Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur Fjölskyldurnar fá engin sérúrræði n Barnafjölskyldur í Hamraborg þurfa að fara í röðina eins og hinir B arnafjölskyldur sem búa í 30 fermetra herbergjum í fyrr­ um verslunarhúsnæði við Hamraborg 7 í Kópavogi fá engin sérúrræði hjá bæjar­ yfirvöldum. Vilji þau óska eftir fé­ lagslegu leiguhúsnæði verða þau að fara í röðina eins og hinir. 230 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi og því getur það tekið nokkur ár að komast í félags­ lega íbúð. Það er ef fólk kemst yfir­ leitt inn á biðlistann, en fólki er for­ gangsraðað eftir þörf fyrir aðstoð. Rúmlega sjötíu manns búa í hús­ inu við Hamraborg 7. Flestir eru frá Póllandi og Eystrasaltslöndunum. Á meðal þeirra er fjölskylda með tveggja vikna gamalt barn. DV fjall­ aði um það í síðustu viku að raf­ magnið hefði verið tekið af húsinu í þrjá sólarhringa vegna vangoldinna reikninga fyrri eigenda. Slökkvi­ liðið hefur oftar en einu sinni gert athugasemdir við brunavarnir í hús­ inu. Sífellt fleiri sækja á náðir sveitar­ félaganna í von um að fá þar félags­ lega aðstoð. Margir þeirra þurfa heim að snúa þar sem neyð þeirra þykir ekki næg. DV fjallaði nýlega um konu á sextugsaldri sem hefur búið á götunni frá því í janúar en fær samt sem áður ekki inni hjá félags­ lega kerfinu í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs hefur sagt vandamálið af slíkri stærðargráðu að það eigi erindi inn á borð ríkisstjórnarinnar. Ekki heilsuspillandi Samkvæmt upplýsingum frá Barna­ verndarstofu eiga þær barnafjöl­ skyldur sem búa við óviðunandi aðstæður að fá forgang hjá félags­ lega kerfinu. Slík mál fara til barna­ verndarnefnda sveitarfélaganna sem síðan reyna að finna viðunandi húsnæði í samvinnu við félagsþjón­ ustuna. Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, hefur sagt að hús­ næðið Hamraborg 7 sé ekki talið heilsuspillandi „nema þá daga sem var rafmagnslaust.“ Húsið er því ekki ólöglegt í skiln­ ingi laganna. Þrátt fyrir það hef­ ur slökkviliðið ítrekað gert athuga­ semdir við brunavarnir í húsinu, nú síðast í sumar. „[Það] kom til skoðunar síðsumars að loka húsinu. Eigendaskipti eru að verða og hefur nýr aðili lofað úrbótum. Fylgst verð­ ur vel með því að það gangi eftir,“ segir meðal annars í skriflegu svari Örnu til DV. Engin sérúrræði Vilji barnafjölskyldurnar óska eftir félagslegu leiguhúsnæði verða þau að fara í röðina eins og hinir. Þetta er það sem lesa má úr svari upplýsinga­ fulltrúans við fyrirspurn DV. Sam­ kvæmt 5. grein laga um húsnæðismál ber sveitarstjórn ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðis­ þörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöfl­ un. Blaðamaður spurði Örnu hvern­ ig sveitastjórnin muni rækja skyldur sínar gagnvart barnafjölskyldunum í Hamraborgarhúsinu. Í skriflegu svari Örnu kemur ekk­ ert fram sem bendir til þess að fólk­ ið fái einhver sérstök úrræði hjá bæj­ arfélaginu. Hins vegar svaraði hún spurningunni almennt með þess­ um orðum: „Öllum þeim sem eiga lögheimili í Kópavogi [er] heimilt að sækja um félagslegt leiguhúsnæði og verða umsóknir metnar eftir skýru stigakerfi þar sem meðal annars er horft til tekna og aðstæðna, og leit­ ast við að setja þá í forgang sem eru í hvað mestri þörf.“ Bæjarstjóri með áhyggjur Mörg þeirra sem búa í húsinu sjá ekki fram á að geta leigt á hinum al­ menna leigumarkaði sökum gífurlega hás leiguverðs. DV ræddi við nokkra leigjendur þar á dögunum og sögðust flestir þeirra vera að leita sér að öðr­ um húsakosti. Viðmælendur voru þó sammála um að leiguverð á hinum al­ menna leigumarkaði væri of hátt fyr­ ir þau. Lausleg skoðun á íbúðum sem auglýstar eru til leigu á Leigulistan­ um, sýnir að þriggja herbergja íbúð­ ir á höfuðborgarsvæðinu eru leigðar út á bilinu 150–190 þúsund krónur á mánuði. Fjölmargir eru í raun í þessari sömu stöðu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af þeim aukna fjölda sem sækir um aðstoð hjá félagsþjón­ ustunni í bænum. Í viðtali við RÚV á dögunum sagði hann að sveitarfélag­ ið stæði frammi fyrir miklu vandamáli tengdu háu leiguverði. Sífellt fleiri einstaklingar eiga í erfiðleikum með að leigja á almennum leigumarkaði og sjá sér ekkert annað fært en að leita á náðir sveitarfélagsins. Fleiri sveitar­ félög virðast eiga við sama vanda að etja en Ármann sagðist vera þeirr­ ar skoðunar að málið væri af þeirri stærðargráðu að það ætti erindi inn á borð ríkisstjórnarinnar. n 13. september 2013 9. september 2013 Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Vont fyrir börnin Strætóbílstjór- inn Kristof Frej er einn þeirra sem býr í húsinu með fjölskyldu sinni. Hann segir rafmagnsleysið hafa bitnað verst á börnun- um í húsinu. Myndir Sigtryggur Ari Ýmsar athugasemdir Slökkviliðið hefur gert ýmsar athugasemdir við brunavarnir í húsinu. Róbert Þór Sighvatsson, sem er nýbúinn að selja húsið segir það hinsvegar vera á „hótel standard“ Mikið vandamál Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lýst yfir áhyggj- um sínum af þeim aukna fjölga sem sækir um aðstoð hjá félagsþjónustunni í bænum. Björgunar- sveitir á ferð og flugi Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í veðurofsanum sem geis­ aði á sunnudag. Sveitir frá Kirkju­ bæjarklaustri og Skaftártungum aðstoðuðu meðal annars öku­ menn á svæðinu frá Hólaskjóli, í Landmannalaugar og Langasjó. Um sex tilvik var að ræða þar sem jepplingar voru ekki útbúnir til fjallaferða að vetrarlagi. Þá voru bílar sóttir á Hrafnseyrarheiði og á Kjalvegi. Á Akureyri losnuðu þakplötur af húsi þar sem framkvæmdir voru í gangi og tryggði björgunar­ sveitin að ekki skapaðist hætta af. Þá voru dæmi þess að tré hefðu brotnað í hvassviðrinu á Akureyri. Gómaður á ofsahraða Hann má eiga von á 130 þúsund króna sekt ökumaðurinn sem stöðvaður var vegna ofsaaksturs á Suðurnesjum í liðinni viku. Umræddur ökumaður mældist á 144 kílómetra hraða á Reykjanes­ braut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Alls voru sjö ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu í síð­ ustu viku. Einn þeirra var auk þess ekki með bílbeltið spennt. Fjórir ökumenn til viðbótar sinntu ekki stöðvunarskyldu og þá var einn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Loks voru skráningarnúmer klippt af fjórum bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar innan tilskilins tíma. Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn- ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3 tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir. Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu. Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús- torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. Haustbúðir á Spáni - fyrir fullorðna www.mundo.is 11. - 25. október 2013 Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla, spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.