Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 8 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 1 . d e s e M b e r 2 0 1 5 3 DAGAR TIL JÓLA OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Gjafakort Opið til kl. 22 BORGARLEIKHÚSSINS borgarleikhus.is SÖGURNAR SEM EKKI MÁTTI SYNGJA Sími 512 4900 landmark.is sakaMál „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rann­ sóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niður­ hal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbanns­ krafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslensk­ um fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið for­ dæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viður­ kennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. – kbg Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi. Rann- sóknarlögreglumaður og sérfræðingur í mansali vill lögbann á vændissíður. Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem aug- lýsa vændi og manneskjur til sölu? Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglu- maður Fréttablaðið í dag skoðun Fögnum öll ljósinu, segir Guðmundur Andri. 18-26 sport Fullkomið tímabil hjá Jóni Arnóri og félögum. 28-30 Menning Elísabet Jökulsdóttir selur jólabókina í Melabúðinni. 38-40 lÍfið Hljómsveitin Misþyrming í níunda sæti á lista Noisey. 44-48 plús 3 sérblöð l  fasteignir l fólk l  netverslun *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fjölskyldumynd í frostinu Miðbærinn iðar af lífi á aðventunni. Fjöldi fólks lagði leið sína á Ingólfssvell til að leika listir sínar á skautum og bragða á heitu kakói og ristuðum möndlum. Fréttablaðið/SteFán stjórnsýsla Engin frumkvæðis­ athugun hefur verð gerð hjá umboðs­ manni Alþingis á árinu því álag og fjárveitingar gera embættinu ekki kleift að sinna þeim. „Ég tel þessa stöðu ekki ásættanlega miðað við núgildandi lög sem og þær ábendingar sem ég fæ og þær upplýs­ ingar sem koma fram við athuganir á kvörtunum. Þá hefur heldur ekki gefist tækifæri til að ljúka sem skyldi eldri frumkvæðismálum og kvörtun­ um sem áformað hefur verið að ljúka í tengslum við þau,“ segir í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Frumkvæðisathuganir eru verkfæri umboðsmanns til að hafa eftirlit með stjórnvöldum án þess að kvörtun berist embættinu fyrst. Oftar en ekki er þá vísað til fjölmiðlaumfjöllunar. Lekamálið svokallaða er meðal athug­ ana af þessu tagi. – snæ / sjá síðu 8 Hefur ekki ráð á frumkvæði 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 C 0 -9 4 5 8 1 7 C 0 -9 3 1 C 1 7 C 0 -9 1 E 0 1 7 C 0 -9 0 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.