Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 11. september 2013
Verða kannski hengdir fyrir hópnauðgun
n Fjórir sakfelldir fyrir hópnauðgun á Indlandi
F
jórir karlmenn voru á þriðju-
dag sakfelldir fyrir hrottalega
hópnauðgun í strætó í Nýju-Delí
í desember í fyrra. Þolandinn
var 23 ára háskólanemi sem lést af
áverkum sem hún hlaut í árásinni
sem varði í nokkrar klukkustundir.
Mennirnir voru fundnir sekir um
nauðgun og morð en búast má við
því að refsing þeirra verði kunngjörð
í dag, miðvikudag. Þeir eiga allir yfir
höfði sér að verða hengdir fyrir glæp-
inn.
Foreldrar stúlkunnar sem lést
felldu tár við dómsuppsögu í dómsal
í Nýju-Delí á þriðjudag þar sem þau
sátu aðeins nokkrum metrum frá
morðingjum dóttur sinnar.
Fyrir utan voru fjölmargir mót-
mælendur samankomnir sem söngl-
uðu „Hengið þá!“ þegar niðurstaðan
lá fyrir.
Fimmti maðurinn sem ákærður
var í málinu svipti sig lífi í fangelsi og
þá var unglingspiltur fundinn sekur
um aðild að málinu í ágúst síðastliðn-
um.
Málið vakti óhug um víða veröld
þegar frá því var greint og varð í kjöl-
farið mikil vitundarvakning á Ind-
landi um þá nauðgunarmenningu
sem þar þrífst.
Mennirnir voru farþegar í strætó
sem ekki var á leið í Nýju-Delí þann
16. desember síðastliðinn. Þeir nörr-
uðu konuna og vin hennar um borð,
börðu vin hennar og hófust síðan
handa við að nauðga konunni hver á
fætur öðrum. Við árásina beittu þeir
meðal annars járnstöng sem þeir
þvinguðu upp í leggöng hennar með
þeim afleiðingum að hún hlaut inn-
vortis áverka sem síðan drógu hana til
dauða tveimur vikum síðar. n
mikael@dv.is
Hommapör aðskilin í
breskum fangelsum
n Brotið á réttindum samkynhneigðra n Stíað í sundur fyrir að leiðast
S
amkynhneigðum föngum
sem stunda saman kynlíf er
iðulega stíað í sundur og refs-
að ef upp um þá kemst. Þetta
er á meðal niðurstaðna sér-
stakrar rannsóknarnefndar um að-
stæður fanga í fangelsum í Englandi
og Wales. Fangar sem komu fyrir
nefndina telja að með þessu sé brot-
ið á rétti þeirra sem opinberlega eru
samkynhneigðir.
National Aids Trust hefur varað
við tilraunum til að koma í veg fyrir
að fangar stundi saman kynlíf á heil-
brigðan máta. Slíkt geti grafið undan
því markmiði að hvetja til þessa að
fangar stundi heilbrigt og öruggt kyn-
líf. Þannig gæti enn dregið úr notk-
un smokka sem aftur gæti aukið tíðni
HIV-smits í fangelsum.
Lítið um rannsóknir
Rannsóknarnefnd um kynlíf í fang-
elsum, sem stofnuð var af Howard
League for Penal Reform, var meðal
annars sett saman af sérfræðingum
á sviði heilbrigðismála, fyrrverandi
fangelsisstjórum og fyrrverandi ráð-
herra fangelsismála. Nefndin komst
að því að jafnvel þó ljóst sé að nokk-
ur hluti karlkyns fanga stundi kynlíf,
sé afar erfitt að afla gagna um tíðni
þess og eðli. Lítið hafi verið athugað
þegar kemur að kynmökum þar sem
báðir aðilar eru samþykkir. Fátt ann-
að en munnmælasögur og orðróm
hafi verið hægt að styðjast við
Auðveldara reyndist að fá upplýs-
ingar og vitnisburð um kynlíf kven-
fanga. Karlkyns fangar hafi hins vegar
virst vera í afneitun þegar þeir hafi
komið fyrir nefndina. Fordómar og
skömm væru ríkjandi í tengslum við
kynlíf karla sín á milli. Þetta kemur
fram í fyrstu drögum að skýrslu sem
nú er í vinnslu.
Fram kemur í drögunum að fanga-
verðir séu sammála um að nokkuð
algengt sé að fangar stundi kynlíf en
það kæmi sjaldan upp á yfirborðið.
Fangar séu sjaldan gripnir við slíka
iðju. Almennt sé hómófóbía útbreidd
í fangelsum, sérstaklega á meðal
yngri fanga. Eldri fangar, sem afplána
langa dóma, eru líklegri til að viður-
kenna að þeir stundi kynlíf í fangels-
um en þeir sem yngri eru eða afplána
styttri dóma. Rannsóknarnefndin
notaði orðið „heteroflexible“ eða
„gagnkynsveigjanlegur“ í hrárri þýð-
ingu, um menn sem líta á sig sem
gagnkynhneigða en eru sveigjanlegir
þegar kemur að kynlífi þegar þeir eru
í fangelsi.
Fangaverðir banna kynlíf
Engar reglur eru til í breskum fang-
elsum sem banna föngum að stunda
kynlíf. Fangaverðir banna hins vegar
slíkt. Yfirmenn fangelsanna segja að
ómögulegt sé fyrir fangaverði að vita
hvenær samræði tveggja fanga eða
fleiri sé með samþykki allra aðila –
og hvenær um nauðganir sé að ræða.
Einn þeirra sem kom fyrir nefndina
hafði setið inni í fjórum mismunandi
fangelsum. Hann sagðist aldrei hafa
orðið var við að fanga væri refsað fyrir
að stunda kynlíf með félaga sínum í
klefa. „Ég hef hins vegar orðið vitni að
því að samkynhneigðum körlum í ást-
arsambandi hefur verið stíað í sund-
ur – jafnvel þó þeir hafi aldrei stundað
kynlíf innan veggja fangelsisins.“
Annar fangi, sem átti í ástarsam-
bandi í fangelsinu, bar að fanga-
verðir hefðu sífellt reynt að standa
menn að verki. „Þeir opnuðu ítrek-
að hjá okkur dyrnar fyrirvaralaust til
þess að reyna að grípa okkur í bólinu.
Það tókst auðvitað aldrei en við vor-
um alltaf á nálum. Eldri fangavörð-
ur kom einu sinni að okkur í klef-
anum þar sem við sátum hlið við
hlið og héldumst í hendur og horfð-
um á kvikmynd. Hann skipaði okkur
að hætta að leiðast, að öðrum kosti
myndi hann veita okkur áminn-
ingu með það að markmiði að svipta
okkur áunnum réttindum.“
Erfitt að fá smokka
Fangar sem reyndu að fela kynlífs-
athafnir sínar fyrir fangavörðum
sögðust oft eiga í vandræðum með að
verða sér úti um smokka. Misjafnt er
hvernig aðgengi að hreinlætisvörum,
smokkum og sleipiefnum er háttað. Í
sumum fangelsum geta fangar sótt í
slíkt að vild en í öðrum þarf fangi að
hitta lækni til að fá slíkar vörur.
Chris Sheffield, fyrrverandi fang-
elsisstjóri og formaður nefndarinn-
ar, segir að fangelsi verði að passa vel
upp á þá fanga sem eru berskjaldaðir
fyrir öðrum. Fangelsi séu staðir þar
sem mikil hætta sé á kynferðislegri
misnotkun – og þannig smiti sjúk-
dóma. „Þörfin á skaðaminnkun og
innleiðingu reglna um kynlífsathafn-
ir í fangelsum er afar mikil. Ekki bara
fyrir fanga heldur samfélagið allt.“ n
Samkynhneigð í
fangelsum Þeir sem hafa
setið inni lengi, og eru eldri,
viðurkenna frekar að þeir
stundi kynlíf með samföng-
um sínum. Mynd: REutERS
Lokkaði ljón
inn í lögreglubíl
Óvenjulegt mál kom upp í
Persaflóaríkinu Kúveit á dögun-
um þegar ljón slapp úr búri sínu
og gerði íbúum Kúveitborgar líf-
ið leitt. Það var óbreyttur borgari
sem náði að fanga dýrið en það
gerði hann með því að lokka það
inn í lögreglubíl og loka dyrun-
um. Talið er að ljónið, sem var
sem betur fer ekki orðið full-
orðið, hafi sloppið frá moldríkum
eiganda sínum í borginni, en þar
eru framandi dýr til merkis um
góða stöðu viðkomandi.
Flækings-
hundar verði
drepnir
Hundruð íbúa Búkarest, höfuð-
borgar Rúmeníu, hafa krafist þess
að átak verði gert til að útrýma
flækingshundum í borginni.
Ástæðan er sú að einn slíkur
hundur varð fjögurra ára dreng
að bana í borginni í síðustu viku.
Borgarstjórinn, Sorin Oprescu,
segir að málið verði lagt í dóm
kjósenda þann 6. október næst-
komandi en þá munu íbúar borg-
arinnar verða spurðir hvort þeir
vilji að flækingshundum verði
útrýmt. Að sögn yfirvalda urðu
um 1.100 manns fyrir árásum
flækingshunda í borginni á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs.
Áhyggjur af
auknu ofbeldi
Borgarstjórn Gautaborgar í Sví-
þjóð kom saman á fundi á mánu-
dag þar sem tíðar skotárásir í
borginni voru til umræðu. Tveir
létust í síðustu viku og tveir voru
fluttir með skotsár á sjúkrahús, en
talið er að skotárásirnar tengist
stríðandi fylkingum í undirheim-
um borgarinnar.
„Við þurfum að herða vopna-
löggjöfina. Ástandið er gjörsam-
lega óásættanlegt,“ sagði Anneli
Hulthén, fulltrúi Jafnaðarmanna-
flokksins í borgarstjórn Gauta-
borgar, á blaðamannafundi að
loknum fundinum. Fulltrúar lög-
reglu voru boðaðir á fundinn og
þar voru ræddar mögulegar leið-
ir til að stemma stigu við þessu
aukna ofbeldi í undirheimunum.
„Hengið nauðgara“ Mótmæl-
endur komu saman fyrir utan
réttarsalinn í Nýju-Delí á þriðjudag
þegar fjórir menn voru sakfelldir fyrir
hópnauðgun í desember. Mynd: REutERS
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Þeir opnuðu ítrek-
að hjá okkur dyrn-
ar fyrirvaralaust til þess
að reyna að grípa okkur í
bólinu.