Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Qupperneq 26
26 Fólk 11. september 2013 Miðvikudagur
„Ég hætti að borða“
B
andaríski leikarinn Jared Leto
missti 18 kíló fyrir hlutverk
sitt í myndinni Dallas Buyers
Club sem frumsýnd var á kvik-
myndahátíðinni í Toronto um helgina.
Í myndinni fer Leto með hlutverk
transkonu sem smitast hefur af HIV-
veirunni og berst við alnæmi og var
töluverðs þyngdartaps því krafist af
leikaranum.
„Ég hætti að borða,“ sagði Leto í
viðtali við vefsíðuna The Wrap. „Þetta
voru þrjátíu eða fjörtíu pund. Eftir það
hætti ég að telja.“
Leto fór niður í 50 kíló fyrir hlut-
verkið og segir hann þyngdartapið
hafa haft mikil áhrif á sig auk þess sem
þetta hafi síður en svo verið auðvelt.
„Þetta breytir því hvernig þú
gengur, hvernig þú situr, hvernig þú
hugsar.“
Leto var þó ekki sá eini sem
þurfti að grennast fyrir myndina því
Matthew McConaughey, sem ásamt
Leto og Jennifer Garner, fer með eitt
aðalhlutverka myndarinnar, þurfti
einnig að missa álíka mikla þyngd.
McConaughey leikur rafvirkjann Ron
Woodruff sem smitast af HIV-veirunni
og er staðráðinn í að finna lækningu
við sjúkdómnum en til þess þarf hann
að beita ýmsum brögðum.
Leto hefur ekki leikið í kvikmynd
í fimm ár en hefur í staðinn einbeitt
sér að ferli sínum sem söngvari rokk-
hljómsveitarinnar Thirty Seconds to
Mars. Sagði hann í viðtali á dögunum
að Dallas Buyers Club hafi verið fyrsta
myndin sem var þess virði að taka
pásu frá tónlistinni fyrir en aldrei væri
að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér.
n horn@dv.is
n Missti 18 kíló fyrir hlutverk
Launahæstu
leikarar
Hollywood
1 Robert Downey Jr. The Avengers er þriðja tekjuhæsta
kvikmynd allra tíma og fékk Downey Jr.
sannarlega væna sneið af kökunni því
leikarinn er sá launahæsti í Hollywood.
Tekjur hans á árinu nema 75 milljónum
Bandaríkjadala, eða rúmum níu milljörð-
um íslenskra króna.
2 Channing Tatum Tatum
fjármagnaði sjálfur
kvikmyndina Magic
Mike og þegar þessi sjö
milljóna dollara mynd sló í
gegn í kvikmyndahúsum fékk leikarinn
væna summu. Tekjur hans á árinu nema
60 milljónum dollara, eða 7,3 milljörðum
króna.
3 Hugh Jackman
Hugh Jackman er
hvað þekktastur
fyrir hlutverk sitt sem
Wolverine í X-Men
en í fyrra sló hann í gegn
sem Jean Valjean í söngleiknum Les
Misérables. Árstekjur hans nema 55 millj-
ónum dollara, eða rúmum 6,7 milljörðum
íslenskra króna.
4 Mark Wahlberg Wahlberg
fór með eitt aðalhlut-
verkanna í myndinni Ted
sem sló rækilega í gegn í
fyrra. Leikarinn hefur halað
inn 52 milljónir Bandaríkjadala, eða um
6,4 milljarða króna.
5 Dwayne Johnson
Þessi fyrrverandi
glímukappi hefur
skapað sér nafn sem
leikari og er nú meðal
þeirra launahæstu í
Hollywood en árstekjur hans nema 46
milljónum dollara, eða um 5,6 milljörðum
króna.
topp 5
Dallas Buyers Club Leto
og McConaughey í hlutverk-
um sínum í myndinni.
MynD © www.splashnews.CoM
Ældi eftir
tæklingu
Það var ekki stjörnumeðferð sem One
Direction-drengurinn Louis Tomlin-
son fékk á góðgerðaleik í knattspyrnu
um helgina. Leikurinn fór fram á
Celtic Park í Glasgow, heimavelli
knattspyrnuliðsins Celtic, og var leik-
inn til styrktar krabbameinsfélagi sem
stofnað var af Stiliyan Petrov, fyrrver-
andi leikmanni Aston Villa sem sjálf-
ur hefur barist við hvítblæði. Tomlin-
son lenti í samstuði við Gabriel
Agbonlahor, leikmann Aston Villa, og
ældi í kjölfarið en söngvarinn þurfti
að sitja hjá það sem eftir var leiks.
Horfinn
n Miley Cyrus orðin fullorðin
B
andaríska ungstirnið
Miley Cyrus hefur
heldur betur vakið
athygli og umtal
undanfarið vegna
djarfrar hegðunar en söngkon-
an, sem skaust upp á stjörnu-
himininn fyrir hlutverk sitt sem
Hannah Montana í samnefnd-
um þáttum á Disney-rásinni,
virðist staðráðin í að sýna heim-
inum að hún sé orðin fullorðin.
Gekk með skírlífishring
Miley Ray Cyrus fæddist í Nas-
hville í Tennessee, árið 1992.
Hún er dóttir Letitiu Jean Cyrus
og kántrísöngvarans Billy Ray
Cyrus og guðmóðir hennar er
engin önnur en kántrísöngkonan
Dolly Parton. Miley var alin upp í
kristinni trú og eru foreldrar hennar
mjög trúaðir.
Á uppeldisárunum mætti hún
iðulega í kirkju og gekk auk þess með
skírlífishring (e. purity ring), en slík-
ir hringar eru ekki óalgengir í Banda-
ríkjunum og eru merki um að hring-
berinn ætli sér að lifa skírlífi fram að
hjónabandi. Ekki er vitað með vissu
hvernig það hefur gengið, en ljóst
þykir að söngkonan hefur fetað tals-
vert aðra braut í lífinu og þykir hegð-
un hennar undanfarin misseri til
marks um það.
hóf ferilinn ung
Miley ólst upp á sveitabæ í ná-
lægð við Nashville en þrettán ára
flutti hún til Hollywood til að fylgja
eftir draumum sínum um frægð og
frama. Það er ljóst að Miley ætlaði
sér alltaf frægð og frama því hún var
aðeins níu ára þegar hún þreytti hún
frumraun sína í sjónvarpi. Þá fór hún
með minniháttar hlutverk í lækna-
dramanu Doc, sem faðir hennar fór
einmitt með eitt aðalhlutverkanna í.
Tveimur árum síðar lék hún svo
í sinni fyrstu kvikmynd, Big Fish.
Miley lærði söng og leiklist
í Armstrong Acting Studio í
Toronto í Kanada, en þangað
flutti fjölskyldan á meðan Billy
Ray var við tökur á fyrrnefnd-
um læknaþáttum.
skjótur frami
Það var svo árið 2006 sem
Miley skaut upp á stjörnu-
himininn en þá sló hún í gegn
sem Miley Stewart í þáttun-
um Hannah Montana sem
sýndir voru á Disney-stöðinni
í Bandaríkjunum. Þættirn-
ir fengu gríðarlegt áhorf, meira en
nokkur annar þáttur á Disney-stöð-
inni hafði áður fengið, og varð fljót-
lega meðal þeirra vinsælustu í
bandarísku sjónvarpi.
Þeir urðu einnig til þess að Miley
varð ein skærasta stjarna Hollywood
og fyrirmynd margra ungra drengja
og stúlkna en söng- og leikkonan
varð sú fyrsta í sögunni til að landa
samningi við Disney á fjórum svið-
um; í sjónvarpi, kvikmyndum, tón-
list og neytendavarningi. Þættirnir
luku göngu sinni árið 2011 og síðan
þá hefur Miley einbeitt sér að tónlist
annars vegar og kvikmyndum hins
vegar.
Verður ekki tamin
Líkt og með flestar barnastjörnur
biðu margir eftir því að Miley sýndi á
sér aðrar hliðar en á Disney-rásinni.
Þeim hefur svo sannarlega orðið að
ósk sinni því upp á síðkastið hefur
Miley ítrekað komist í fréttirnar fyrir
djarfa sviðsframkomu, mögulega
eitur lyfjanotkun og sífellt meira ögr-
andi tónlistarmyndbönd.
Segja má að ný ímynd Miley hafi
hafist með útgáfu plötunnar Can‘t
Be Tamed en hún kom út árið 2010
og þótti tónlistarmyndbandið við ti-
tillagið sem og framkoma söngkon-
unnar á tónleikum í djarfara lagi.
Allar götur síðan hefur Miley verið
óhrædd við að koma fram fá-
klædd og virðist hún nú staðráðn-
ari en nokkru sinni fyrr í að breyta
ímynd sinni úr krúttlegri Disney-
stjörnu í fullþroska kyntákn.
Fleiri skandalar
Í byrjun árs 2012 vakti mikla
athygli er Miley lét síðu lokkana
fjúka og litaði hár sitt ljóst. Sagði
hún í viðtali í kjölfarið að henni
hefði aldrei liðið jafnmikið eins
og hún sjálf og að klippingin hefði
breytt lífi hennar. Þessari nýju klipp-
ingu skartaði hún einmitt í umdeildu
söngatriði hennar og söngvarans
Robin Thicke á VMA-verðlauna-
hátíðinni fyrir skemmstu.
Þar kom Miley fram á nærfötun-
um einum saman og setti sig í stell-
ingar sem mörgum þóttu heldur
djarfar. Fjölmiðlar vestanhafs voru
vart farnir að anda þegar Miley vakti
athygli á ný með myndbandinu við
lagið Wrecking Ball en þar kemur
hún nakin fram og sýnir kynferðis-
lega tilburði með sleggju. Lagið er af
væntanlegri breiðskífu söngkonunn-
ar sem nefnist Bangerz og er vænt-
anleg í október næstkomandi. n
Á VMa
Miley dillar
sér upp
við Robin
Thicke.
er Hringur skírlífis
Djörf Miley sýnir djarfa sviðsframkomu.
saklaus Lengi vel gekk Miley með skírlífishring á fingri.