Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 16. september 2013 Mánudagur „Við erum ekki að fara neitt“ n Kiosk Boutique er þriggja ára n Íslendingar sækja í íslenska hönnun F ata- og hönnunarbúðin Kiosk Boutique fagnaði nýverið þriggja ára afmæli, en búð- in var stofnuð sumarið 2010 af nýútskrifuðum hönnunarnem- um úr Listaháskóla Íslands. Fjöl- margir ungir og efnilegir hönnuðir selja vöru sína í Kiosk undir ýmsum merkjum svo sem; Eygló, Hlín Reyk- dal, Helecopter, Thelma Design, Arna Sigrún, Sævar Markús, Thelma- Design og YR. Íslendingar spenntir DV ræddi við Helgu Lilju Magnús- dóttur, sem sýnir hönnun sína undir merkinu Helecopter í Kiosk. Hún seg- ir að aukinn straumur ferðamanna til landsins sé mikil búbót, en giskar þó á að þeir hafi aðeins verið um fjörutíu prósent viðskiptavina sinna í sumar. „Það var alveg ásókn af ferðamönn- um, en mér finnst að þeir sem kunna að meta íslenska hönnun vera miklu frekar Íslendingar en útlendingar. Þó útlendingar hafi mjög mik- inn áhuga og allt það, þá finnst mér samt Íslendingar vera spenntari fyrir hönnun,“ segir Helga Lilja. 2 nýir hönnuðir Þegar Helga Lilja er spurð hvað sé á döfinni í búðinni segir hún: „Fram- tíðin er bara björt; við erum nýbú- in að bæta við okkur tveimur nýjum hönnuðum, það er alltaf gaman að fá nýtt blóð. Annars vegar er það Sif Baldursdóttir sem er með merki sem heitir Kyrja. Vörunar frá henni eru væntanlegar í búðina eftir rúman hálf- an mánuð. Hins vegar er það Kristjana Williams sem gerir rosalega fallega púða og myndir. Bæði útlendingar og Íslendingar missa sig alveg yfir teikn- ingunum hennar. Hún handteiknar myndir sem hún svo prentar á púða. Teikningarnar má svo líka fá í hefð- bundnu myndformi á vegginn.“ Helga Lilja segir söluna hafa verið mjög góða og sér í lagi sumarið. „Sum- arið er búið að vera dásamlegt. Þetta er svo gott „konsept“ að það þarf ekki mikið til að ganga vel. Það er rosa- lega mikið að fara út hjá okkur af fylgi- hlutum, til dæmis eftir Hlín Reykdal og Hildur Yeoman, sem eru vinsælar gjafir. Annars er salan mjög jöfn á öll- um vörum, við erum ekki fara neitt,“ segir Helga Lilja. n hjalmar@dv.is Kiosk Boutique Sækir í sig veðrið og selur grimmt. Púði eftir Kristjönu Williams „Bæði útlendingar og Íslendingar missa sig alveg yfir teikningunum hennar“ segir Helga Lilja. Skart eftir Hildi Yeoman Fylgihlutir sem þessir eru vinsælasta varan hjá Kiosk. Kjól frá Helicopter Vörumerki Helgu Lilju Magnúsardóttur. Forðastu mistök við netviðskipti n Farðu eftir nokkrum einföldum ráðleggingum Þ að er hægt að gera góð kaup á fatnaði og skóm á netinu og margir nýta sér það. Það er hægt að forðast vandræði við slík viðskipti með því að fara eftir einföldum varúðarreglum en á heimasíðu Neytendasamtak- anna eru nokkur einföld ráð fyrir þá sem hyggja á kaup á netinu. Athugaðu fleiri netverslanir og reynslu annarra. Það getur ver- ið mikill munur á verði, þjónustu og áreiðanleika netverslana. Ef til- boð er of gott til að vera satt þá er ástæða til að hafa varann á. Leit- aðu einnig eftir reynslu annarra af versluninni. Athugaðu hver það er sem býð- ur vöruna til sölu. Þegar keypt er af viðurkenndum söluaðila sem hef- ur fasta starfstöð er minni áhætta. Leitaðu eftir nafni seljanda, heim- ilisfangi og símanúmeri. Það getur verið varasamt að kaupa af vefsíðu sem birtir engar upplýsingar nema tölvupóst. Lestu skilmála seljanda fyrir kaupunum. Skilmálar geta gefið upplýsingar um hvernig selj- andinn hagar málum varðandi skilarétt og afpantanir. Ef þér finnst þeir óréttlátir, hættu þá við kaupin. Athugaðu vel hvaða greiðslu- mátar eru í boði. Farðu varlega með greiðslukortaupplýsingar. Ekki gefa upp kortaupplýsingar fyrr en þú hefur pantað vöruna. Ekki borga með því að millifæra pening eða með því að senda pen- ing með fyrirtækjum sem bjóða þjónustu með peningasendingar milli landa. Ekki gefa frá þér meiri persónu- upplýsingar en þörf er á. Selj- andinn þarf ekki á öðrum upp- lýsingum að halda en nafni þínu, heimilisfangi og tölvupóstfangi. Athugaðu heildarverð og af- hendingartíma. Þú átt að fá upp- gefið heildarverð með flutnings- kostnaði og hvernig varan verður send til þín, áður en þú borgar fyrir hana. n Kaup á netinu Nokkur atriði sem hafa skal í huga þegar verslað er á netinu. Flott naglatíska á tískuviku Naglatískan á tískuvikunni í New York var skrautleg og listfeng. Þeir sem vilja tolla í naglatískunni næstu misseri verða að rækta í sér listamanninn. Skörp form Hjá Katie Gallagher. Abstrakt neglur Hjá Libertinu. Í mexíkóskum stíl Hjá Rebeccu Minkoff. Píramídakristallar Hjá Honor. Gull á stangli Hjá Chadwick Bell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.