Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 10
10 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur
H
ælisleitandinn sem svipti
sig lífi í Skessuhelli við smá
bátahöfnina í Reykjanesbæ
á sunnudaginn var frá Tékk
landi. Hann kom hingað
til lands frá Kanada fyrir tveimur
mánuðum og óskaði eftir því að fá
viðurkenningu á stöðu sinni sem
flóttamaður hér. Manninum er lýst
sem hlédrægum einfara en hann var
um fertugt.
Hann bjó með syni sínum á gisti
heimilinu en drengurinn er nú um
sjón barnaverndaryfirvalda. Ekki fást
upplýsingar um nafn mannsins eða á
hvaða forsendum hann sótti um hæli
hér á landi. Fjöldi hælisleitenda býr
við þröngan húsakost á gistiheim
ilinu Fit en íbúum þar hefur fjölgað
verulega á síðustu árum.
Fengu áfallahjálp
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúi
gistiheimilisins fremur sjálfsvíg. Árið
2008 svipti lettneskur karlmaður sig
lífi á gistiheimilinu. Hann hafði sótt
um hæli hér og taldi lífi sínu ógnað
í heimalandinu. Þá hafa fleiri hælis
leitendur reynt að svipta sig lífi en
mörgum er minnisstætt þegar Íran
inn Mehdi Kavyan Pour reyndi að
kveikja í sér inni á skrifstofu Rauða
krossins. DV veit um fleiri dæmi um
slíkt en fjallað verður um þau síðar í
þessari umfjöllun.
25 hælisleitendur sem búa á gisti
heimilinu fengu áfallahjálp hjá sér
stöku áfallahjálparteymi sem skipað
var sálfræðingum Rauða krossins í
Reykjanesbæ á mánudag. „Svona
er auðvitað alltaf sorgaratburður
og það er eðlilegt að fólk sýni við
brögð við því,“ segir Áshildur Linnet,
framkvæmdastjóri Rauða krossins í
Hafnarfirði, í samtali við DV. Margir
þeirra sem búa á gistiheimilinu hafa
dvalið þar í marga mánuði. Einn við
mælenda blaðsins hefur nú verið
þar í 21 mánuð án þess að fá úrlausn
sinna mála.
Oftast inni í herbergi
Blaðamaður DV heimsótti gisti
heimilið á þriðjudag og hitti nokkra
hælis leitendur sem eru búsettir þar.
Þeir eru harmi slegnir yfir atburðin
um. „Hann var mikill einfari,“ segja
hælis leitendurnir Modibu og Idrissa
í samtali við DV. Þrátt fyrir að fé
lagarnir, sem eru frá Afríkuríkinu
Malí, hafi búið á sama gangi og mað
urinn, vissu þeir aldrei hvað hann
hét. Þeir segja hann hafa haldið sig
mikið til hlés. „Hann var oftast inni í
herbergi sínu.“
Sonur mannsins, sem er á tán
ingsaldri, kom síðar til landsins, eða
fyrir um það bil þremur vikum, og
hélt til hjá honum í litlu herbergi á
gistiheimilinu. Heimildir DV herma
að hann hafi verið eina barnið á gisti
heimilinu. Þeir íbúar á gistiheim
ilinu sem blaðamaður ræddi við
sögðu allir sömu söguna. Feðgarnir
hafi ekki eignast vini á gistiheimilinu
og verið út af fyrir sig. Sonurinn hafi
þó stundum túlkað fyrir föður sinn,
þegar þá vanhagaði um eitthvað.
Með barn á gistiheimilinu
Gistiheimilið Fit þykir ekki ákjósan
legur staður fyrir börn en viðmæl
endur DV sögðu mjög óalgengt að
börn væru hýst þar. Ef svo bæri und
ir, væri það einungis gert í örfáa daga
á meðan verið væri að leita að öðr
um húsakosti. Barnaverndarnefnd
Reykjanesbæjar getur ekki svarað
því hvers vegna feðgarnir hafi búið
saman á gistiheimilinu, sem hefur
verið hugsað sem vistarverur fyrir
einstæða og fullorðna karlmenn.
„Ég get ekki upplýst þig um
einstök mál,“ segir María Gunnars
dóttir, forstöðumaður barnavernd
ar Reykjanesbæjar. Málið vekur
athygli meðal annars vegna þess að
maðurinn kom frá Tékklandi sem
er í Evrópusambandinu. Tékkneskir
ríkis borgarar geta farið óhindrað um
Evrópu og sest að þar sem þeir vilja,
maðurinn óskaði hins vegar eftir því
að fá viðurkenningu á stöðu sinni
sem flóttamaður hér. Hann framdi
sjálfsvíg á meðan yfirvöld hér á landi
höfðu umsókn hans til meðferðar.
Maður sem svipti sig lífi á gistiheim
ilinu árið 2008 kom frá Eistlandi en
hann hafði einnig óskað eftir hæli
hér.
Leyndarhjúpur
Mikil leynd hvílir yfir málinu en
hjá Útlendingastofnun fengust þær
upplýsingar að drengurinn sé nú
í umsjón barnaverndaryfirvalda í
Reykjanesbæ. Þá hafi honum verið
tryggð áfallahjálp. „Hælisleitandinn
hafði dvalið á Íslandi um skamma
hríð ásamt syni sínum,“ segir í skrif
legu svari frá Þorsteini Gunnarssyni,
sviðsstjóra hjá Útlendingastofnun.
Ekki fást upplýsingar um það
hvort drengurinn eigi móður á lífi,
og þá hvort hún sé í Tékklandi. „At
vik málsins eru nú til rannsóknar
hjá rannsóknardeild lögreglunnar á
Suðurnesjum. Stofnunin getur ekki
gefið frekari upplýsingar um máls
atvik en bendir á fréttatilkynningu
frá lögreglunni á Suðurnesjum.“ Lög
reglan á Suðurnesjum veitir ekki
frekari upplýsingar um málsatvik.
Munu fá áfallahjálp áfram
Algengt er að hælisleitendum líði
ekki vel og atburður eins og sá sem
átti sér stað á sunnudag getur ýft upp
gömul sár. Áshildur Linnet segir líð
an íbúa á gistiheimilinu í kjölfar
þessa sorgaratburðar vera eftir at
vikum. Þetta hafi tekið mismikið á
menn. „Við fórum yfir það hvernig
þeir geta stutt hvern annan og hver
séu eðlileg viðbrögð fólks við svona
áfalli.“ Þá segir hún að Rauði kross
inn muni fylgja málinu eftir með sér
stakri eftirfylgni sem verður í boði
fyrir hópinn.
Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir
eru algengar á meðal hælisleitenda.
DV hefur heimildir fyrir því að hæl
isleitandi frá Írak hafi reynt að fremja
sjálfsvíg í byrjun sumars og end
að á bráðamóttöku. Þá segir heim
ildarmaður blaðsins að annar hæl
isleitandi, frá Afganistan, hafi reynt
slíkt hið sama rétt fyrir jól í fyrra. Sá
hefur verið flóttamaður allt sitt líf og
þegar í ljós kom að vísa ætti honum
úr landi ákvað hann að taka til sinna
ráða. Hann er ennþá á Íslandi og bíð
ur svara frá Útlendingastofnun varð
andi sitt mál.
Reyndi að kveikja í sér
Mörgum er minnisstætt þegar Íran
inn Mehdi Kavyan Pour reyndi að
kveikja í sér inni á skrifstofu Rauða
krossins. Þá hafði hann beðið í sjö
ár í von og óvon eftir svörum frá
Útlendingastofnun. Þegar í ljós kom
að hafna átti umsókn hans um hæli
ákvað hann að enda líf sitt með þess
um dramatíska hætti. Það tókst sem
betur fer ekki og málið komst á skrið
inni í kerfinu sem leiddi síðar til þess
að Mehdi fékk hæli hér á landi.
DV fjallaði einnig um mál palest
ínska flóttamannsins, Mousa Al
Jaradat, sem reyndi að fyrirfara sér
á gistiheimilinu Fit árið 2011. Hann
óttaðist um líf sitt og sagðist hafa
orðið fyrir líflátshótunum í heima
landi sínu. Fjallað var um málið í öll
um helstu fjölmiðlum á sínum tíma
en Mousa var síðar sendur úr landi á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn
ar. Hvorki hefur heyrst eða spurst frá
honum síðan.
Engar tölulegar upplýsingar
DV óskaði eftir tölulegum upp
lýsingum um hversu margir
hælisleitendur hefðu svipt sig lífi
síðustu tíu ár og hversu margir
hefðu reynt slíkt. Í skriflegu svari frá
Þorsteini Gunnarsyni, sviðsstjóra
Útlendingastofnunar, fengust þau
svör að stofnunin væri með eitt skráð
tilfelli varðandi sjálfsvíg hælisleit
enda. Að öðru leyti vísaði hann á lög
regluna varðandi upplýsingar um
sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraunir.
Málið sem Þorsteinn vísar til er
mál lettneska karlmannsins sem
fjallað var um hér fyrir ofan. Sá fyrir
fór sér inni á baðherbergi gistiheimil
isins haustið 2008. Lítið fór fyrir mál
inu á sínum tíma. Heimildarmaður
DV segir að íbúum gistiheimilis
ins hafi ekki verið boðin áfallahjálp
í kjölfar atburðarins. Lögreglan hafi
komið, hreinsað til, og farið, en
íbúarnir skyldir eftir í tómarúmi.
Notuðu sama baðherbergi
Par frá Kósóvó, sem hafði deilt bað
herbergi með manninum, bað í
kjölfarið um að fá annað herbergi.
Þau vildu ekki baða sig í baðkarinu
þar sem maðurinn lét lífið. Þeirri
beiðni var hins vegar hafnað, sam
kvæmt heimildum DV. „Þau þurftu
bara að dúsa þarna áfram og sætta
sig við að vera minnt á þennan
hræðilega atburð daglega.“
Þorsteinn svarar ekki spurningu
DV um hvort hælisleitendum
hafi verið boðin áfallahjálp í kjöl
far sjálfsvígsins 2008, en segir að
nú hafi öllum staðið áfallahjálp til
boða: „Ég vil árétta að þeim sem
búa á gistiheimilinu Fit hefur verið
boðin áfallahjálp á vegum RKÍ
og þess utan stendur öllum þeim
hælis leitendum sem dvelja á vegum
Reykjanesbæjar til boða félagsleg
ráðgjöf og sálfræðiaðstoð sem hluti
af almennri þjónustu við hælisleit
endur.“ n
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Leynd yfir sjáLfsvígi
n Ekki fyrsta sinn sem hælisleitandi á Fit fyrirfer sér n 25 hælisleitendur fengu áfallahjálp
„Hann
var
mikill einfari
Á sama gangi Modibu og Idrissa
frá Malí búa á sama gangi og sá sem
fyrirfór sér en þeir segja að hann hafi
verið mikill einfari. MyNd SigtRygguR ARi
Með barnið á Fit Maðurinn sem svipti
sig lífi var frá Tékklandi en sonur hans kom
til landsins fyrir þremur vikum og bjó með
föður sínum á gistiheimilinu.
Hælisleitendum líður illa Algengt er að hælisleitendum líði ekki vel og atburður eins og
sá sem átti sér stað á sunnudag getur ýft upp gömul sár. 25 hælisleitendur fengu áfallahjálp
á mánudag. MyNd SigtRygguR ARi