Iðnó á fimmtudagskvöld. Fjölskyldan í aðalhlutverki Í Tóminu er áhorfendum boðið á fjölskylduskemmtun þar sem fjöl­ skyldan sjálf er í aðalhlutverki. Þau kynna hvort annað á svið, hrósa hvort öðru, syngja og skemmta sér. Verkið hverfist öðrum þræði um gamla ljósmynd sem var tekin af fjölskyldunni í Bandaríkjunum. Hinn stóri dramatíski atburður í lífi fjölskyldunnar var að yfirgefa ömmu gömlu og heimahagana og halda á vit ævintýrana. Nú er fjöl­ skyldan aftur komin saman ( fyrir utan soninn sem er í dansnámi í Brussel) og þau syngja, skemmta sér og deila lífsskoðunum sínum með áhorfendum. Því miður er þessi efniviður of rýr til að standa undir heildstæðu leikhúskvöldi. Það er í raun sama hvort um hefðbundið leikrit er að ræða, eða heimildaverk með ,,venjulegu fólki” (líkt og í þessu tilviki), dansverk eða gjörningur – ef kröfum leikhússins um drama­ tíska uppbyggingu, spennu og átök er hent fyrir róða stendur eftir óspennandi viðburður. Gæti kafað dýpra Ragnheiður hefði getað kafað mun dýpra í efniviðinn en hún gerir í þessari sýningu. Fjölskyldu­ mynstur á Íslandi er spennandi viðfangsefni – margar fjölskyldur glíma við alkahólisma, geðveiki, hér er frekar venja en undantekn­ ing að fólk skilji skiptum og börn alist upp hjá jafnvel fleiri en ein­ um helgarpöbbum. Stefið ,,er ekki geðveiki í öllum ættum?” kemur oft fyrir. Margt er ágætlega gert í sýn­ ingunni og gaman að Ragnheið­ ur notist við þá aðferð að láta venjulegt fólk leika sig sjálft. Ef­ laust er þó erfitt að nálgast efni­ viðinn með gagnrýnum augum þegar þú ákveður að setja þína eig­ in fjölskyldu á svið. Við erum jú oft blindust á okkur sjálf. Þess vegna er leikhúsið svona mikilvægt tæki. Það gefur okkur færi á að spegla okkur í öðrum manneskjum, sjá bresti okkar, kosti og galla. Ég trúi ekki að hin fullkomna fjölskylda sé til. Leiksviðið krefur þig um að afhjúpa leyndarmálin. Það gerði Ragnheiður ekki í þessari sýningu og þess vegna snerti sýningin mig ekki. n Innantóm skemmtun Tómið - fjölskyldu- skemmtun Leikstjóri og höfundur: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Sýnt í Iðnó á Lókal – alþjóðleg leiklistarhátíð. Leiklist Símon Birgisson simonb@dv.is Ragnheiður Harpa ásamt systrum sínum Syngja og dansa í leikritinu Tómið. Fjölskyldumynd Verk Ragnheiðar hverfist um þessa fjölskyldumynd. n Raunveruleg íslensk fjölskylda á sviði Að drekka eða tala, að hugsa eða finna til n Fólk með grímur talar um leikrit n Margverðlaunaður leikhópur frá Noregi sýndi á Lókal leiklistarhátíðinni Úr leikritinu Build me a Mountain Verkið virkar best þegar stigið er út úr stefnu Brechts. H ljómsveitin Múm sendi frá sér sína sjöttu breiðskífu föstudaginn 6. september. Platan heitir Smilewound og inniheldur rafpopplög í knöppum stíl. Það er þýska út­ gáfan Morr Music sem gefur út, en Smilewound er fyrsta plata Múm sem einnig kemur út á kassettu og er það Blood and Biscuit­útgáfan sem fjölritar spólurnar. Aukalag á Smilewound er lagið Whistle sem Múm hljóðritaði með hinni áströlsku Kylie Minogue. Smilewound hefur fengið góðar viðtökur hjá erlendri tónlistarpressu, en breska tímaritið Mojo gaf henni fjórar stjörnur af fimm og tímaritið Q gaf henni þrjár stjörnur. n simonb@dv.is Múm gefur út kassettu Mynd HoRduR SveinSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.