Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 17
Sport 17Mánudagur 16. september 2013 Frumsýningin fór aðeins forgörðum n Fyrsti leikur tveggja dýrustu knattspyrnumanna heims endaði með jafntefli É g er himinlifandi yfir að hafa skorað mitt fyrsta mark í spænsku deildinni og hafa hjálpað liði mínu að tryggja sér annað stigið á erfiðum útivelli,“ lét Gareth Bale, dýrasti knattspyrnu­ maður heims, hafa eftir sér að lokn­ um fyrsta leik hans með stórliði Real Madrid gegn Villareal um helgina. Liðið náði þó aðeins 2–2 jafntefli. Eftir margra mánaða bollalegg­ ingar í velflestum fjölmiðlum af hálfu velflestra sérfræðinga hvort Bale færi til Real og þá fyrir hvað mikið og þá hvort það gengi að hann spilaði sam­ hliða Cristiano Ronaldo reyndist furðu lítið fútt í fyrsta leik þessara stórstjarna að mati spænskra miðla. Vissulega skoruðu báðar stjörnurn­ ar í leiknum og báðir áttu fínan leik en eftir leikinn var meira talað um stórleik markvarðar Real og skæða sóknarmenn Villareal en að stjörn­ urnar tvær hefðu skinið sérstaklega skært eða verið framúrskarandi. Einhverjum kann að finnast út í hött að segja úrslitin léleg fyrir Real Madrid enda erfiður útivöllur og þar náðist í eitt stig þrátt fyrir allt. En á Spáni voru margir blaðamennirn­ ir ekkert yfir sig hrifnir ef frá er talið íþróttablaðið Marca sem jafnan er mjög á bandi Real. Meira að segja þar var það stórleikur markvarðar­ ins Diego Lopez sem átti fyrirsögn­ ina á vef þeirra að leik loknum en ekki allra dýrasti knattspyrnumaður heims. Á það var bent að Gareth Bale væri um það bil jafndýr leikmaður og allt byrjunarlið Villareal og ekki síður er staðreynd að Villareal er nýkomið upp í efstu deild á Spáni eftir nokk­ ur mögur ár en liðið var meðal sterk­ ustu liða á Spáni árin 2004 til 2008. Stórlið Real var því hættulega nálægt því að tapa fyrir nýliðum í deildinni. Það þykir aðdáendum þess ekki upp á marga fiska. Sjálfur tók Bale enga gagnrýni inn á sig enda var honum skipt út af á 62. mínútu eða áður en sókn­ ir heimamanna í Villareal urðu sem skæðastar. Hann lýsti yfir mikilli ánægju á twitter­síðu sinni í kjölfar leiksins og sagðist vart geta beðið þriðjudags þegar Real heimsækir Galatasaray í Tyrklandi í Meistara­ deildinni. Það var einmitt Meistara­ deildin sem var ein ástæða þess að Bale vildi fara frá Tottanham að eig­ in sögn. n É g held að það leiki enginn vafi á að Ferguson lætur heyra í sér endrum og sinnum enda ekki hægt að labba si svona út eft­ ir áratugi í boltanum,“ segir Ás­ mundur Friðriksson, fyrrum skip­ og bæjarstjóri, sitjandi þingmaður og gallharður aðdáandi Manchester United. DV fékk Ásmund til að spá í leikina í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld og ræddi við hann um nýjan stjóra Manchester United, David Moyes. Þingmaðurinn hefur lengi fylgst með sínu liði og oft lagst í víking til að sjá lið sitt spila með berum augum. Ás­ mundur er einnig einn af þeim sem man persónulega eftir David Moyes þegar sá var að sparka bolta í Vest­ mannaeyjum fyrir margt löngu en þar bjó Ásmundur og fjölskylda hans lengi vel. Trú á nýjum þjálfara Þingmaðurinn hefur fulla trú á nýjum stjóra og ekki skemmi þar fyrir að um sé að ræða raunverulegan Íslandsvin. „Ég hafði reyndar mjög gaman að því þegar félagar mínir lýstu yfir óánægju með ráðningu Moyes í stað Fergu­ son. Margir töldu hann einskis nýtan. Svo rammt kvað að gagnrýninni að halda mætti að Moyes væri ekki fær um að stýra knattspyrnufélagi Magna á Grenivík.“ Ásmundur telur þó lítinn vafa leika á að Moyes hafi getu til að ná langt með United. „Ég held þó að hann sjálf­ ur breytist við að koma í slíkt umhverfi jafnvel þó hann hafi búið lengi í næsta bæ. Þarna er svo mikið stærri umgjörð og miklu meiri saga en hann er vanur.“ Aðspurður hvort ekki sé líklegt að fráfarandi stjóri, Alex Ferguson, sé nú eitthvað aðeins í sambandi við Moyes þó hættur sé störfum telur Ásmundur það mjög líklegt. „Ég held að það leiki enginn vafi á að Ferguson lætur heyra í sér endrum og sinnum enda ekki hægt að labba si svona út eftir áratugi í boltanum. Kannski hefur hann boðið Moyes að hafa samband ef hann lenti í vandræðum. En mér þykir ótrúlegt að Ferguson láti sig engu varða hvað fram fer hjá þessu liði.“ Fyrsti leikur Moyes í Meistara- deildinni Á morgun fara fram fyrstu leikir Meist­ aradeildar Evrópu þessa vertíðina þegar átta leikir verða leiknir og er hver öðrum meira spennandi. Einn þeirra er jafnframt fyrsti Meistaradeildarleik­ ur David Moyes við stjórn United og þess vegna fékk DV Ásmund til að spá fyrir um úrslit þess leiks og hinna sjö sem á dagskránni eru en þar á með­ al halda út á völlinn Meistaradeildar­ meistararnir sjálfir frá München, spútniklið PSG frá París svo ekki sé minnst á erkifjendur United hinum megin í sömu borg. n n Ásmundur Friðriksson þingmaður spáir í fyrstu leikina í Meistaradeild Evrópu A-riðill Manchester United - Bayer Leverkusen 3–1 „Hef trú á mínum mönnum þarna en Þjóðverjarnir eru erfiðir og munu líklega halda sig aftarlega á vellinum og verjast með kjafti og klóm“ Real Sociedad - Shaktar Donetsk 2–0 „Donetsk hafa oft komið á óvart en ég held að Spánverjarnir ættu að hafa þetta á heimavellinum“ B-riðill Galatasaray - Real Madrid 1–1 „Það er ekki heiglum hent að sækja Tyrkina heim og mér kæmi ekki á óvart að stórliðið gæti lent þar í basli.“ FC Kaupmannahöfn - Juventus 1–0 „Þetta er áhugaverður leikur en mér finnst Danir vera að gera góða hluti og held að þeir taki þennan leik.“ C-riðill Benfica - Anderlecht 2–0 „Ég man vel eftir þegar Anderlecht var stórveldi í Evrópu fyrir ekki svo mjög löngu síðan en þennan leik vinnur Benfica“ Olympiakos - PSG 0–2 „Engin spurning þarna held ég. Frakkarnir taka þetta. D-riðill Bayern - CSKA Moskva 3–0 „Þetta held ég að sé ekki spurning um úrslit heldur aðeins hvort mörk Þjóðverja verða tvö eða þrjú.“ Plzen - Manchester City 0–1 „Þessir gæjar verða náttúrulega að fara að vinna einn leik og ekki tekst það í deildinni.“ Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Ásmundur í pontu Hann eyðir ekki lengur mörgum klukkustundum á dag að horfa á knattspyrnuleiki en segist vart missa af stærri leikjum síns félags sé þess kostur á annað borð. Íslandsvinurinn David Moyes þarf í fyrsta sinn að stilla upp liði sínu í Meistara- deild Evrópu annað kvöld. Hefur fulla trú á DaviD Moyes Fyrsta leiknum lokið Gareth Bale stóð sig vel í sínum fyrsta leik með sínu nýja liði um helgina. Úrslit Enska úrvalsdeildin Man.Utd – Crystal Palace 2–0 1–0 Persie v. (45.), 2–0 Rooney (81.) Aston Villa – Newcastle 1–2 0–1 Arfa (18.), 1–1 Benteke (67.), 1–2 Gouffran (73.) Fulham – WBA 1–1 1–0 Sidwell (22.), 1–1 McAuley (90.) Hull – Cardiff 1–1 1–0 Davies (40.), 1–1 Whittingham (59.) Stoke – Man.City 0–0 Sunderland – Arsenal 1–3 0–1 Giroud (11.), 1–1 Gardner v.(48.), 1–2 Ramsey (67.), 1–3 Ramsey (76.) Tottenham – Norwich 2–0 1–0 Sigurðsson (28.), 2–0 Sigurðsson (49.) Everton – Chelsea 1–0 1–0 Naismith (45.) Staðan 1 Arsenal 4 3 0 1 8:5 9 2 Tottenham 4 3 0 1 4:1 9 3 Liverpool 3 3 0 0 3:0 9 4 Man.City 4 2 1 1 8:3 7 5 Man.Utd 4 2 1 1 6:2 7 6 Chelsea 4 2 1 1 4:2 7 7 Stoke 4 2 1 1 3:2 7 8 Newcastle 4 2 1 1 3:5 7 9 Everton 4 1 3 0 3:2 6 10 West Ham 4 1 2 1 2:1 5 11 Southampton 4 1 2 1 2:2 5 12 Cardiff 4 1 2 1 4:5 5 13 Fulham 4 1 1 2 3:5 4 14 Norwich 4 1 1 2 3:5 4 15 Hull 4 1 1 2 2:5 4 16 Aston Villa 4 1 0 3 5:6 3 17 Cr. Palace 4 1 0 3 4:6 3 18 Swansea 3 1 0 2 3:5 3 19 WBA 4 0 2 2 1:4 2 20 Sunderland 4 0 1 3 3:8 1 Þýska deildin Hertha Berlin – Stuttgart 0–1 0–1 Gentner (49.) Bayern Munchen – Hannover 2–0 1–0 Mandzukic (51.), 2–0 Ribery (64.) Leverkusen – Wolfsburg 3–1 1–0 Sam (24.), 1–1 Olic (39.), 2–1 Kiessling (69.), 3–1 Kiessling (90.) Werder Bremen – Frankfurt 0–3 0–1 Kadlec (14.), 0–2 Kadlec (34.), 0–3 Prödl sjm.(72.) Mainz – Schalke 0–1 0–1 Boateng (34.) Augsburg – Freiburg 2–1 0–1 Mehmedi (46.), 1–1 Altintop (62.), 2–1 Werner (89.) Dortmund –Hamburger 6–2 1–0 Aubamayang (19.). 2–0 Mkhitaryan (22.), 2–1 Lam (26.), 2–2 Westerman (49.), 3–2 Aubamayang (65.), 4–2 Lewandowski (73.), 5–2 Reus (74.), 6–2 Lewandowski (81.) Hoffenheim – Gladbach 2–1 1–0 Modeste (45.), 2–0 Volland (54.), 2–1 Hrgota (75.) Braunswcheig – Nurnberg 0–1 0–1 Hlousek (28.) Staðan 1 Dortmund 5 5 0 0 15:4 15 2 Bayern M. 5 4 1 0 9:2 13 3 Leverkusen 5 4 0 1 11:6 12 4 Hannover 5 3 0 2 8:7 9 5 Mainz 5 3 0 2 8:8 9 6 Augsburg 5 3 0 2 5:7 9 7 Hoffenheim 5 2 2 1 14:13 8 8 H. Berlín 5 2 1 2 9:6 7 9 Schalke 5 2 1 2 7:9 7 10 Stuttgart 5 2 0 3 10:8 6 11 M‘gladbach 5 2 0 3 11:10 6 12 Wolfsburg 5 2 0 3 7:7 6 13 E.Frankfurt 5 2 0 3 7:9 6 14 W.Bremen 5 2 0 3 3:8 6 15 Hamb. SV 5 1 1 3 10:15 4 16 Nürnberg 5 0 3 2 5:8 3 17 Freiburg 5 0 2 3 7:11 2 18 Braunschw. 5 0 1 4 2:10 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.