Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 11
„Vítahringur
Vitleysunnar“
Fréttir 11Miðvikudagur 11. september 2013
V
ið erum í vítahring vegna
þess að fólk eykur vinnu-
tímann af því að grunn-
kaupið er lágt en langur
vinnutími tengist alls
staðar lélegri framleiðni. Svo koma
menn og segja: Kaupið verður að
vera svo lágt af því að framleiðnin
er svo lítil. Þannig að þetta er svona
vítahringur vitleysunnar í raun og
veru.“ Þetta segir Stefán Ólafsson,
prófessor í félagsfræði við Háskóla
Íslands, í samtali við DV. Gögn frá
Eurostat og Hagstofu Íslands sýna
að kaupmáttur tímakaups á Íslandi
var um 82 prósent af meðaltali ESB-
ríkja á árinu 2010, og langt fyrir
neðan þau lönd sem við viljum bera
okkur saman við. Með kaupmætti
tímakaups er átt við hversu mikið af
vörum og þjónustu fólk getur keypt
fyrir hverja unna klukkustund.
Landið er í 20. sæti á lista
Eurostat yfir kaupmátt tímakaups
í löndum Evrópu og skipar sér á
sess með löndum eins og Möltu og
Slóveníu. Írland, Danmörk, Sviss
og Noregur tróna á toppi listans
með hæsta tímakaupið. Stefán fjall-
aði nýlega um þessar tölur á heima-
síðu sinni og benti á að Ísland væri
óeðlilega mikið láglaunaland, mið-
að við ríkidæmi þjóðarinnar: „Við
vinnum um átta klukkustundum
lengur en Norðmenn á viku hverri.
Það er einn virkur dagur sem við
erum lengur í vinnu en Norðmenn
– á hverri viku. Einn heill dagur!
Það er mikill munur á lífskjörum.“
Mikil yfirvinna
Stefán segir Íslendinga bæta
stöðu sína svolítið með því að
vinna langan vinnutíma og mikla
aukavinnu. Þá sé algengara að hér á
landi séu tvær fyrirvinnur á hverju
heimili. „Þannig að með auknu
vinnumagni nær fólk að bæta sér
tekjurnar aðeins upp fyrir þetta, án
þess þó að það sé neitt viðunandi.“
Hann segir þetta lélega „stragetíu“.
„Hún þýðir að það er mikið álag
á fjölskyldur, ekki síst barnafjöl-
skyldur. Hún þýðir líka lítil lífsgæði
vegna þess að frítíminn er auðvitað
líka lífsgæðaþáttur. Og í þriðja lagi
þýðir þetta það að framleiðnin
verður mjög lítil.“
Hann segir kaupmátt tíma-
kaupsins hafa hrapað mikið við
hrunið. „Við hröpuðum náttúrulega
niður í kaupmætti þegar krónan
hrundi á árinu 2008. Þannig að hér
varð kaupmáttarskerðing á þess-
um krepputíma sem var meiri en
annars staðar í Evrópu og við sitjum
dálítið í súpunni með það.“ Hann
segir kaupmáttinn hafa aukist svo-
lítið frá hruni og nefnir árið 2011
sérstaklega í því samhengi. Hins
vegar hafi ekki verið mikil kaup-
máttaraukning árið 2012 og það
sem af er árinu 2013. „Frá mínum
bæjardyrum séð er afskaplega mik-
ilvægt fyrir okkur að komast áfram
og upp úr þessu kreppu ástandi.“
Kaupmáttur stendur í stað
Í ljósi þessara talna fæst ekki betur
séð en Ísland sé langt á eftir Norður-
löndunum þegar kemur að kaup-
mætti. Stefán segir þó mikilvægt að
við berum okkur ennþá saman við
þessi nágrannaríki okkar. Séum við
ekki samkeppnishæf við Norður-
löndin, sé næsta víst að fólk muni
einfaldlega flytja frá Íslandi og setjast
að í nágranna ríkjunum. „Þá missum
við bara fólk í stórum stíl þangað.
Við sjáum hvernig það hefur verið að
gerast með heilbrigðis starfsfólk og
iðnaðarmenn í miklum mæli. Þeir
fara til Noregs, til dæmis í hlutastörf,
og menn ná inn íslenskum mánað-
arlaunum á tíu dögum.“
Hann segir það ekki mega gerast
að hér á landi verði viðvarandi lág-
launastefna. „Það er ekki bara slæmt
fyrir heimilin hefur líka atvinnulífið.
Vegna þess að þá verður eftirspurn
eftir vöru og þjónustu sem fram-
leidd er á Íslandi allt of lítil og það
kemur bara niður á hagvextinum.“
Hann segir nauðsynlegt að kaupið
hækki og nefnir árið 2011 aftur sem
dæmi, en þá var kaupmáttaraukn-
ingin fjögur prósent þar sem kaup
hækkaði umfram verðlag. Þróunin
hafi hins vegar ekki verið nógu góð
eftir það, en það sem af er ári hef-
ur kaupmáttur svo gott sem staðið
í stað.
Stytting vinnudagsins
„Kauphækkunin gefur örvun í hag-
vöxtinn sem kemur heimilunum vel,
sem kemur fyrirtækjunum vel.“ Stef-
án segir að fara þurfi í mjög harka-
lega baráttu gegn verðhækkun-
um samhliða þessu. „Ef við ætlum
að hækka kaupmáttinn er alltaf sú
hætta að atvinnurekendur fleyti
kauphækkunum beint út í verð-
lagið og verðbólgan éti þetta upp.“
Þess vegna þurfi hagsmunasamtök,
stjórnvöld og atvinnurekendur að
beita miklu aðhaldi úr öllum áttum
eins og gert var í kjölfar þjóðarsátt-
arinnar 1990.
Þá segir Stefán að fara þurfi í átak
til þess að auka framleiðni í landinu.
„Við þurfum að reyna að stytta
vinnutímann, setja yfirvinnukaup-
ið inn í grunnlaunin og ná sömu af-
köstum á 40 tímum og við erum í
dag að ná á 45 tímum. Það nýtist öll-
um betur, léttir álagi af heimilunum
og gerir atvinnureksturinn líka hag-
kvæmari.“ Menn geti vel náð meiri
afköstum á styttri tíma, en það spari
bæði tíma og kostnað. Hann segir
þetta vera vítahring sem tími sé
kominn til að brjótast út úr. „Þegar
kemur að kjarasamningum í haust
verðum við búin að sitja í gegnum
tvö ár þar sem er eiginlega engin
kaupmáttaraukning og það er ekki
bjóðandi fólki.“ n
n Kaupmáttur miðað við tímakaup á Íslandi svipaður og í Slóveníu og á Möltu
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Ný þjóðarsátt
Stefán Ólafsson segir
að hagsmunasamtök,
stjórnvöld og atvinnu-
rekendur þurfi nú að
beita miklu aðhaldi úr
öllum áttum eins og
gert var í kjölfar þjóðar-
sáttarinnar 1990.
Írl
an
d
D
an
m
ör
k
Sv
is
s
N
or
eg
ur
Lú
xe
m
bo
rg
Br
et
la
nd
Be
lg
ía
Þý
sk
al
an
d
H
ol
la
nd
Fi
nn
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
M
.ta
l e
vr
ul
an
da
Fr
ak
kl
an
d
Ít
al
ía
M
.ta
l E
SB
Ký
pu
r
Au
st
ur
rík
i
Sp
án
n
M
al
ta
Ís
la
nd
Sl
óv
en
ía
Kr
óa
tía
Po
rt
úg
al
Pó
lla
nd
Té
kk
la
nd
M
ak
ed
ón
ía
U
ng
ve
rja
la
nd
Ei
st
la
nd
Ty
rk
la
nd
Sl
óv
ak
ía
Le
tt
la
nd
Li
th
áe
n
Rú
m
en
ía
Bú
lg
ar
ía
Tímakaup í Evrópu
árið 2010
Frávik frá meðaltali ESB ríkja (100),
í evrum á jafnvirðisgildi (PPP)
144 142
139 138
132
124 122
116 114
110
104 104 104
100 100 98 96
89
83 82
79
67 67
62
54 53 53 51 51 51
43 42
37
33
„Við þurfum
að reyna að
stytta vinnutím-
ann …