Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 16
16 Umræða 16. september 2013 Mánudagur Lars Guðmundsson Nú skilst mér að þú sért mikill hestamaður. Áttu marga hesta og er einhver í sérstöku uppáhaldi? Hefurðu séð Hross í oss?  Kári Stefánsson Ég á um það bil 70 hross, nokkur efnileg og svo á ég Stakk frá Halldórsstöðum sem er göfugasti alhliða hestur í sögu Íslands. Birgir Olgeirsson Hvor er betri körfuboltaleikmaður að þínu mati? Michael Jordan eða LeBron James?  Kári Stefánsson Michael Jordan er besti körfubolta­ maður allra tíma og LJ kemst ekki með tærnar þar sem hann var með hælana. Sigurjón Hallgrímsson Myndir þú loka RÚV eða alla­ vega Rás 1 og Rás 2 ef það væri það sem þyrfti til að hafa almennilegt heilbrigðiskerfi?  Kári Stefánsson Ég myndi þrengja að flestu í íslensku samfélagi til þess að við gætum hlúð vel að sjúkum og særðum og RÚV væri ekki undanskilið. Mér þykir þó mjög vænt um RÚV vegna þess að ég ólst upp við að þvælast innan um fréttamenn sem unnu þar. Gunnar Jónsson Hver er munurinn á starfsemi RNA og DNA í frumum heilkjörnunga?  Kári Stefánsson RNA verður til úr upplýsingum í DNA og síðan prótein úr upplýsingum sem liggja í RNA og síðan sprettur allt líf af starfi eggjahvítuefnanna. Árni Sigurðsson Er Ísland góð staðsetning fyrir sprotafyrir­ tæki?  Kári Stefánsson Nei. Lommi Lomm Ertu uggandi yfir stöðu ljóðsins?  Kári Stefánsson Nei, ljóðið nýtur meiri vinsælda í dag en nokkru sinni fyrr. Fundarstjóri Hvers konar viðbrögð hefur þú fengið við greininni sem þú skrifaðir í Morgunblaðið í vikubyrjun?  Kári Stefánsson Þeir sem hafa tjáð sig um hana hafa hrósað mér en mér finnst líklegt að þeir sem eru óánægðir með hana séu svo kurteisir að þeir hafi ákveðið að hlífa mér. Atli Bjarkason Ég hef heyrt margar góðar körfuboltasögur af þér. Nú veit ég ekki hversu sannar þær eru en samkvæmt þeim ertu mjög ástríðufullur körfuboltamað­ ur sem átt til að tudda meira en góðu hófu gegnir. Er körfubolti ekki leikur án snertingar?  Kári Stefánsson Ég er svo hófsamur maður og blíður að mér finnst líklegt að sögurnar séu lognar. Snerting er hins vegar mikilvægur þáttur í leiknum. Bergur Thor Er tæknilega hægt núna að klóna mig? Ísland þarf fleiri mig :)  Kári Stefánsson Mér finnst líklegt að það sé hægt að klóna þig en ólíklegt að Ísland þurfi fleiri þig. Jón Reynisson Væri að þínu mati hægt að nota upplýsingatækni til að spara meira í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að samkeyra upplýsingar í auknum mæli og bjóða upp á aukna þjónustu netlækna og vefforrita í greiningu vægari einkenna?  Kári Stefánsson Án nokkurs vafa væri hægt að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara með því að nýta sér gagnasöfn og datamining. Jón Magnússon Varstu ánægður með tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni í gær? Hvaða verk þótti þér standa upp úr í flutningi sveitarinnar?  Kári Stefánsson Ég var mjög ánægður, sérstaklega með auka­ lagið víóluleikarans. Lars Guðmundsson Hvað hefurðu farið á marga tónleika í Hörpu?  Kári Stefánsson Ég hef ekki á þeim tölu en þeir eru fleiri en tíu en færri en þrjátíu. Jón Magnússon Hver er uppáhalds bíómyndin þín?  Kári Stefánsson Ég veit það ekki. Fundarstjóri Þessi barst í tölvupósti: Fyrir hvaða núlifandi Íslendingi berð þú mesta virðingu?  Kári Stefánsson Ég held að það sé fyrir Þorsteini frá Hamri. Steingrimur Másson Hvað þurfa stjórnvöld að gera til að infrastrúktúrinn í þessu samfélagi falli ekki saman innan frá?  Kári Stefánsson Ég er ekki viss um að það sé í höndum stjórnvalda eins og stendur. Ég held að lífeyris­ sjóðirnir hafi framtíð samfélagsins í höndum sér. Fundarstjóri Einar Sigurðsson sendi þessa: Hefur aldrei hvarflað að þér að hella þér út í pólitík?  Kári Stefánsson Nei. Ég er ein­ faldlega gamall vísindamaður sem kann ekki annan saum. Jón Magnússon Ertu sammála Grími Gíslasyni, miðstjórnarmanni í Sjálfstæðisflokknum, sem sagði nýlega að það væri lítið við menningu að gera þegar allir væru dauðir? Finnst þér réttlætanlegt að stilla menningarlífinu svona upp gegn heilbrigðiskerfinu?  Kári Stefánsson Ég er sammála Grími að það sé erfitt að njóta menningar í gegnum miðil. Ég er hins vegar viss um að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Fundarstjóri Ásta Magnúsdóttir: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir atgervis­ flótta heilbrigðisstarfsmanna?  Kári Stefánsson Með því að gera þeim kleift að hlúa að okkur hinum við nútíma aðstæður. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru þeir bestu við góðar aðstæður, ég get borið vitni um það. Bergur Thor Ef þú mættir klóna einn núlifandi íslending, hver yrði fyrir valinu?  Kári Stefánsson Ari, sonur minn. Sigurjón Steinsson Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir aðila sem er að feta sín fyrstu spor með nýsköpunarfyrirtæki?  Kári Stefánsson Að gera sér grein fyrir að nýsköpun er frekar listgrein en iðnaður. Fundarstjóri Bjarki Magnússon sendi þessa: Hefurðu lesið Lovestar eftir Andra Snæ? Ef svo er, hvernig fannst þér vísindamaðurinn þar?  Kári Stefánsson Andri Snær er í miklu uppáhaldi hjá mér sem rithöfundur og baráttumaður en ég man ekki nægilega mikið eftir Lovestar til þess að geta tjáð mig um hana. Andri Snær minnir mig svolítið á Jonathan Letham, sem er bandarískur rithöfundur. Hafsteinn Árnason Hver telur þú vera mestu mistökin, sem stjórnvöld hafa gert á síðustu tíu árum?  Kári Stefánsson Að hætta að hlusta á fólkið í landinu og auka ekki meira á gegnsæi í samfé­ laginu. Bergur Thor Þegar Ari sonur þinn var lítill, spurði hann þig af hverju sykurinn væri sætur og hvar sólin væri um nætur?  Kári Stefánsson Nei, en hann spurði mig hvers vegna ég væri ekki meira heima. Ég er og var vinnufíkill og sinnti ekki börnum mínum sem skyldi, enda óþverri að eðlisfari. Helgi Borg Eiga þeir sem spilla eigin heilsu með óhollu líferni að gjalda þess með hærri tryggingagjöldum og hærri gjöldum í heilbrigðiskerfinu?  Kári Stefánsson Við fyrstu sýn lítur það skynsamlega út en því miður þá spilla menn oftast heilsu sinni af því þeir fæðast með tilhneigingu til þess að gera það og það er ósanngjarnt að refsa mönnum fyrir að velja sér slæma foreldra. Fundarstjóri Baldur Már Helgason: Stjórnendur Landspítalans telja að núverandi áform um nýjan spítala séu bráðnauðsynleg framkvæmd til að bæta starfsskilyrði starfsfólks, ná fram rekstrarhagræði og bæta öryggi sjúklinga. Ert þú sammála þessu mati að fjárfesting í steypu sé besta fjárfestingin í íslensku heilbrigðiskerfi?  Kári Stefánsson Nei. Bergur Thor Finnst þér Pink Floyd góð hljómsveit?  Kári Stefánsson Yndisleg. Jón Reynisson Finnst þér fólk vera raunverulega frjálst? Eða: Að hversu miklu leyti, á bilinu 0–100%, telurðu að valfrelsi fólks sé óháð fyrirfram ráðinni virkni líkamans sem ræðst af genum?  Kári Stefánsson Heilinn er bara líffæri og starfsemi hans ræðst að mestu af erfðum eins og starfsemi annarra líffæra. Val okkar er eitt af störfum heilans. Val okkar er alltaf að miklu leyti af erfðum sem ráðast af erfðamengi foreldra, slembivali litninga i kynfrumur og svo endur­ röðun. Margrét Guðjónsdóttir Telur þú að himintunglin og hringrásir himintunglana hafi einhver áhrif á DNA/RNA?  Kári Stefánsson Nei. Eyþór Jóvinsson Hver telur þú að meðallífaldur Íslendinga verði eftir 100 ár eða jafnvel eftir 500 ár?  Kári Stefánsson Með svolítilli heppni gæti hann orðið 100 ár. Jón Jakobsson Finnst þér aðstæður og umhverfi nýsköpunarfyrirtækja hér á landi sambærilegt við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum? Ef ekki, hvað fyndist þér að þyrfti að gera til að svo mætti verða?  Kári Stefánsson Ég veit ekki nægilega mikið um umhverfið á Norðurlöndum til þess að geta tjáð mig um þetta en við komum alltaf til með að líða vegna smæðarinnar. Róbert Pétursson Nú hef ég ekki séð heimildamynd um Decode, en í „trailer“ kemur fram að þú hafir ekki viljað veita viðtal. Á þjóðin ekki rétt á að heyra þig svara öllum spurningum samviskusamlega? Berð þú ekki beinlínis ábyrgð á því að sannleikurinn komi fram ?  Kári Stefánsson Ég ræð því við hvern ég tala og það er mikilvægt fyrir mig að hafa skoðun á því við hvern ég tala. Hvort sem það ert þú eða einhver annar. Ég hef oft neitað að tala við blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn en miklu oftar talað við þá. Páll Pálsson Mér skilst að þú hafir verið hársbreidd frá því að verða sjómaður á unglingsárunum þínum svo ég reikna með þú hafir einhverjar taugar til sjómanna. Finnst þér að kvótaeigendur eigi að koma til móts við ríkið með að borga leigutekjur af okkar sameigin­ legu auðlind ?  Kári Stefánsson Mér finnst mik­ ilvægt að atvinnugreininni gangi vel og að hún skili til samfélagsins í samræmi við afkomu hennar í hvaða formi sem það er gert. Helgi Borg Væri hægt að bæta forvarnir í heilbrigðis­ kerfinu með því að skoða genaveikleika einstaklinga og beina forvörnum að markhópum með veikleika? Ef svo, ætti að gera það að þínu mati?  Kári Stefánsson Svarið er 120 desíbela já við báðum spurningun­ um. Kristinn Örn Jóhannesson Var ekki frekar súrt að miðlægi gagnagrunnurinn á heilbrigðis­ sviði komst aldrei upp og hefði hann ekki geta verið lykill að skilvirkara og hagkvæmara heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið?  Kári Stefánsson Ekki nokkur vafi í mínum huga að hann hefði gert heilbrigðiskerfið skilvirkara. Það er verið að setja saman svona gagnagrunna víða um heim. Árni Sigurðsson Er Aubrey de Grey rugludallur eða snillingur?  Kári Stefánsson Hann er heldur leiðinlegur rugludallur. Birgir Olgeirsson Hversu lengi heldurðu að mannkyninu muni halda áfram að fjölga? Munu sjúkdómar eða farsóttir granda fólki þegar þéttleikinn verður of mikill. Ertu bjartsýnn á framtíð mannkynsins?  Kári Stefánsson Þetta er of stórt spurt fyrir lítinn mann eins og mig. Páll Pálsson Hefur þú trú á innan fárra ára verði til „Google doctor“ sem getur greint upplýsingar um heilsufar fólks innan skynsamlegra skekkjumarka ?  Kári Stefánsson Já. Einar Sigurðsson Hverju ertu stoltastur af á ferli þínum sem vísindamaður?  Kári Stefánsson Að leiða öfl­ ugasta teymi í mannerfðafræði í heiminum í dag, hér uppi á Íslandi. Ísak Jónsson Hvað heldurðu að það sé langt í að við munum sjá fyrstu klónuðu manneskj­ una?  Kári Stefánsson Ég er ekki viss um að það gerist í bráð en ég er svolítið smeykur við að lönd eins og Kína og Rússland hvetji til þannig vitleysu í tilraun sinni til þess að sannfæra sig og aðra um að þau kunni til verka í vísindum. Helgi Borg Hvernig á að bæta heilbrigðiskerfið okkar í fimm skrefum?  Kári Stefánsson Eins og stendur er kerfið svelt svo við verðum að fóðra það áður en við leggjum í breytingar. Hjörtur Sveinsson Hvernig stendur á því að DNA rannsóknir vegna sifjaglæpa og annarra þess háttar mála séu framkvæmdar erlendis en ekki á Íslandi þegar hér er staðsett mjög frambæri­ legt fyrirtæki á sviði erfðafræðirann­ sókna?  Kári Stefánsson Við höfum boðist til þess að sinna þessu fyrir lítið sem ekkert en stjórnvöld hafa til þessa kosið að vinna frekar með amatörum í Skandinavíu. Birgir Olgeirsson Er ekki erfitt að vera rómantískur ef val okkar er ræðst að miklu leyti af erfðum?  Kári Stefánsson Nei, rómantíkin erfist eins og aðrar tilfinningar. Páll Pálsson Tefldir þú einhvern tíma við Bobby Fischer. Ef svo var, hver hafði vinninginn?  Kári Stefánsson Nei, ég tefldi aldrei við Bobby en það er ekki til­ raun sem þurfti að gera. Hann hefði mátað mig áður en við hefðum leikið fyrsta leik. Hjörtur Sveinsson En hefur ykkur ekki dottið í hug að bjóða upp á erfðapróf fyrir almenning eins og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum, Bretlandi og reyndar flestum öðrum ríkjum?  Kári Stefánsson Við vorum að vinna í því áður en Amgen keypti okkur. Það er verið að búa til nýtt fyrirtæki sem mun gera það. Ísak Jónsson Ef þú gætir breytt einum hlut sem þú hefur gert á lífsleiðinni, hvað væri það?  Kári Stefánsson Ég myndi eyða meiri tíma með börnunum mínum. Áslaug Sigurbjörnsdóttir Telur þú að það verði fljótlega leyft að láta þá einstaklinga vita sem hafa í sér stökkbreytt krabbameinsgen sem auka líkur á krabbameini? Eða ætti að leyfa fólki að kanna það sjálft ef það vill vita hvort það beri þetta gen?  Kári Stefánsson Mér finnst líklegt að við förum fljótlega að líta á stökkbreytingar eins og aðra áhættuþætti og láta menn vita af þeim (eins og háum blóðþrýstingi eða hækkaðri blóðfitu). Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar kom á Beina línu á föstudag. Hann var mikið spurður um heilbrigðismál „Óþverri að eðlisfari“ Nafn: Kári Stefánsson Aldur: 64 ára Menntun: Læknir Staða: Forstjóri deCODE Genetics M y N d iR K R iS Ti N N M A G N ú SS O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.