Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Side 2
E fasemdir um háa umsýslu- þóknun Thule Investments sem er í eigu Gísla Hjálmtýs- sonar komu fyrst fram fyrir þremur árum síðan. Stjórn- endur lífeyrissjóðanna, sem áttu megin þorra hlutafjár í Brú II sem Thule Investments rak, koma af fjöll- um nú eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið þrátt fyrir að þeir hafi haft fulltrúa í fjárfestingarráði Brúar II og þar með haft greiðan aðgang að árs- reikningum. Vanþekking stjórnend- anna á háum þóknunum Thule In- vestments er því annað hvort ósönn eða merki um vanhæft eftirlit með fjárfestingum lífeyrissjóða. Í umfjöll- un Kastljóss kom meðal annars fram að verðmat tveggja stærstu eigna sjóðsins árið 2011 var byggt á óend- urskoðuðum reikningum. Sömuleið- is kom fram að Thule Investments hafi fengið yfir hálfan milljarð króna fyrir umsýslu Brúar II. Sú þóknun var byggð á verðmati sjóðsins sem nú hefur komið í ljós að hafi verið held- ur vafasamt. Megin þorri hlutafjár sjóðsins var lagt til af þremur íslensk- um lífeyrissjóðum: LSR, Gildi og Líf- eyrissjóði verzlunarmanna. Eftir um- fjöllun Kastljóss sögðust stjórnendur lífeyrissjóðanna ekkert kannast við háa umsýsluþóknun fyrirtækisins, en sé betur að gáð virðist það hins vegar vera rangt. Efasemdir komu upp fyrir þremur árum Eins og fyrr segir komu þeir stjórn- endur lífeyrissjóðanna sem tjáðu sig af fjöllum og sögðust ekkert kann- ast við sjálftöku Thule Investments. Sé fundargerð frá aðalfundi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna þann 17. maí 2010 skoðuð sést þó að strax þá voru spurningar komnar upp um háa um- sýsluþóknun Thule Investments. Í fundargerð segir: „Ragnar Þór Ing- ólfsson sjóðfélagi og stjórnarmaður í VR kvaddi sér hljóðs og fjallaði m.a. um tengsl stjórnenda við þau félög sem sjóðurinn fjárfesti í ... Jafnframt kom hann með fyrirspurn varðandi umsýsluþóknun til Thule Invest- ments ... Ragnar lagði fram áskorun til stjórnar og starfsfólks um að stór- auka gegnsæi í fjárfestingum og að- gengi sjóðfélaga að upplýsingum í ljósi þess að sjóðsins bíður það erf- iða hlutverk að fjárfesta við afar erf- iðar markaðsaðstæður og tortryggni í samfélaginu.“ Stuttu síðar svaraði Guðmundur Þ. Þórhallsson fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins fyr- irspurninni varðandi Brú Capital. Hann sagði að áætluð stærð Brú Capital væri sex og hálfur milljarður og að árleg umsýsluþóknun væri tvö prósent. Röng svör Svar Guðmundar virðist vera bein- línis rangt; í sjóðum sem þess- um er venjan að umsjónaraðilar fái tveggja prósenta þóknun af heildar- fjárfestingum og er ætlast til að allur kostnaður hluthafa við reksturinn sé þar með talinn. Í tilfelli rekstrar Brú- ar II var þóknunin tvö og hálft pró- sent auk annars rekstrarkostnaðar, lögfræðiþóknana, endurskoðunar og aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Var því umsýsluþóknunin samtals nær þremur og hálfu prósenti. Þetta hefðu stjórnendur lífeyrissjóðsins átt að vita því þeir áttu fulltrúa í fjár- festingarráði Brúar II frá stofnun og því fengið ársreikninga sjóðsins. „Það lítur allt út fyrir það að svörin sem ég fékk hafi verið röng á þessum fundi. Þær tölur koma engan veg- inn saman við þær tölur og upplýs- ingar sem Kastljós hefur. Það er klárt mál að þessi tvö prósent eru fjarri lagi. Það er mjög alvarlegt mál þegar æðsta vald félagsins kemur ekki hreint fram við sjóðfélaga,“ sagði Ragnar Þór í samtali við DV. „Marklaus þvæla“ Síðast liðinn fimmtudag tilkynntu lífeyrissjóðirnir að til að eyða óvissu yrði fenginn óháður þriðji aðili til að skoða Brú II. Þar á meðal á að skoða hvort eitthvað vafasamt hafi átt sér stað hvað varðar eftirlit með fjár- festingu, skattgreiðslum, þóknun- um og umbunum. Ragnar Þór hef- ur miklar efasemdir um að nokkuð komi úr þeirri skoðun. „Þetta er ná- kvæmlega eins og með rannsóknar- skýrslu Alþingis. Þegar hún kem- ur út þá ætla þeir loksins að fara að skoða mál eins og Exista og annað sem orkaði tvímælis. Í staðinn fyr- ir að fá sambærilega rannsókn af óháðum aðilum, þá skipa þeir sjálf- ir í nefnd og velja fulltrúa sem þeir telja vera óháða. Þeir fóru svo ekkert eftir þeirri skýrslu og ekkert var gert með hana. Allt tal um það að það eigi að skoða hlutina í dag er algjörlega marklaus þvæla eins og allt sem hef- ur komið frá þeim hingað til. Ég hef enga trú á því að það komi eitthvað út úr þessari skoðun,“ segir Ragnar Þór. Næsti skandall lífeyrissjóðanna Spurður um hvernig efasemdir um óeðlilegar þóknanir Thule Invest- ments hafi sprottið upp segir Ragn- ar Þór: „Ég fæ upplýsingar frá heim- ildarmanni um þetta mál sem snúa að því að lífeyrissjóðirnir eru í bull- andi vanda út af Thule Investments og mikilli sjálftöku þar og samn- ingi við Gísla sem þeir komast ekki út úr. Þetta leit út fyrir að vera næsti skandall lífeyrissjóðanna. Heim- ildarmaðurinn fullyrðir við mig að stjórnendur lífeyrissjóðanna séu í miklum vandræðum með þenn- an samning og hvernig þeir eigi að komast út úr honum. Út frá þeim upplýsingum bendir allt til þess að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi verið meðvitaðir um sjálftökuna sem á sér stað inn í Thule Investments út af hýsingu þessara sjóða.“ Ef frá- sögn heimildarmanns Ragnars Þórs er rétt þýðir það með öðrum orð- um að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi hylmt yfir mögulegum misbresti í rekstri Thule Investments á Brú II. Ekki náðist í Guðmund Þ. Þórhalls- son, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, við vinnslu fréttar- innar. n „Algjörlega út úr kú“ n Ómar Ragnarsson segir framkvæmdir við Gálgahraun vanvirðingu við Dag íslenskrar náttúru N áttúruverndarsamtökin Hrauna vinir boðuðu til fjöl- mennra mótmæla síðast liðinn sunnudag vegna lagningu vegar í Gálgahrauni. Segja má að mót mælin beinist auk þess gegn sýslu manninum í Reykjavík, en hann hafnaði nýver- ið beiðni náttúruverndar samtaka um lögbann á lagningu vegarins. Samtök- in kærðu synjunina til héraðsdóms en þrátt fyrir það hafa framkvæmd- ir hafist. Ómar Ragnarsson sagði í samtali við DV það fáránlega stöðu að á meðan Dagur íslenskrar náttúru sé haldinn muni „þeir sem stjórna herdeildunum í hernaðinum gegn landinu ramma daginn inn með því að fara með jarðýtur á ósnortið hraun Jóhannesar Kjarval.“ Ómari finnst það undarlegt að framkvæmdir haldi áfram á Degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. „Ef þú berð þetta saman við alla þá atburði sem eiga sér stað um land allt til heiðurs og virðingar íslenskrar náttúru, þá sérðu að þessi gjörningur þeirra er algjör- lega út úr kú. Þeir gátu ekki beðið í tvo vinnudaga með framkvæmdirn- ar, þeir þurfa að vera fyrstir í fyrramál- ið til að fagna Degi íslenskrar náttúru með því að ryðjast áfram í gegnum hraunið. Mér finnst þetta álíka skrít- ið og ef á Degi íslenskrar tungu myndi einn skólinn auglýsa: Hér eftir verða öll samskipti innan skólans á ensku og ekkert annað mál má tala hér. Ég legg þetta alveg að jöfnu, skólinn gæti sagt að þetta væri mjög þörf framkvæmd. Þeir gætu sagt: „það verður hvort eð er töluð enska“ eins og þeir segja: „það verður hvort eð er lagður vegur“.“ Ómar segir það viðeigandi að þeirra fyrsta verk í fyrramálið verður að ryðja burt íslenska fánanum. Ómar sagði að mótmælin hafi verið fjölmenn og mjög góður andi í hópnum. „Við löbbuðum í gegnum hraunið, sömu leið og vegurinn á að vera. Ég ætlaði að fara með þeim en ég áttaði mig ekki á því að þetta er löng leið. Það er búið að skera þrisvar í hnéð á mér svo ég varð að snúa við á miðri göngu. Ég missti því af byrjun- inni á fundinum en ég sá að það var mikil stemning, ég kom bara í flasið á henni!“ sagði Ómar. n Rotaðist eftir átök Lögregla og sjúkralið voru köll- uð að skemmtistað í Ingólfsstræti rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Þar hafði maður rot- ast í átökum. Þegar lögregla kom á staðinn hafði sá rotaði vaknað og vildi ekkert gera frekar í málinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Árásarmaðurinn var færður á lögreglustöðina. Þar gerði hann grein fyrir sér og kvaðst hafa verið að verja sig. Hann fór síð- an frjáls ferða sinna að sögn lög- reglu. Fimm ökumenn voru teknir úr umferð aðfaranótt sunnudags vegna ölvunaraksturs. Handbolta- kempa safnaði milljónum Gunnar Beinteinsson, fyrrver- andi handboltamaður úr FH og íslenska landsliðinu, safnaði 3,5 milljónum króna fyrir átakið Á allra vörum. Þetta gerði Gunn- ar með því að hlaupa svokallað Jungfrau-maraþon í svissnesku Ölpunum á laugardag. Gunn- ar er starfsmannastjóri Actavis og komu áheitin frá fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Hlaup- ið sem um ræðir hefst í 570 metra hæð yfir sjávarmáli og lýkur í 2.100 metra hæð, en hæst er farið í 2.320 metra. Hækkunin er því um 1700 metrar. Til gamans má geta þess að hækkunin upp að Steini á Esj- unni eru um 600 metrar. Það sem gerir þetta hlaup erfiðara en mörg önnur, er að langmesta hækkunin er eftir rúmlega 25 kílómetra. Stakk mann og stakk svo af Karlmaður stakk annan með hnífi í Austurstræti um miðnæturbil á laugardagskvöld eftir deilur og lét sig síðan hverfa í kjölfarið. Lög- regla reyndi að hafa upp á honum en það hafði ekki tekist um miðjan dag á sunnudag, eftir því sem DV kemst næst. Að sögn sjónarvotta deildi árásarmaðurinn við annan mann í Austurstræti þegar þann þriðja bar að og reyndi að stilla til friðar. Ekki vildi betur til en að annar deilenda dró upp hníf og stakk friðmæl- andann í lærið. Sá var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hversu alvar- leg meiðsl hans voru. Stjórnendur áttu að vita betur n Lífeyrissjóðirnir flutu sofandi að feigðarósi í máli Thule Investments Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is 2 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur Ragnar Þór Ingólfsson Stjórnarmaður í VR segist ekki hafa mikla trú á því að nokkuð komi út úr skoðun óháðs aðila á starfsemi Thule Investments. Gísli Hjálmtýsson Eigandi Thule Investments og fram- kvæmdastjóri fjárfestingar- sjóðsins Brúar II hefur sagt að umfjöllun Kastljóss sé tilraun til að gera starfsemi fyrirtæk- isins tortryggilega. Gálgahraun Mótmælendur settu bæði græna fána og íslenska fánann í hraunið þar sem vegurinn á að fara yfir. MyND: ÞoRRI „Það lítur allt út fyrir það að svör- in sem ég fékk hafi verið röng á þessum fundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.