Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Mánudagur 16. september 2013
Stokkhólmsheilkennið
á fjörutíu ára afmæli
É
g fæ kvíðakast í hvert skipti
sem ég hugsa um þetta.“
Þannig lýsir eitt fórnarlamb
anna líðan sinni eftir að hafa
verið gísl í bankahvelfingu
í hátt í viku í Stokkhólmi. Ráninu
og dramatíkinni sem fylgdi því var
sjónvarpað um alla Svíþjóð og er
lendir fjölmiðlar streymdu til Sví
þjóðar. Um þessar mundir eru 40
ár liðin frá þessu fræga bankaráni í
Stokkhólmi, sem gat af sér það fyr
irbæri sem kallað hefur verið Stokk
hólmsheilkennið.
Með því er átt við að fórnarlömb
fái samúð með ofbeldismanni eða
mönnum, sem í þessu tilfelli voru
ræningjar eða gíslatökumenn. Þetta
getur gengið svo langt að fórnar
lömbin hneigjast til fylgis við mál
stað gíslatökumanna sinna.
„Partíið er byrjað“
,Það var þann 23. ágúst árið 1973
sem maður að nafni Janne Olofs
son réðst inn í Kreditbanken í mið
borg Stokkhólms, vopnaður vél
byssu og sprengiefni og tók þar fjóra
starfsmenn í gíslingu; þrjár konur
og einn karlmann. Þegar ránið hófst
gargaði hann á ensku: „The party
has started,“ eða „partíið er byrjað!“
Síðar sagði Janne í fjölmiðlum um
ránið að hann hefði „… verið eins
og rotta sem skreið inn í risavaxna
rottugildru.“ Þegar hann var kominn
inn, var nefnilega ekki eins auðvelt
að komast út!
Krafðist að fá vin sinn til sín
Janne var góðkunningi eins fræg
asta glæpamanns Svíþjóðar, Clark
Olofsson, sem á þessum tímapunkti
sat í fangelsi í Norrköping. Krafa
Janne í upphafi ránsins var að Clark
yrði látinn laus og færður til hans.
Einnig krafðist hann þriggja millj
óna sænskra króna í reiðufé og að
fá flóttabíl til umráða. Sænska lög
reglan náði í Clark eftir ákvörðun
dómsmálaráðherra landsins og
þáverandi forsætisráðherra, Olof
Palme (sem var myrtur árið 1986).
Farið var með Clark til Stokkhólms
og honum sleppt inn í bankann. Í
heimildamynd frá 2003, þegar 30
ár voru liðin frá ráninu, kom fram
að á leiðinni hafi Olofsson sagt við
lögreglumennina sem fylgdu hon
um að Olsson væri „stórhættulegur
dópisti.“ Þeir hafi því boðið Olofs
son fleiri helgarleyfi og jafnvel náð
un, ef hann hjálpaði þeim að ráða
niðurlögum hans. Þegar öllu var
lokið neitaði lögreglan þessu.
Gas!
Gíslatakan stóð yfir í sex daga og var
í beinni útsendingu í fjölmiðlum
nánast óslitið. Fjöldi fólks tók sér frí
úr vinnu til að fylgjast með beinum
útsendingum af gíslunum í banka
hvelfingunni. Aragrúi lögreglu
manna var á staðnum, bæði venju
legra og sérsveitarmanna. Einnig var
fjöldi lögreglumanna á svæðinu sem
ekki voru að vinna og töluðu þeir
gjarnan við fjölmiðla, enda allt fullt af
fjölmiðlafólki og freistandi að kom
ast í kastljós þeirra. Þetta leiddi með
al annars til þess að ýmsar „skrök
sögur“ fóru á kreik. Samkvæmt einni
þeirra var m.a. að um Araba að ræða.
Miklar upplýsingar um aðgerðir lög
reglunnar birtust í fjölmiðlum og
gátu Janne og Clark fylgst með öllu
því sem lögreglan gerði.
Taugarnar þandar
Mikil taugaspenna myndaðist á
staðnum og allar samningaumleit
anir fóru út um þúfur. Að endingu
brá lögreglan á það ráð að bora gat
í gólf yfir hvelfingunni og sprauta
inn gasi. Meðan á því gekk hótaði
Janne Olsson að skjóta gíslana, en
lét ekki verða af því. Einnig hótuðu
þeir félagarnir að hengja gíslana í
snörum. En gerðu það sem betur
fer ekki. Gasið hafði tilætluð áhrif,
gíslatökumennirnir gáfust upp og
gíslarnir voru frelsaðir. Í dóms
máli sem fylgdi í kjölfarið hlaut
Janne 10 ára dóm fyrir ránið. Clark
Olofsson var einnig dæmdur, en
sá dómur var síðar felldur niður,
Clark sagðist einfaldlega hafa verið
í bankahvelfingunni til að „vernda“
gíslana. Eftir þetta var Clark hins
vegar margsinnis dæmdur fyrir
aðra glæpi.
Stokkhólmsheilkennið fætt
Það sem hins vegar stendur eftir er
sú staðreynd að á meðan ráninu
stóð fengu gíslarnir samúð með
ofbeldismönnunum og þess vegna
hefur þetta verið kallað Stokk
hólmsheilkennið.
Ýmis konar sögur hafa verið á
reiki um það sem gerðist í hvelf
ingunni á þessum dramatísku dög
um, meðal annars að Janne Olsson
hafi haft samfarir við eina konuna.
Það er hins vegar óstaðfest.
Meðan á ráninu stóð var tekið
upp 45 mínútna langt samtal á
milli forsætisráðherra Svíþjóðar,
Olof Palme, og starfsmanns bank
ans, Kristin Enmark. Af þessu sam
tali hurfu 20 mínútur sporlaust og
veit því enginn hvað þessi hluti
samtalsins innihélt. Hins vegar
heyrist vel þegar Enmark, hellir
sér yfir Olof Palme og skammar
hann fyrir að ganga ekki að kröf
um ræningjanna: „Láttu þá fá það
sem þeir biðja um, ég treysti þeim,“
sagði Enmark við Palme. Ræningj
arnir höfðu meðal annars beðið
um fleiri byssur. Þetta sýnir ágæt
lega að hún hafði tekið stöðu með
gíslatökumönnunum. Einnig frétt
ist það síðar að á meðan Janne og
Clark hvíldust, skiptust gíslarnir á
um að vera á vakt.
Peningar hurfu
Það var nóg af peningum í Kredit
banken, sem var í hjarta viðskipta
lífs Svíþjóðar. Janne hafði krafist
þriggja milljóna króna, eins og fram
hefur komið. Þá kröfu fékk hann
hins vegar ekki í gegn, þar sem bæði
hann og Clark voru handteknir eftir
ránið. Hins vegar hurfu um 150.000
sænskar krónur samkvæmt grein
sem birtist um ránið í dagblaðinu
Dagens Nyheter. „Ég stal öllu sem
ég komst yfir,“ sagði Olofsson í sam
tali við DN. Þetta er staðfest af rann
sóknarlögreglumanni sem vann við
málið. Ein af þeim sögusögnum
sem gengu um ránið var meðal
annars sú að Clark hefði smyglað út
peningum með því að stinga seðl
um upp í endaþarminn á sér. Í áð
urnefndri heimildamynd vildi hann
ekkert segja um það, enda kannski
um nokkuð viðkvæmt mál að ræða.
En ef til vill nokkuð dæmigert fyrir
jafn bíræfinn glæpamann og Clark
Olofsson. n
Glæpamaðurinn Clark Olofsson
Fékk 14 ára dóm 2009
Brotaferill Clark Olofsson er langur og
fjölbreyttur. Hann er fæddur árið 1947
og það voru áfengisvandamál á heim-
ilinu. Þegar við sextán ára aldur var
hann kominn í vist á unglingaheimili
fyrir ýmsa smáglæpi. Í ágúst árið 1965
braust hann ásamt tveimur félögum
inn vinnubústað sænska forsætisráð-
herrans, Tage Erlander, við staðinn
Harpsund í Mið-Svíþjóð. Í kjölfarið á
því réðst hann á tvo lögreglumenn og
hlaut fyrir það sinn fyrsta dóm, þriggja
ára fangelsi. Eftir atburðina í Stokk-
hólmi árið 1973 framdi hann vopnuð
bankarán í Kaupmannahöfn og síðar í
Gautaborg.
Lærði til blaðamanns
Í fleiri skipti hefur honum tekist að
flýja úr fangelsum. Brot hans eru allt
frá líkamsárásum og morðtilræðum,
til rána, ölvunaraksturs og eiturlyfja-
smygls. En hann hefur ekki bara
stundað glæpi, því innan múranna
tókst honum einnig að verða sér úti
um próf sem blaðamaður! Hins vegar
virðist hann ekki geta hætt að fremja glæpi, því árið 2009 var hann dæmdur í 14
ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Situr hann núna í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð,
sem er eitt helsta öryggisfangelsi landsins. n
n Frægasta rán Svíþjóðar n Sex dramatískir og spennuþrungnir dagar n Vakti heimsathygli
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
skrifar
Janne handtekinn Partíið búið. Sænskir sérsveitarmenn með gasgrímur handtaka Janne Olsson. Ránið og gíslatakan í Kreditbanken í
Stókkhólmi vöktu heimsathygli.
Alræmdur Clark Olofsson er einn
alræmdasti glæpamaður Svíþjóðar,
með morðtilraunir, rán og fjölda annarra
afbrota á bakinu. Hann var dæmdur í 14
ára fangelsi árið 2009.
Gíslinn
Patty Hearst
Gerðist ræningi en var náðuð
af Bill Clinton
Eftir ránið í
Stokkhólmi
eru til dæmi
um það þegar
fórnarlömb fá
samúð með
afbrotamönn-
um. Eitt hið
þekktasta er
ránið á Patty
Hearst, sem
var dóttir blaðakóngsins William
Hearst. Það var hópur vinstrisinnaðra
öfgamanna sem rændi henni og
kærasta hennar í febrúar árið 1974
á heimili hennar í Kaliforníu. Málið
dróst fram til vors en í byrjun apríl
tilkynnti Patty að hún hefði gengið
til liðs við hreyfinguna og tekið sér
nafnið „Tanía.“ Um miðjan apríl tók
hún síðan þátt í bankaráni, en var
handtekin. Hún viðurkenndi að hún
hafi verið minotuð kynferðislega og
heilaþvegin í prísundinni. Bill Clinton
náðaði hana árið 2001 og var það
síðasta embættisverk hans. n
Kristin Enmark Hellti sér yfir Palme. Í
löngu samtali meðan á ráninu stóð skamm-
aði starfsmaður bankans, Kristin Enmark,
þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof
Palme. Hún vildi að hann gengi að kröfum
ræningjanna.
„Láttu þá fá það
sem þeir biðja um,
ég treysti þeim.
Hótað lífláti Þegar lögreglan hafði borað gat á bankahvelfinguna lét hún myndavél síga
niður og þá náðist þessi einstaka mynd af Clark Olofsson og gíslunum. Olofsson hafði útbúið
snörur og hótaði að hengja gíslana ef gasi yrði sleppt niður. Það gerðist sem betur fer ekki.