Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 16. september 2013 Bjart framundan hjá Björk Skilnaður þeirra Bjarkar Guð- mundsdóttur og Matthew Barn- ey var gerður opinber nýverið. Þau hafa slitið samvistum eft- ir margra ára samband og eiga saman eina dóttur, Ísadóru, sem nú er orðin 11 ára gömul. Þær Björk og Ísadóra dvöldu á Íslandi nýverið og sáust glaðar á svip í Melabúðinni að versla sér góð- gæti í matinn. Þær dvöldu í húsi Bjarkar á Ægisíðunni sem hef- ur verið málað hvítt eins og til að marka nýja tíma, en áður var það kolsvart. Tónleikaferðalag Bjarkar hefur verið lofað af gagn- rýnendum og vonandi bjartir tímar fram undan. Tanja er ungfrú Ísland Tanja Ýr Ástþórsdóttir, nemandi í Menntaskólanum við Sund, var kosin Ungfrú Ísland 2013 í feg- urðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broad- way um helgina. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Hildur Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti og Karítas Maren Sveinsdóttir í því þriðja. Saga Garðars­ dóttir rænd Leikkonan skemmtilega, Saga Garðarsdóttir, hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á þjófum síðustu daga. Og svo virðist sem ung- lingar sæki grimmt í eigur henn- ar. „Símanum mínum var stolið í gær, ekki af sama unglingi samt og tók veskið mitt. Þannig er einung- is hægt að ná í mig með símskeyt- um og tölvupósti á meðan ég bíð eftir batteríum í símboða föður míns. Eigur mínar eru nú eftir- taldar: 5.000 kall, brjóstsykur frá lögreglunni, tölva, tvo gjafabréf í Björnsbakararí fyrir átta manns og gjafabréf á Fosshótel (ekki frá lög- reglunni). Að gefnu tilefni: Passið ykkur á pizzafeisunum!“ B irgitta Jónsdóttir, þingmað- ur Pírata, er ansi litskrúðug þessa dagana og sker sig nokk- uð úr á Alþingi, með fagurbláa lokka. Birgitta hefur gaman af því að brjóta upp útlitið og gera hinar ýmsu litatilraunir á hárinu. „Ég aflitaði nokkra lokka í sumar, þá var ég með bleikrauðan lit í hárið. Í síðustu viku henti ég svona bláleitum lit í hárið.“ Hún segist fá góðar viðtökur og þær allra bestu frá þingmönnum og ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins. „Sjálf- stæðisflokkurinn er mjög ánægður með hárið á mér,“ segir Birgitta og hlær. Framkoma og klæðaburður þing- manna hefur verið talsvert til umræðu. Gallabuxnafár varð á Alþingi og Elín Hirst send heim í buxum sem þóttu fyrir neðan virðingu þingsins. „Einhvers staðar verður að draga línur. Þetta snýst ekki um efnið. En gallabuxur eru það óformlegur klæðn- aður að hann passar ekki á Alþingi.“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis við það tilefni og benti á að það væri heiðursmanna og -kvennasamkomulag að menn reyni að hafa klæðaburð á Alþingi með þokkalegum hætti. Hárið hefur hins vegar ekki valdið neinu fári á Alþingi þótt það sé óhefð- bundið. „Það væri fáránlegt ef ein- hvern myndi skamma mig fyrir hára- litinn eða hárgreiðsluna, því það er smekksatriði. Þeir hafa alltaf látið mig í friði, ég hef alltaf fengið að vera bara ég,“ segir Birgitta en stemningin á Alþingi hefur tekið hressilegum breytingum með tilkomu Pírata. n Sjálfstæðismenn ánægðir með bláa hárið n Birgitta fær engar ákúrur fyrir skrautlegt hár á Alþingi Fær að vera hún sjálf „Það væri fáránlegt ef einhvern myndi skamma mig fyrir háralitinn eða hárgreiðsluna, því það er smekksatriði,“ segir Birgitta. Kynlífsfræðingur með stefnumótaþátt R agnheiður Eiríksdóttir kynlífshjúkrunarfræð ing- ur, betur þekkt sem Ragga Eiríks, á frumkvæð ið að nýjum íslenskum stefnu- mótaþáttum sem fara í fram- leiðslu á næstunni. Stefnt er að því að raunveruleikaþættirnir, sem bera heitið Í makaleit verði frum- sýndir eftir áramót á Stöð 3, sem er ný sjónvarpsstöð á vegum 365 miðla. Samkvæmt Röggu munu þátttakendur fá þjálfun í að verða eftirsóknarverðir á stefnumóta- frontinum. „Þetta er ekki deit þáttur beint, ég er að taka hóp af fólki og í rauninni þjálfa það í alls konar þáttum sem skipta máli þegar maður er að huga að rómantískum samskiptum,“ segir Ragga og segir að áherslan verði lögð á svokallað innra make-over. „Við erum ekki að vinna með út- lit heldur erum við að vinna með andlegan styrk, kjark, mannasiði, framkomu í hóp, líkamstján- ingu, daður, kynlíf og fleira,“ segir Ragga sem sjálf hefur staðið fyrir kynlífsfræðslu í fjölmiðlum síðast liðin ár. Hún segist hafa fengið hug- myndina eftir að hún varð ein- hleyp fyrir rúmu ári síðan. „Mér fannst ég heyra svo rosalega oft að fólk væri að hrista hausinn og segja þetta væri svo vonlaust hérna á Íslandi, að það væri engin stefnumótamenning, eitthvað svona kvart og kvein,“ segir Ragga. „Ég held að þetta snúist allt um sjálfstraust, að finna að manni líður vel í sjálfum sér, sé sáttur við líkamann sinn, hæfileika og aðra kosti. Ég held að allt of margir séu góðir í að finna ókosti sína og að tala niður til sín.“ Leiðsögn sérfræðinga Ragga hefur kallað saman hóp þekktra einstaklinga sem munu sjá um að veita sérfræðilegt álit í ferl- inu. „Helga Braga, Páll Óskar, Ás- geir stöntmaður, Biggi Bootcamp og Ágústa jógakennari munu koma og vera eins og þjálfarar fyr- ir hópinn þannig að fólk mun fá mjög mikið út úr þessu“ Að þjálfun lokinni munu þátt- takendur spreyta sig á því að fara á draumastefnumótið. „Við vitum náttúrulega ekkert hvað gerist í þáttunum, hvort að fólkið í hópn- um byrjar kannski allt saman,“ seg- ir Ragga og hlær, „en það er ekki til- gangurinn með þáttunum heldur er tilgangurinn að gera þau tilbúin til leiks þannig að þau hafi kjarkinn og sjarmann til þess að fara á draumadeitið í lokaþættinum.“ Sérstakur þáttur um kynlíf „Þegar þátturinn um kynlífið kemur verð ég sem sagt þjálfar- inn í samskiptum tengdum kyn- lífi“ segir Ragga sem er þrautþjálf- uð í faginu. „Það verður engin nekt – því miður. Ég verð að valda áhorfendum vonbrigðum með það“ segir hún hlæjandi, „en hins vegar munum við ræða um sam- skipti og gera æfingar sem snú- ast um að geta staðið með sjálf- um sér í kynlífi, að biðja um það sem maður vill og þarf og að geta tengst annarri manneskju á þessu leveli.“ Aðspurð hvort Ragga sjálf sé á lausu svarar hún því játandi, „en það er ekkert endilega víst að ég vilji finna mér maka eins og er,“ segir hún brosandi. Tími umsókna stendur yfir „Við ætlum að taka á móti um- sóknum til 10. október og fara svo í tökur í nóvember og sýnum fyrstu þættina í janúar,“ segir Ragga að lokum. Hægt er að fylgjast betur með framvindunni á Facebook- síðu þáttarins, Í makaleit, þar sem einnig er hægt að sækja um þátt- töku. n n Markmiðið að verða eftirsóttur n Unnið með andlegan styrk Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is „Við vitum náttúru- lega ekkert hvað gerist í þáttunum, hvort að fólkið í hópnum byrjar kannski allt saman. Mynd ÞorMAr Kjarkur og sjarmi Ragga vill að fólk öðlist kjark og sjarma svo það geti farið á draumastefnumótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.