Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Qupperneq 26
F yrir tilviljun lenti ég á for- sýningu á nýju Woody Allen- myndinni Blue Jasmine í Par- ís þar sem leikstjórinn sjálfur og aðalleikonurnar tvær, Cate Blanchett og Sally Hawkins, voru mætt. Ég hef aldrei áður farið á sýn- ingu þar sem var rauður dregill og því var það mikil upplifun auk þess að Woody Allen ávarpaði salinn áður en kvikmyndin hófst. Blue Jasmine hefur farið sigurför um Bandaríkin og er henni spáð jafn góðu gengi í Evrópu þar sem aðdá- endahópur Woody hefur alltaf verið stærri en vestanhafs. Svangur leikstjóri Þegar Woody ávarpaði gesti sagðist hann vera ánægður með að vera í París og með viðtökur myndarinn- ar. „Ég er búinn að sjá myndina svo oft að ég ætla að fara og fá mér að borða,“ sagði Woody á bjagaðri frönsku og ætlaði því að stinga af frá eigin forsýningu. Hann var eins og klippt- ur út úr sinni eigin bíó- mynd, sömu gleraug- un og hann hefur notað síðastliðna áratugi og auðvitað í ósamstæð- um jakkafötum. Hann virtist frekar eiga heima á reykfylltu kaffihúsi en galaforsýningu. Þar voru allir í sínu fínasta pússi og báru aðalleikkonurnar þó af. Þær gengu hönd í hönd rauða dregil- inn og minntu mikið á systurnar sem þær leika í myndinni, það var ósköp fallegt. Sally virtist ekki vön þessari athygli og var mjög tauga- óstyrk. Það er kannski ekki óeðlilegt enda á Woody Allen sér stóran aðdá- andahóp í Frakklandi, mun stærri en til dæmis í Bandaríkjunum. Athyglin kann því að hafa verið yfirþyrmandi. Cate lét þetta þó ekki á sig fá, studdi samstarfskonu sína og brosti sínu blíðasta. Cate var allt í senn glæsileg, sjálfsörugg og hlýleg. Eltihrellir eða vinur? Skyndilega stökk æstur aðdáandi fram fyrir stjörnurnar, í smá stund hélt ég að hér væri kominn eltihrell- ir, en það reyndist þó vera hinn um- deildi Roman Polanski. Leikstjórarn- ir féllust í faðma og spjölluðu mikið. Ég hafði séð myndina auglýsta og fór að leita að sýningartíma. Í ljós kom að aðeins eitt kvikmyndahús ætlaði að sýna myndina og ég dreif mig því af stað. Við mættum þang- að og okkur brá heldur betur í brún þegar að við sáum öryggisverði, æsta aðdáendur og rauðan dregil. Við höfðum aldrei upplifað neitt þessu líkt, þetta var hreint út sagt ótrúlegt. Taugaáfall og karlavandræði Blue Jasmine fjallar um Jasmine (Cate Blanchett) sem fær vægt taugaáfall eftir að ríkur eiginmaður hennar lendir í fang- elsi fyrir fjársvik. Þarf hún að flytja auralaus til systur sinnar Gin- ger (Sally Hawkins) í San Francisco eftir að hafa haft lítil samskipti við hana undanfarin ár. Myndin er lauslega byggð á leikriti Tennes- se Williams, A Streetcar Named Desire, og snýst um það hvernig báðar systurnar reyna að bæta ráðahagi sína en enda því miður alltaf í sama farinu. Það er farið fram og til baka í tíma og að lokum púslast saman at- burðarásin sem útskýrir taugaáfall Jasmine og úr verður kvikmynd sem skoðar viðfangsefni nútímans, áhrif efnahagskreppunnar bæði á þá ríku og millistéttina sem þarf að borga skaða hennar. Tilbreyting frá New York Blue Jasmine er besta mynd Woody Allen í mörg ár. Undanfarin ár hef- ur hann gert kvikmyndir í Evrópu sem hafa verið skemmtilegar og fyr- ir augað en eldri aðdáendur hafa saknað klassísku kvikmyndaaðferða hans. Hér er á ferðinni mynd sem mun höfða til beggja aðdáenda- hópa þar sem persónur og samtöl eru vel úthugsuð og á sama tíma gerist myndin í San Francisco sem er góð tilbreyting frá New York. Hún nær einnig að vera kómísk á köflum þegar mjög alvarleg viðfansgefni eru til skoðunar. Stórleikur Cate Blanchett Í kvikmyndinni eru samankomn- ir stórleikarar úr Hollywood sem standa sig allir vel en það er Cate Blanchett sem stendur upp úr í hverri einustu senu og hefur nú þegar verið orðuð við óskarsverð- launin. Árið 2013 hefur vægast sagt ekki verið gott kvikmyndaár, Blue Jasmine er kannski ekki fyrir alla, en er ein af betri myndum ársins. Það er vel þess virði að sjá hana einung- is fyrir leik Blanchett. Blue Jasmine tekst að gera það sem bestu kvik- myndirnar gera – fylla mann af spurningum og áhuga á að ræða hana að áhorfi loknu. n 26 Fólk 2. september 2013 Mánudagur Donald Trump kemur Miley til varnar S öng- og leikkonan Miley Cyr- us þótti afar djörf í atriði sínu á VMA-verðlaunahátíðinni í síðustu viku og hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir vikið. Hún hefur nú fengið stuðning úr óvæntri átt, en milljarðamæringurinn og Apprentice-stjarnan Donald Trump hefur komið henni til varnar. „Miley, ekki láta þau ná til þín. Þau eru bara öfundsjúk,“ segir Trump á myndbandsupptöku sem hann birti á fimmtudag. En hún virðist hafa verið gestur á einu af hótelunum hans á þeim tíma. Miley þykir hafa tekist að gera umdeilt lag, enn umdeildara, en á hátíðinni söng hún fyrst sitt eigið lag og tók svo þátt í laginu Blurred Lines með Robin Thicke. En lagið hefur verið gagnrýnt harðlega þar sem það þykir gera kynferðisofbeldi hátt undir höfði. Miley kom fram í efnislitl- um fötum og lék eftir kynferðis- legar stellingar og hreyfingar. Leik- og söngkonan hefur unnið að því hörðum höndum að fjarlægja sig barnastjörnulífinu sem hún átti, en hún er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Hannah Montana, sem sýndir voru á Disney-rásinni í Bandaríkjunum. Miley gaf á dögun- um út nýja plötu sem þótti taka talsvert aðra stefnu en aðdáend- ur hennar, sem helst eru telpur og unglingsstúlkur, áttu að venjast. n n Með Woody Allen á frumsýningu Blue Jasmín í París n „Miley, ekki láta þau ná til þín. Þau eru bara öfundsjúk“ Stjörnur með genagalla 1 Ashton Kutcher með fit á milli tánna Ashton sagði frá því í viðtalsþætti Jonathan Ross á BBC One að hann væri með fit á milli tánna. „Það er ekkert asnalegt við það, ég er bara með tengdar tær,“ sagði Ashton. „Þegar allt annað er svo glæst við útlit mitt, þá verður eitthvað að vera gallað.“ 2 Taye Diggs með 12 fingur Glæsti líkamsræktar- frömuðurinn Taye Diggs fæddist með aukafingur á hvorri hönd. Fingurnir voru fjarlægðir. Fæðingar- gallinn kallast poludactyly, fleiri stjörnur hafa fæðst með auka fingur, þeirra á meðal Gemma Arterton. 3 Karolina Kurkova með engan nafla „Hún gekkst undir aðgerð þegar hún var hvítvoðungur,“ sagði upplýsingafulltrúi hennar við dagblaðið Daily News en naflaleysið vakti athygli á pöllunum. Á síðum tísku- blaðanna hefur naflanum ávallt verið bætt við með aðstoð Photoshop. 4 Mark Wahlberg með þriðju geirvörtuna Mark Wahlberg er algerlega ófeiminn við að sýna þriðju geirvörtuna. Þriðja geirvartan er vanalega lítil og staðsett til hliðar eða fyrir neðan aðra geirvörtuna. Mark hefur aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að fjarlægja hana. 5 Elizabeth Taylor með tvöföld augnhár Hún var þekkt fyrir seiðandi augnaráð sitt en færri vita að þegar Elizabeth fæddist var hún með tvöfalda röð augnhára kringum aug- un. Slíkt hendir vegna stökkbreytts gens sem kallast FOXC2 og víst er að margar konur myndu þakka fyrir þykk augnhárin. topp 5 Þegar ég gekk rauða dregilinn fyrir tilviljun Sæunn Gísladóttir skrifar ritstjorn@dv.is Leikstjórar spjalla Hér má sjá Woody Allen og vin hans Roman Polanski sem einnig mætti á myndina auk Cate Blanchett og Sally Hawkins sem fara með aðalhlutverkin. Cate í aðalhlutverki Það er Cate Blanchett sem stendur upp úr í hverri einustu senu og hefur nú þegar verið orðuð við Óskarsverðlaunin. Gekk of langt? Miley Cyrus hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framkomu á hátíðinni. Til varnar Donald Trump segir gagnrýnendur vera öfundsjúka. MYNd: MYNd: REuTERS Eastwood stendur í skilnaði Clint Eastwood og eiginkona hans Dina Eastwood standa nú í skilnaði, en þau hafa ekki búið saman í meira en ár. „Clint hætti að elska Dinu fyrir löngu síðan,“ sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið US Weekly. Umboðs- maður Clint vildi þó ekkert stað- festa um málið þegar tímartitið setti sig í samband við hann. Hjónin giftu sig árið 1996 og eiga saman eina dóttur, hina 16 ára gömlu Morgan, en Clint átti sjö börn fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.