Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 2
2 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur
Orkuveitan varaði eigendur við
n Íbúar án rafmagns í þrjá sólarhringa vegna þess að eigendur brugðust ekki við viðvörunum
E
igendur verslunarhúsnæðis
í Hamraborg 7 fengu að vita
um yfirvofandi lokun á hita og
rafmagn með hálfs mánaðar
fyrirvara. Þrátt fyrir það virðist sem
þeir hafi ekki brugðist við, né heldur
látið íbúa húsnæðisins vita. DV fjall-
aði á mánudaginn um íbúa í húsinu
sem urðu fyrir því að rafmagn og hiti
var tekinn af húsnæðinu. Ástæð-
an var sú að eigendur húsnæðisins
höfðu ekki staðið í skilum gagnvart
Orkuveitunni. Rúmlega 70 manns
búa í húsinu, meðal annarra hjón
með vikugamalt barn. Þau urðu
eins og gefur að skilja fyrir miklum
óþægindum vegna málsins. Félagið
sem á húsið heitir Umboðsverslun-
in Vista ehf. en Róbert Þór Sighvats-
son, fyrrverandi landsliðsmaður í
handbolta, er einn eigenda.
„Lokunum er einungis beitt þegar
vanskil eru orðin veruleg, ítrekað
hefur verið gengið eftir greiðslu og
önnur úrræði hafa reynst árangurs-
laus,“ segir Eiríkur Hjálmarsson,
upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykja-
víkur, í skriflegu svari við spurningu
DV. Hjálmar vísar á eigendur hús-
næðisins og segir ábyrgðina vera
þeirra: „Það er á ábyrgð húseiganda
að réttur aðili sé skráður fyrir orku-
notkun og að leigjendur hans verði
ekki fyrir óþægindum vegna van-
skila.“
Þá segir hann að áður en til slíkr-
ar lokunar komi sé skráðum notanda
tilkynnt með 14 daga fyrirvara bréf-
lega um yfirvofandi lokun. „Og síð-
an er ítrekað reynt að hafa samband
við hann símleiðis áður en til lokun-
ar kemur. Skráður notandi hefur því
góðan tíma til að hafa samband við
Orkuveituna og semja um greiðslur.
Einungis er lokað fyrir afhendingu ef
viðskiptavinur hefur ekki samband
við fyrirtækið og semur um greiðslu
eða ekki næst í hann.“
Orkuveitan kannar ekki sér-
staklega aldur eða stöðu íbúa í
þeim húsum þar sem á að loka fyr-
ir afhendingu, segir í svari Hjálm-
ars. n
jonbjarki@dv.is
„Við erum á kúpunni“
n Kreppa ríkir á veiðileyfamarkaði n Ekki lengur litið á Ísland sem laxveiðiparadís
M
ikill samdráttur hefur ver-
ið í sölu á laxveiðileyfum
síðastliðin ár og er vax-
andi óróleiki meðal veiði-
leyfissala vegna hás verð-
lags. Að nokkru leyti má rekja hátt
verðlag til tregðu bænda til að laga
verð á leigu áa að nýjum aðstæðum.
Árið 2012 var verð veiðileyfa, miðað
við vísitölu, í sögulegu hámarki og
auk þess varð hrun í laxveiði. Bjarni
Júlíusson, formaður Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur, segir að þegar slíkt
hámark í verði kemur í skallann á
slíkum aflabresti hljóti eitthvað að
gefa eftir.
Íslenskir veiðimenn fara
frekar til Spánar
Segja má að góð veiði í sumar hafi
bjargaði Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur frá gjaldþroti. „Við erum ekki
gjaldþrota, en við erum á kúpunni,“
segir Bjarni Júlíusson. Að sögn hans
er helsta ástæðan fyrir slæmri fjár-
hagsstöðu félagsins sú að bænd-
ur rukki of mikið fyrir leigu á ám.
Hann segir að krafa bænda um háa
leigu skili sér beint út í verð á veiði-
leyfum. „Það er ekki hægt að selja ís-
lenskum veiðimönnum veiðileyfi á
þessu verði.“ Eftir hækkanir í fyrra
og hitteðfyrra hafi erlendum veiði-
mönnum fækkað. Samhliða hafi Ís-
lendingar nær alveg hætt að kaupa
leyfi. „Verð á veiðileyfum er orðið
það hátt að fólk er farið að íhuga
aðra afþreyingarkosti. Veiðimenn
segja bara: Nei takk, ég er farinn til
Spánar í hálfan mánuð fyrir sama
pening og það kostaði að fara í þrjá
daga í Norðurá eða Miðfjarðará,“
segir Bjarni.
Veiðileyfasalar og landeigendur
verða að finna lausn
Fjárhagsvandamál tengd verði veiði-
leyfa virðast ekki vera einungis bund-
in við Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Svört skýrsla sem Landssamband
stangaveiðifélaga gaf út í maí sýn-
ir að staða stangaveiða á Íslandi er
grafalvarleg. Þar segir meðal annars
að áhugi ferðamanna á Íslandi sem
laxveiðiparadís hafi minnkað og að
þrjátíu prósenta samdráttur í sölu
veiðileyfa sé staðreynd. Í skýrsl-
unni segir að ögurstund markaðsins
sé runnin upp og því verði veiði-
leyfasalar og landeigendur að setjast
niður og finna lausn. Til að leiðrétta
ástandið er sagt í skýrslunni að þörf
sé á að lækka verð á veiðileyfum um
allt að tuttugu prósent á besta veiði-
tíma, um mitt sumar. „Verðlagning
veiðileyfa hefur farið tugi prósenta
fram úr almennu verðlagi síðastliðin
ár. Það hefur ekkert gengið til baka
til að jafnast á við almennt verðlag,“
segir Árni Þór Sigurðsson, stjórn-
armaður í Landssambandi stanga-
veiðifélaga.
Erlendum veiðimönnum fækkar
Ekki nóg með að hrun hafi orðið í sölu
veiðileyfa til íslenskra veiðimanna
heldur hefur erlendum stangveiði-
mönnum fækkað umtalsvert. Í skýr-
slu Landssamband stangaveiðifélaga
kemur fram að samdráttur í sölu til
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
„Það er ekki hægt að selja
íslenskum veiðimönnum
veiðileyfi á þessu verði
Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Bjarni Júlíusson segir félagið ekki vera
gjaldþrota en að róðurinn hafi verið erfiður síðastliðin misseri, sér í lagi vegna kröfu land-
eigenda um háa leigu.
Flutt út fyrir
269 milljarða
Árið 2012 voru fluttar út sjávar-
afurðir að verðmæti 269 millj-
arða króna og jókst verðmæti
þeirra milli ára um 6,8 prósent og
í magni um 11,3 prósent. Þetta
kemur fram á vef LÍÚ en þar kem-
ur fram að eins og svo oft áður sé
verðmæti þorsks langmest, eða
um 83 milljarðar króna. „Þar næst
koma uppsjávartegundir eins og
loðna, síld og makríll en hlutur
uppsjávartegunda var um 29% eða
um 77,8 milljarðar króna,“ segir í
frétt LÍÚ.
400 plöntur
haldlagðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði umfangsmikla kanna-
bisræktun í húsi á Kjalarnesi fyrir
helgina. Við húsleit á áðurnefnd-
um stað var lagt hald á um 400
kannabisplöntur, en karl og kona á
þrítugsaldri voru handtekin í þágu
rannsóknarinnar. Í framhaldinu
var framkvæmd leit í híbýlum sem
fólkið hefur einnig yfir að ráða
annars staðar á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar var lagt hald á nokkrar
kannabisplöntur til viðbótar, auk
lítilræðis af öðrum fíkniefnum.
Í tilkynningu minnir lögreglan
á fíkniefnasímann 800-5005. Í
hann má hringja nafnlaust til að
koma á framfæri upplýsingum um
fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er
samvinnuverkefni lögreglu og toll-
yfirvalda og er liður í baráttunni
við fíkniefnavandann.
Rannsaka
meint samráð
Samkeppniseftirlitið framkvæmdi
húsleit hjá Eimskipafélagi Íslands
hf., Samskipum hf. og tilteknum
dótturfélögum þessara fyrirtækja
á þriðjudag. Í tilkynningu sem
Samkeppniseftirlitið sendi frá sér
kemur fram að aðgerðirnar séu
liður í rannsókn sem ætlað er að
varpa ljósi á hvort vísbendingar
um ólögmætt samráð fyrirtækj-
anna og hugsanlega misnotkun á
markaðsráðandi stöðu eigi við rök
að styðjast.
Til húsleitanna var aflað úr-
skurða frá héraðsdómi Reykja-
víkur. Síðdegis á þriðjudag gat
Samkeppniseftirlitið ekki gefið frek-
ari upplýsingar um rannsóknina.
Voru varaðir við Eigendur hússins voru varaðir við því að rafmagn og hiti yrði tekinn af
húsinu ef þeir greiddu ekki skuld við Orkuveituna. Íbúar vissu hins vegar ekkert. Mynd SigtRygguR ARi