Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur „Þú ert á leiðinni til helvítis!“ S turla Kaspersen, 28 ára kór­ söngvari, hefur gegnt stöðu sem kirkjuvörður Fríkirkju­ safnaðarins síðast liðin þrjú ár og segist afar þakklátur því fordómaleysi sem hann upplif­ ir innan veggja kirkjunnar. Að sögn Sturlu vísuðu foreldrar hans honum á dyr vegna kynhneigðar sinnar og segir hann starfsmenn Fríkirkjunnar hafa verið til staðar fyrir sig en hann leigir íbúð á vegum safnaðarins í dag. „Íbúðin hafði verið tiltölulega ónot­ uð í tvö ár þannig að ég spurði hvort ég gæti fengið að flytja í íbúðina. Það leyfðu þau mér og gáfu mér góð­ an samning. Þau hafa veitt mér starf og húsaskjól síðan og verið mér al­ veg yndisleg í alla staði,“ segir Sturla og hefur á þessum þremur árum ekki orðið fyrir minnsta aðkasti að eigin sögn. „Hann Hjörtur sóknarprestur er yndislegur. Hann vill endilega fá sem flesta í kirkjuna, allar heimsins gerð­ ir af fólki,“ segir Sturla sem segist hafa tekið ástfóstri við starfið og starfsfólk­ ið í söfnuðinum. „Að fara til helvítis í kærleika drottins“ Sturla segist hafa orðið var við for­ dóma og aðkast í garð samkyn­ hneigðra frá blautu barnsbeini og fram eftir fullorðinsaldri. Hann segist hafa unnið um skeið sem leikskóla­ kennari, síðast á Droplaugarstöðum, starf sem hann kunni vel að meta. Hann hafi þó orðið fyrir að kasti af hálfu samstarfsfólks sem varð til þess að hann hætti. „Þar lenti ég í einni sem sagði við mig „þú ert á leiðinni til helvítis.“ Við vorum að vinna nán­ ast daglega saman og hún var að tala við fólkið á bak við mig um að það ætti ekki að líðast að ég væri að vinna þarna. Hún sagði við eina sem var búin að vera ágætis vinkona mín á staðnum: „Hvernig geturðu sætt þig við að hann sé svona?“ segir Sturla en samstarfskonan sem um ræðir er að hans sögn frá Afríku og strangtrúuð. „Mér finnst alltaf jafn skondið þegar fólk segir manni að fara til helvít­ is í kærleika drottins,“ segir hann og brosir. Dagur sem maður gleymir aldrei Sem barn segist Sturla hafa áttað sig snemma á því að hann væri hinseg­ in. „Ég var ansi fljótur að fatta að ég var skotinn í strákum, mig langaði að kyssa vini mína og svona,“ segir Sturla. „Ætli það hafi ekki verið í kringum ell­ efu ára aldurinn sem ég vissi það fyr­ ir víst; ókei, ég er bara hommi, það er bara ekkert við því að gera, hugsaði ég,“ segir Sturla. Hann segir alvarlegt einelti hafa byrjað fljótlega upp úr sjöunda bekk. „Þetta var orðið svakalegt á tímabili. Einn daginn voru allir strákarnir í skól­ anum mættir saman fyrir utan skól­ ann. Það var eins og það væri verið að taka á móti forsetanum eða eitthvað. Ég hugsaði bara: Vá! Hvað er í gangi? Svo kom það mér svo skemmtilega á óvart nokkrum mínútum seinna að það var verið að taka á móti mér,“ seg­ ir Sturla en vonbrigðin helltust yfir hann augnabliki síðar þegar það kom í ljós að þeir voru þarna mættir til þess að taka afstöðu gegn honum. „Þetta er svona dagur sem maður gleymir aldrei. Það endaði með því að ég flúði inn í íþróttahús og strákarnir voru að reyna að brjóta hurðina á klósettinu sem ég var búinn að læsa mig inn á,“ segir Sturla og finnst ámælisvert að enginn fullorðinn hafi verið til staðar til að grípa inn í aðstæður. „Þetta var alltaf svona, það gerði enginn neitt.“ Foreldrarnir ekki til staðar Hann segir foreldra sína ekki hafa ver­ ið til staðar fyrir sig á meðan eineltið átti sér stað. „Því miður þá áttu foreldr­ ar mínir alltaf rosalega erfitt með það hvernig ég var,“ segir Sturla og vísar þar í samkynhneigð sína. „Maður fékk engan stuðning þar. Lögreglan skutl­ aði manni heim eftir að maður hafði verið laminn einhvers staðar, uppi á Garðatorgi eða eitthvað, og þá kom bara, já þú átt ekkert að vera að hanga uppi á Garðatorgi,“ segir Sturla sem segwwir að staðsetningin hafi þó ekki skipt neinu máli fyrir þá sem lögðu hann í einelti. Hann segist vart hafa þorað út úr húsi á tímabili. Þurfti að fela kynhneigð sína Sturla segist hafa upplifað kristna trú foreldra sinna sem stjórnunartæki á hendur sér, þar sem kynhneigð hans var fordæmd. Eitthvað sem mátti ekki sjást út á við að sögn Sturlu. „Mamma og pabbi voru fyrirmyndarfólk, pabbi minn var með KFUM og mamma mín var með KFUK og allt fólk dáðist að þeim. Það voru þau sem fengu mig til að hlaupa burtu frá kirkjunni um tíma.“ Hann segist einnig hafa upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu og að þörf sé að opna fyrir umræðuna varð­ andi það. „Heimilisofbeldi er eitthvað sem er svo ótrúlega loðið. Það eru margir í felum með þetta. Þetta byrj­ aði rosalega snemma heima. Ég mátti ekki tala á vissan hátt eða lyfta litla fingrinum upp þegar ég var að drekka. Það var fylgst mjög náið með hverja ég umgekkst, ég mátti ekki umgang­ ast stelpur eða eiga vinkonur. Ég byrj­ aði líka mjög snemma að ljúga að ég hefði verið með einhverjum strákum þegar ég hafði farið að hitta vinkon­ ur mínar bara svona til að gleðja þau,“ segir Sturla þegar hann lítur til baka. „Fyndið hvað börn þurfa oft að vita betur heldur en foreldrar sínir.“ Hent út af heimilinu Hann segist í dag skilja betur fram­ komu foreldra sinna þar sem þau séu bæði með erfiðan bakgrunn. „Mamma er eistnesk og pabbi norskur og þau áttu bæði mjög erfitt í uppeldi sínu. Ég veit alveg hvaðan þröngsýnin kem­ ur. Þetta var mjög lærdómsríkur tími,“ segir Sturla sem segir samskiptin í dag vera engin. „Ég er ekkert búinn að tala við þau í þrjú til fjögur ár. Þau hentu mér út að heiman í fyrsta skipti þegar ég var sautján ára.“ Hann segist þó hafa flutt heim aftur út af meðvirkni en að það hafi endað með því að honum var hent út aftur. „Þau sögðu drullaðu þér og komdu ekki aftur. Þú ert ekki fjöl­ skylda mín,“ segir Sturla sem hafi þá sagt skilið við fjölskylduna. Hann bæt­ ir við að þau hafi þó sýnt merki um að þau sakni hans eitthvað en að hann muni þó seint taka fyrirlitninguna í sátt. „Allir sem ætla að vera í mínu lífi þurfa að elska mig og virða,“ seg­ ir hann. Er trúaður sjálfur í dag Sturla segist þrátt fyrir allt vera trúað­ ur í dag. „Ég skammast mín ekk­ ert fyrir að trúa. Það að trúa er lykil­ atriði í lífinu, maður verður að trúa. Ég trúi á guð og ég trúi því að það sé til eitthvað æðra en við. Ég er ekkert mikið fyrir að trúa í blindni og bók­ staflega, mamma mín og pabbi voru mikið þannig,“ segir Sturla og bendir á að biblían hafi verið misnotuð sem áróðurstæki til að stjórna fólki í gamla daga. „Að biðja er eitthvað sem virkar. Fólk sem hefur prófað það veit það. Alheimurinn svarar hvort sem þú vilt kalla það guð eða eitthvað annað,“ segir Sturla. Hissa á kæru Gylfa Ægissonar Honum finnst umræðan sem hefur blossað upp í kjölfar Gleðigöngunn­ ar og kæru Gylfa Ægissonar koma sér á óvart. „Þetta er sérstaklega fyndið núna þegar það er verið að leggja hvað síst áherslu á þessa hlið, leður­ hommarnir eru hættir og það var enginn nakinn í göngunni eða neitt,“ segir Sturla. „Það vill enginn stríð. Við viljum lifa í friði saman á Íslandi. Ég meina, þessi minnihlutahópur, sem er að minnsta kosti tíu prósent þjóðarinnar, á hann ekki skilið einn dag til þess að fá að fagna hinsegin­ leika sínum. Þeir sem vilja ekki mæta geta bara haldið sig heima. Þetta á ekkert að þurfa að vera svona rosalegt mál, það er enginn að pína neinn nið­ ur í bæ,“ segir Sturla að lokum. n Vissi alltaf að ég væri öðruvísi „Ætli það hafi ekki verið í kringum ellefu ára aldur- inn sem ég vissi það fyrir víst, ókei, ég er bara hommi það er bara ekkert við því að gera, hugsaði ég,“ segir Sturla. MynDir: ÞorMAr n Sturla Kaspersen hefur orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar frá blautu barnsbeini„Ég trúi á guð og ég trúi því að það sé til eitthvað æðra en við. Ég er ekkert mikið fyrir að trúa í blindni og bók- staflega, mamma mín og pabbi voru mikið þannig. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Sturla Kaspersen „Mér finnst alltaf jafn skondið þegar fólk segir manni að fara til helvítis í kærleika drottins“ Fékk tilskipanir frá foreldrunum „Ég mátti ekki tala á vissan hátt eða lyfta litla fingrinum upp þegar ég var að drekka. Það var fylgst mjög náið með hverja ég umgekkst, ég mátti ekki umgangast stelpur eða eiga vinkonur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.