Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Side 12
12 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur
Loksins laus úr haldi
n Var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að senda tölvupóst með viðkvæmum upplýsingum
K
ínversku ljóðskáldi og blaða-
manni, Shi Tao að nafni,
hefur verið sleppt úr fangelsi
eftir að hafa afplánað rúm
átta ár af tíu ára dómi sem hann fékk
árið 2005. Tao var dæmdur fyrir að
senda leynilegar pólitískar upplýs-
ingar í tölvupósti til erlendra aðila.
Málið vakti mikla athygli á sínum
tíma enda sendi Tao upplýsingar
í gegnum netfang sem hann hafði
hjá netrisanum Yahoo. Yahoo veitti
kínverskum yfirvöldum aðgang að
pósthólfi Tao og var hann hand-
tekinn í kjölfarið. Shi Tao var með-
al annars sakaður um að hafa dreift
upplýsingum frá kínverskum yfir-
völdum þar sem blaðamenn voru
hvattir til að fjalla ekki um að fimmt-
án ár væru liðin frá mótmælun-
um á Tiananmen-torgi, Torgi hins
himneska friðar, árið 1989 þar sem
hundruð létu lífið.
Breska blaðið The Guardian hefur
eftir mannréttindasamtökum í Kína
að honum hafi verið sleppt þann 23.
ágúst síðastliðinn, eða 15 mánuð-
um áður en hann átti að ljúka afplán-
un. Ekki liggur fyrir hvers vegna hon-
um var sleppt úr haldi fyrr en áætlað
var. Shi, sem er 45 ára, afplánaði dóm
sinn í borginni Yinchuan og eftir að
honum var sleppt flutti hann heim til
móður sinnar.
Málið átti eftir að draga dilk á eftir
sér fyrir Yahoo og bað forstjóri fyrir-
tækisins, Jerry Yang, fjölskyldu Shi
afsökunar árið 2007. Þá höfðu mann-
réttindasamtök gagnrýnt fyrirtækið
harðlega fyrir að veita kínverskum
yfir völdum aðgang að pósthólfi Shi.
n einar@dv.is
Baðar líkið
í vodka
Georgísk móðir, Tsiuri
Kvaratskhelia, missti 22 ára son
sinn fyrir 18 árum, að því er
Huffington Post greinir frá á vef-
síðu sinni. Harmur hennar var
slíkur að hún gat ekki hugsað sér
að láta grafa hann í jörðu, eins og
tíðkast. Hún greip til sinna ráða.
Hún keypti kistu undir líkið og
kom látnum syni sínum þar fyrir.
Kistan er með glugga. Dag og nótt
bleytir konan klúta og leggur yfir
líkið, til að tefja rotnun. Til verks-
ins notar hún vodka. „Ég geri þetta
til að sonur hans sjái hvernig pabbi
hans leit út,“ segir Kvaratskhelia
sem býr væntanlega ekki svo vel
að eiga myndavél. Fyrst um sinn
notaði hún hefðbundin smyrsl til
verksins, eða þar til hana fór að
dreyma. „Mér var sagt í draumi að
byrja að nota áfengi til að bera á
hann,“ er haft eftir konunni. Hún
segir þó að skipta verði ört um
klúta, að öðrum kosti verði líkið
svart. Ekki fylgir sögunni hvort hún
bruggi sjálf.
Svíndrukkinn
göltur
Ástralskt villisvín komst heldur
betur í hann krappan á dögunum,
þegar það komst yfir 18 bjórdósir
af ungu fólki í útilegu. The Mirror
greinir frá því að það hafi hagað
sér heldur svínslega umrætt kvöld.
Það hafi, eftir að hafa drukkið
stærstan hluta bjórsins, ráð-
ist á kú sem hafði ekkert til saka
unnið. ABC hefur eftir sjónarvott-
um að svínið hafi, nokkru eftir að
hafa dregið bjórinn í burtu, sést
á harðahlaupum undan kúnni –
sem kunni ekki að meta áreitið.
Svínið hafi síðan, í örvæntingu
sinni og eftir nokkurn eltingaleik,
stungið sér til sunds til að komast
undan. Þegar yfir ána var komið
drapst svínið áfengisdauða. Þrátt
fyrir nokkra eftirgrennslan hef-
ur ekki tekist að finna göltinn -
sem hefur væntanlega glímt við
þynnku næsta dag.
Kærður fyrir
nauðgun
Einn af varaforsetum neðri deild-
ar breska þingsins, Nigel Evans,
hefur verið handtekinn í þriðja
sinn á þessu ári. Hann var hand-
tekinn og færður til yfirheyrslu á
þriðjudag en honum er gefið að
sök að hafa nauðgað og beitt ung-
lingspilta kynferðislegu ofbeldi.
Elstu brotin eru frá árinu 2002.
Evans hefur hafnað ásökununum,
eins og títt er. Sjö hafa lagt fram
kæru á hendur honum.
Heimsathygli Mál Shi vakti heimsathygli á sínum tíma og var meðferð Yahoo á honum
mótmælt víða. Þessi mynd sýnir meðlimi Amnesty International í Þýskalandi.
Brenna kirkjur
og Banna kristni
Í
slamistar sem sagðir eru hafa
tengsl við al-Kaída náðu völd-
um í kristna þorpinu Maaloula
í úthjaðri Damaskus, höfuð-
borgar Sýrlands, á laugardag.
Samkvæmt fréttum Mail Online og
Huffington Post höfðu íslamistarn-
ir betur í átökum við sýrlenska her-
inn. Þá kemur fram í fréttum þessara
miðla að íslamistarnir hafi brennt
kirkjur og hótað kristnum íbúum
þorpsins að ef þeir snerust ekki til ís-
lamstrúar yrðu þeir hálshöggnir.
Ríkisreknir fjölmiðlar í Sýrlandi
halda því fram að sýrlenski her-
inn hafi ennþá stjórnina í þorpinu.
Maaloula er fornt fjallaþorp með
ríka sögu en þar tala íbúarnir ennþá
hið sögulega tungumál – aramísku –
Jesús og lærisveinar hans töluðu það
tungumál. Málið hefur vakið upp
spurningar um það hversu stór hluti
uppreisnarmanna í Sýrlandi sé heit-
trúaður og hafi allt aðra framtíðar-
sýn en það frelsi sem margir íbúar
Sýrlands þrá.
CIA þjálfar uppreisnarmenn
„Hvar er Obama forseti, ætlar hann
ekki að verða vitni að því sem við
erum að verða fyrir?“ sagði einn
kristinn íbúi Maaloula í samtali við
Mail Online. Hann lýsti því hvernig
íslömsku uppreisnarmennirnir réð-
ust inn á kristin heimili og tóku yfir
kirkjur í kjölfar þess að þeir tóku yfir
þorpið. „Þeir skutu og drápu fólk.
Ég heyrði byssuhljóð og síðan sá ég
þrjú lík liggja á miðri götunni í gamla
bænum í þorpinu.“
Málið vekur athygli, sérstaklega
í ljósi þess að leyniþjónusta Banda-
ríkjanna (CIA) hefur síðustu ár stutt
við uppreisnarmenn með þjálfun og
vopnum. Íbúar þorpsins segjast hafa
heyrt í mönnum á meðal uppreisn-
armanna sem voru af erlendu bergi
brotnir, en talið er að þeir tengist al-
þjóðlegum hryðjuverkasamtökum.
Í nýlegri frétt Telegraph kemur fram
að CIA hafi þegar þjálfað fjölda upp-
reisnarmanna og veitt þeim vopna-
búnað.
Ótti við að sagan endurtaki sig
Æ fleiri vestræn ríki eru hikandi
við að styðja uppreisnarmenn
með vopnum vegna tengsla sumra
þeirra við al-Kaída og önnur sam-
tök. Þá minnast margir þess með
óhug þegar CIA þjálfaði og vopn-
væddi Mujahideen-skæruliða á tí-
unda áratugnum til þess að berjast
gegn Sovét mönnum. Sumir skæru-
liðanna, Osama Bin Laden þar á
meðal, notuðu þekkingu sína og
færni síðar meir til þess að kúga þjóð
sína þegar ógnarstjórn talíbana tók
við þar í landi. Margir hafa áhyggjur
af því að sagan gæti endurtekið sig,
og að í kjölfar falls Sýrlandsstjórnar
gæti tekið við ógnarstjórn íslamista
sem engu myndi þyrma.
Obama hefur síðustu vikur reynt
að fá stuðning alþjóðasamfélagins
til þess að gera loftárásir á Sýrland.
Hann segir bandarísk stjórnvöld
búa yfir gögnum sem sanni að efna-
vopnaárás sem gerð vera í landinu í
síðasta mánuði hafi verið á ábyrgð
sýrlenskra stjórnvalda. Slík gögn hafa
þó ekki komið fram í dagsljósið en
margir minnast þess þegar ráðist var
á Írak á forsendum byggðum á gögn-
um CIA, sem síðar reyndust fölsk.
Kveiktu í kirkjum
Rami Abdul-Rahman, yfirmaður
mannréttindasamtaka í Sýrlandi,
sagði í samtali við Huffington Post
að árásin hefði verið leidd af Jabhat
al-Nusra, samtökum sem sögð eru
tengjast al-Kaída. Þá sagði hann að
um 1.500 uppreisnarmenn væru
í Maaloula en að sýrlenski her-
inn hefði umkringt þorpið. Kristn-
ir íbúar Maaloula eru sagðir dauð-
hræddir í frétt Mail Online. Sögðu
margir þeirra að uppreisnarmenn
hefðu skipað þeim að snúast til ís-
lamstrúar eða hafa verra af þegar
þeir „frelsuðu“ hið forna þorp. „Ég
sá uppreisnarmennina grípa fimm
þorpsbúa og hóta þeim og segja:
„Annaðhvort snýst þú til íslams-
trúar eða við hálshöggvum þig“.“ Þá
sagði einn viðmælenda blaðsins frá
því að kveikt hefði verði í sögufræg-
um kirkjum og þær tæmdar af verð-
mætum.
Í myndbandi sem birt hefur ver-
ið á veraldarvefnum sést yfirmað-
ur uppreisnarmanna hrópa í átt að
myndavélinni: „Við hreinsuðum
Maaloula undan hundum Assads
og öllum hans óþokkum.“ Sýrlands-
stjórn segist hins vegar vera búin að
ná stjórn í þorpinu í kjölfar harðra
bardaga við uppreisnarmenn. n
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Íslamistar
taka völdin
Heittrúaðir
íslamistar úr röð
um uppreisnar
manna tóku yfir
þorpið Maaloula
í úthjaðri
Damaskus.
Styður við uppreisnarmenn Leyni
þjónusta Bandaríkjanna hefur síðustu ár
stutt við uppreisnarmenn í Sýrlandi með
vopnabúnaði og þjálfun. Mynd: ReuteRS
n Sýrlenskir uppreisnarmenn þvinguðu kristna íbúa til íslamstrúar