Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 19
n Vinna á lyklafrumvarpi stendur yfir í ráðuneytum E instaklingar sem ætla sér að skoða lyklafrumvarpið sem lausn fyrir heimili sitt, mega bú­ ast við því að útfærslur á frum­ varpinu verði kynntar á allra næstu vikum. Lyklafrumvarpið gengur út á að fólk geti skilað yfirskuldsettum fast­ eignum til lánastofnana og losnað um leið við eftirstöðvar. Þetta kemur fram á vefnum spyr.is sem er vefur sem kallar eftir upplýsing­ um og svörum fyrir hönd almennings. Spyr.is sendi fyrirspurn varðandi lyklafrumvarpið til Alþingis, hvenær megi eiga von á því að það taki gildi ef það verður samþykkt og hvort hægt sé að fylgjast með ferlinu. Al­ þingi beindi fyrirspurninni áfram á innanríkisráðu neytið. Jóhannes Tóm­ asson, upplýsinga fulltrúi innanríkis­ ráðuneytisins sendi Spyr.is svar þar sem segir að ríkis stjórnin leggi mikla áherslu á að auka ráðstöfunartekjur og koma til móts við skuldsett heimili. Umrætt verkefni sé hluti af aðgerða­ áætlun ríkisstjórnarinnar þess efnis. Jafnframt sagði hann að nú standi yfir vinna í velferðarráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu um hvernig unnt sé að gera eigendum yfirskuld­ settra íbúða kleift að losna án gjald­ þrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir eins og lagt er upp með í aðgerðaráætluninni. Þeirri vinnu sé að ljúka en niðurstöður verða kynntar á næstu vikum. n gunnhildur@dv.is Skuldavandi heimilanna Það væri hægt að leysa vanda sumra heimila með lyklafrumvarpinu. Mynd: © dV ehf / Sigtryggur Ari Varað við offjárfestingu í Bretlandi Í Bretlandi er aftur framboð á lánum þar sem vextir eru aug­ lýstir lágir miðað við markaðs­ virði eigna. Lánaframboðið hef­ ur orðið til þess að hleypa vexti í fasteignakaup og í júlímánuði jukust kaup þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu húseign um 41 prósent, miðað við sama tíma á síðasta ári. Þar í landi vara menn kaup­ endur fasteigna við offjárfest­ ingu og minna á að betra sé að taka ábyrgð til lengri tíma en skemmri. Erfðabreytt matvæli rannsökuð Yfirvöld í Bandaríkjunum rann­ saka nú tvö mál sem varða erfðabreytt matvæli. Tveir bændur sem rækta hveiti annars vegar og alfa­ alfa spírur hins vegar, fá ekki að selja uppskeru sína. Báð­ ir bændurnir reyndust ætla að selja erfðabreytt matvæli. En í Washington­fylki voru nýver­ ið settar reglur um merkingu erfðabreyttra matvæla og gilda strangar reglur um hvaða mat­ væli skal skilmerkilega merkja fyrir neytandann, svo virðist sem bændur reyni að fara fram hjá reglugerðinni en yfirvöld útiloka heldur ekki að uppskera þeirra hafi orðið fyrir smiti og stendur yfir víðtæk rannsókn á málinu. IKEA þróar nýtt app Húsgagnarisinn IKEA hefur þróað nýtt app fyrir neytend­ ur sína. Með appinu má sjá fyr­ ir sér hvernig tiltekið húsgagn mun koma til með að líta út í íbúð neytandans. Sjá hvort skrif­ borðið passar á ganginum, hvort sófinn passar vel í stofunni og svo framvegis. „Þegar Google Glass kem­ ur á markað á næsta ári, verður þetta enn áhrifameira, segir Dr. Andrew Hudson Smith, sérfróð­ ur um hugbúnað sem þennan í viðtali við The Guardian. „Með Google Glass þá munu app sem þessi gera fólki kleift að sjá hús­ gögnin fyrir sér þar sem þau eru í stofunni.“ Útfærslurnar kynntar fljótlega Svona tekur þú Slátur n Ódýr og hollur matur n Færð mikið fyrir lítinn pening n Allir geta tekið slátur n DV birtir nokkrar góðar uppskriftir Uppskriftir Blóðmör: n 1 l blóð n 6,5–7,0 dl vatn n 2 msk. gróft salt n 400 gr haframjöl n 500 gr rúgmjöl n 500–600 gr brytjaður mör Sigtið blóðið, blandið vatni og salti út í ásamt haframjöli og látið standa smástund á meðan saltið leysist upp og haframjölið blotnar. Setjið rúgmjölið út í ásamt mör og hrærið. Varist að gera hræruna of þykka. Setjið hræruna í keppina, hafið þá rúmlega hálfa og saumið fyrir. Pikkið keppina með nál og setjið í sjóðandi vatn með salti og sjóðið í 2 til 3 klukkustundir. Pikka þarf aftur þegar suðan kemur upp og keppirnir fljóta upp. Lifrarpylsa: n 2 lifrar n 4 nýru n 2 msk. gróft salt n 6 dl mjólk n 1,5 dl heitt vatn n ½ súputeningur n 300 gr haframjöl n 400 gr rúgmjöl n 300–400 gr brytjaður mör Himnuhreinsið lifur og nýru og maukið í matvinnsluvél. Setjið lifrarhræruna í rúmgott fat, blandið vökva, salti og haframjöli saman við. Látið standa í um það bil 5 mínútur á meðan saltið leysist upp og haframjölið blotnar. Hrærið rúgmjöli og mör saman við. Passið að hafa hræruna ekki of þykka. Lifrarhrær- an er þó höfð þykkari en blóðmörshrær- an. Gott er að setja örlítinn sykur út í hræruna. Hálffyllið keppina og saumið fyrir með bómullargarni. Pikkið með nál og setjið út í sjóðandi saltað vatn. Sjóðið í minnst 2½ klukkustund. Pikka þarf aftur þegar suðan kemur upp og keppirnir fljóta upp. (uppskriftir þessar má einnig finna í bæklingi frá SS) Margrét lét einnig fylgja með uppskrift af sviðasultu. Hún bendir fólki sem prófar að gera sviðasultu að vigta heimagerðu sultuna og sjá hvað það er mikið ódýrara en tilbúið út úr búð. Frosnum sviðahausum raðað þétt í pott. Vatni hellt saman við og látið fljóta yfir 1–2 msk. af salti sett út í. Látið suðuna koma upp og fleytið froðuna ofan af. Bragðið soðið til að athuga hvort þurfi meira salt. Lækkið hitann og látið sjóða í 2½ til 3 tíma. Hausarnir eru þá teknir upp úr og allt kjöt hreinsað af beinum og sett í formkökumót. Soðinu er hellt yfir mótið og létt farg sett ofan á. Að því loknu er mótið sett í kæli. Þetta er gert á meðan sviðin eru heit. Gott er að nota nýja gúmmí- hanska. Eyrun eru tekin af og hent ásamt augasteinum. Frystið svo sviðasultuna í hæfilegum bitum. Uppruni sláturs á Íslandi Á Vísindavefnum er fjallað um uppruna slátursins. Þar segir að lifrarpylsa sé fyrst nefnd í íslenskum heimildum á 18. öld en verði ekki algeng fyrr en í lok 19. aldar. „Á nokkrum stöðum er greint frá því í heimildum að hún sé að byrja að sjást í ákveðnum héruðum upp úr miðri 19. öld. Eftir að hinn vinsæli Kvennafræðari Elín- ar Briem kom út um áramótin 1888–9 — en í honum var meðal annars uppskrift að lifrarpylsu — breiddist lifrarpylsan út með miklum hraða og um aldamót er hún gerð á all flestum sveitaheimilum á Íslandi.“ Orðið blóðmör þekktist ekki fyrr en á 17. öld en þó er ekkert sem mælir gegn því að réttur með því nafni hafi verið til áður, því matarrétta er ekki endilega getið í gömlum heimildum. Þá segir jafn- framt að lítið eða ekkert mjöl hafi verið í blóðmör á fyrri öldum enda hafi skortur á mjölmeti verið viðvarandi á 18. öld og fram eftir 19. öld hafi hann að mestu verið þykktur með fjallagrösum. Sviðasulta Slátur er afar ódýr matur en í Hagkaupum var hægt að fá fimm slátur á 5.179 krónur síðasta haust. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að nota haframjöl, rúgmjöl og mör fyrir um það bil 300 krónur í hverja upp- skrift. Þannig kosta fimm slátur um 5.500 krónur sem gera 1.100 krónur fyrir eitt slát- ur. Eitt slátur slátur dugar í 3 máltíðir fyrir 4 manna fjölskyldu og því kostar máltíðin fyrir alla fjölskylduna um 370 krónur. Til samanburðar var fundið verð á nokkrum matvörum en verðin voru fengin af heimasíðum verslana og í bæklingum þeirra. Fyrir 4 manna fjölskyldur má gera ráð fyrir 250 grömmum af fiski eða kjöti á mann. Eins má ætla að gróflega kosti meðlæti um 300–500 krónur fyrir fjöl- skylduna en það er að sjálfsögðu misjafnt eftir fjölskyldum. Kjúklingabringur: 1.989 kr. Meðlæti: 500 kr. Samtals: 2.498 kr. Ýsa í raspi: 1.398 kr. Meðlæti: 500 kr. Samtals: 1.898 kr. Hakkbollur: 899 kr. Meðlæti: 500 kr. Samtals: 1.399 kr. Grísabógur: 695 kr. Meðlæti: 500 kr. Samtals: 1.195 kr. Dominos Pizza tvennutilboð: (2 stórar pizzur, brauðstangir, sósa og kók) Samtals: 3.956 kr. Innan við 400 krónur fyrir máltíðina Neytendur 19Mánudagur 16. september 2013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.