Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 17
Neytendur 17Miðvikudagur 11. september 2013 Ferðum fjölgar en verð hækkar n Könnun á flugi til þriggja borga F lugfargjöld EasyJet og WOW air til London hafa hækkað í verði frá því fyrir ári en lækkað hjá Icelandair. Þetta kemur fram í könnun sem Túristi.is gerði á verði til London, Óslóar og Kaupmanna- hafnar. Túristi hefur gert mánaðarlegar verðakannanir á flugi til Kaup- mannahafnar og London í rúmt ár en Ósló bættist nýlega í þann hóp. Í verðkönnununum eru fundin ódýr- ustu fargjöldin, báðar leiðir, inn- an ákveðinnar viku og farangurs- og bókunargjöld eru tekin með í reikn- inginn. Könnunin sem um ræðir er á fargjöldum í viku 40 ef bókað er með fjögurra vikna fyrirvara. Fluferðunum til London hefur fjölgað töluvert frá því í fyrra þrátt fyrir að Iceland Express hafi hætt starfsemi. Ferðir Wow air eru nú tólf á viku en voru tvær, Icelandair hef- ur fjölgað um allt að fimm á viku og Easy Jet um eina. Í byrjun október 2012 var ódýrasta flugið til London og til baka og kost- aði 31.900 krónur með Iceland Ex- press. Nú er það WOW sem er með lægsta verðið þessa sömu viku. Far- miðinn, að viðbættum innrituðum farangri, kostar 32.268 krónur. Far- gjaldið með Icelandair er nú 36 pró- sentum ódýrara en það var í sömu viku fyrir ári. Icelandair er með lægsta farið til Kaupmannahafnar og Óslóar. Sjá nánar um flugfargjöldin á síðu Túrista en þar má finna reglulega verðakannanir á flugi auk ýmiss kon- ar fróðleiks um ferðalög. n gunnhildur@dv.is Gerðu athugasemdir við 18 vogir Neytendastofa gerði athugasemd við vogir til að vigta vörur og verð- leggja í fimm verslunum en stofn- unin tók út löggildingu voga í mat- vöruverslunum fyrir skömmu. Vogirnar á að löggilda á tveggja ára fresti. Á heimasíðu Neytendastofu seg- ir að farið hafi verið í 83 verslanir, í Hveragerði, Árborg og á höfuð- borgarsvæðinu og 437 vogir skoð- aðar. Gerðar voru athugasemdir við 18 vogir hjá fimm aðilum þar sem sem löggilding var runnin úr gildi. Athugasemdir voru gerðar hjá Mini Market í Drafnarfelli, Krónunni í Rofabæ, Plúsmarkaðinum í Hátúni, Bónus í Holtagörðum og Nóatúni í Hamraborg. Til staðfestingar á löggildingunni er settur á áberandi stað límmiði sem segir til um gildistíma lög- gildingarinnar og viðskiptavinurinn á að geta séð auðveldlega á miðann. Búðu til eigin barnamat Það er til mikið af góðum ung- barnamat en til þess að vera viss um hvað þú ert nákvæmlega að gefa barni þínu er best að útbúa matinn sjálf/ur auk þess sem það er mun hagkvæmara. Sem dæmi má nefna að auð- velt er að búa til eplamauk en þá eru eplin skræld, kjarninn tekinn úr og þau soðin uns þau verða mjúk. Þau eru svo sett í blandara og maukuð og að lokum má setja þau í ílát og frysta. Það má einnig matreiða aðrar tegundir ávaxta og einnig grænmeti, svo sem gulræt- ur og sætar kartöflur, á sama hátt. Þegar börnin verða eldri má bæta fæðutegundum út í. London Flug- ferðum til London hefur fjölgað frá því fyrir ári. Hrísgrjónin leyna á sér Hrísgrjón fást í stórum sekkjum sem hagkvæmt er að kaupa en gott tímasparnaðarráð varðandi hrís- grjón má finna á síðunni matar- karfan.is. Þar segir að það taki nokkurn tíma að sjóða hrísgrjónin. Fyrir þá sem lifi hratt og megi ekki vera að því að bíða eftir grjónunum í hvert mál sé gott ráð sjóða nóg af hrísgrjónum í hvert skipti í stórum potti. Þá sé hægt að skipta þeim upp í stærðir sem samsvara einni mál- tíð hjá fjölskyldunni, setja í frysti- poka og frysta. Næst þegar réttur er á borðum sem inniheldur hrísgrjón taki enga stund að sækja grjónin í frystinn og hita í örbylgjuofninum. Gerðu bílinn kláran fyrir sölu Þ egar selja á notaðan bíl er ýmis legt hægt að gera til að gera hann söluvæn- legri. Skítugur bíll, bíll án bremsuljósa eða með gam- alli olíu mun jafnvel fæla hugsan- lega kaupendur frá. Hafðu bílinn því í toppstandi og hreinan og það eykur möguleikana á sölunni. Money Talk News gefur ráð um hvað maður eigi að vera búin/n að gera áður en bíllinn er sýndur til sölu. Smáatriðin á hreinu Til að gera bílinn sem söluvænleg- astan þarf að þrífa hann vel og vand- lega, jafnt að innan sem utan. Stráðu matarsóda yfir sætin og teppin, leyfðu honum að liggja á í 15 mínútur og ryksugaðu svo vel. Með þessu fjarlægir þú lykt sem gæti fælt væntanlega kaupendur frá. Ef mik- il lykt er í bílnum, svo sem reykinga- lykt, þarf jafnvel að láta matarsódann liggja á yfir nótt. Reyndu að þrífa gólfmotturnar vel en ef þær eru illa farnar er ráð að kaupa nýjar. Tæmdu hanskahólfið og láttu einungis eigendahandbókina vera þar. Þegar þú þrífur rúðurnar skaltu athuga hvort rúðuþurrkurnar séu ekki í góðu ásigkomulagi. Ef ekki skiptu þeim út fyrir nýjar. Lélegar rúðu- þurrkur eru merki um að fleira gæti hafa verið vanrækt. Ljósin í lagi Athugaðu að hafa öll ljós í lagi. Þá er ekki bara átt við fram- og afturljós heldur öll ljós, svo sem ljósin sem kvikna þegar hurð er opnuð og þoku- ljós. Framljósin verða mött og jafnvel gul með tímanum. Þrífðu þau vel og vandlega með þar til gerðum efnum. Næg olía Þeir sem eru í bílahugleiðingum ættu að athuga stöðuna á olíunni, ekki bara hvort það sé nóg af henni held- ur einnig hvernig ástandið er á henni. Vél sem hefur verið keyrð á lítilli og/ eða gamalli olíu slitnar fyrr. Það er því mikilvægt að seljandinn setji næga nýja olíu á bílinn. Fylltu líka af rúðu- vökva, frystivökva og svo framvegis. Fín dekk Ef þú hefur farið með bílinn á bíla- þvottastöð en dekkin mættu vera hreinni þá er gott ráð að nota matar- sóda. Blandaðu saman við vatn þar til þú ert með matarsódakrem. Nudd- aðu því á dekkin og leyfðu að sitja á í nokkrar mínútur. Skolaðu svo af með vatni. Það er einnig nauðsynlegt að hafa réttan loftþrýsting á dekkjunum. Vélarljósið Ef vélarljósið hefur kviknað hjá þér er mikilvægt að fara með bílinn á verk- stæði og láta athuga hvað það þýðir. Stundum kviknar það út af smámál- um sem þú getur látið laga fyrir lítinn pening. Lappaðu upp á litlar rispur Að losna við litlar rispur á lakki bíls- ins er ekki auðvelt. Ef þú nærð ekki að bóna þær af með þar til gerðu bóni, farðu með bílinn til fagaðila sem getur lappað upp á lakkið og gert bíl- inn söluvænlegri. Öll gögn upp á borðið Hafðu smurbók og kvittanir fyrir öllum viðgerðum tilbúnar í hanskahólfinu. Hugsanlegur kaup- andi þarf að geta séð hvað búið er að laga og hvenær það var gert. Verðlagning Nú, þegar bíllinn þinn er hreinn og lyktar eins og nýr, þarf að verðleggja hann. Skoðaðu bílasölur og aðrar sölusíður og sjáðu hvað er sanngjarnt verð. Settu aðeins meira á hann en þú ætlar þér að fá og leyfðu kaupanda að prútta aðeins. Reynsluakstur Áður en þú leyfir hugsanlegum kaup- anda að reynsluaka bílnum ættir þú jafnvel að keyra einn rúnt með hann fyrst og benda á eiginleika bílsins. Benda til dæmis á gæði sætanna, hvað hann rennur vel, hvað hljóm- gæðin eru góð, svo eitthvað sé nefnt. Án þess að ýkja, reyndu að benda á alla kosti bílsins. n n Nokkur atriði sem gera bílinn söluvænlegri Sala á notuðum bíl Hreinn bíll með nýrri olíu og ljósum sem virka selst frekar. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.