Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 2
www.grillbudin.is LED ljós fyrir grillið Opið alla daga til jóla Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.is Nú er ekkert mál að grilla allt árið Öflugt ljós með 10 LED ljósum Festist á handfang grillsins 360 gráðu snúningur FULLT VERÐ 4.990 3.990 Er frá Þýskalandi Veður Austankaldi og dálítil snjókoma eða él, en slydda við suðurströndina. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Sjá Síðu 36 Beðið eftir rétta trénu Samfélag „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erf­ itt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með inn­ keyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá nei­ kvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekk­ ert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ nadine@frettabladid.is Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Kristján Jóhannesson, hálfníræður íbúi við Móaflöt í Garðabæ, sendi erindi til bæjarstjórans vegna þess að snjóruðningi er ýtt fyrir innkeyrslu hans. Kristján hefur mokað snjónum burt í tugi ára. Bæjarráðið tók undir athugasemdir hans. Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/SteFán Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei. Kristján Jóhannesson, sem býr við Móaflöt í Garðabæ Stórt og fallegt jólatré er fyrir mörgum ómissandi þáttur jólanna. Þessi stúlka fær eflaust að njóta þess að opna jólapakkana á aðfangadag undan einu trjánna sem voru á sölu hjá Flugbjörgunarsveitinni. Fréttablaðið/SteFán Bandaríkin Donald Trump hefur skorað á fjölmiðla í Bandaríkjunum að færa sér sönnunargögn þess efnis að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi einhvern tímann fyrirskipað morð á blaðamönnum. Hann lofaði í gær fjölmiðlafrelsið sem ríkti í Rússlandi og hét því að vinna náið með Pútín yrði hann kjörinn forseti. Aðspurður hvort hann ætti ekki að fordæma morð á fjölmiðlamönn­ um sagði hann: „Ríkið okkar drepur helling af fólki líka.“ Fjölmiðlamenn hafa meðal ann­ ars bent á morðið á rannsóknar­ blaðamanninum Önnu Polit­ kovskaya árið 2006 en margir telja að rússnesk stjórnvöld hafi þar átt í hlut. – srs „Ríkið okkar drepur helling af fólki líka“ utanríkiSmál Á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem lauk á laugardag í Kenía voru samþykktar ívilnandi ákvarðanir til hagsbóta fyrir þróunarríki á sviði vöru­ og þjónustuviðskipta. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðu­ neytisins. Þá var samþykkt bann við útflutn­ ingsbótum fyrir landbúnaðarvörur. I ðnríkjum ber að afnema að mestu útflutningsbætur á landbúnaðar­ vörur strax en þróunarríki fá aðlög­ unartíma til 2023. Ísland hefur þegar afnumið slíkar bætur. – ngy Þróunarmál í brennidepli Útflutningsbætur að fullu afnumdar 2023 fyrir þróunarríki. Mynd/gunnar SalvarSSon Slóvenía Yfirgnæfandi meirihluti Slóvena hafnaði lögum sem hefðu gert samkynja pörum kleift að gifta sig í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Útgönguspár gefa til kynna að 63 prósent kjósenda hafi hafnað lög­ unum en 37 viljað samþykkja þau. Talið er ólíklegt að tölurnar sveiflist svo nokkru nemi eftir því sem fleiri atkvæði verða talin. Slóvenska þingið heimilaði sam­ kynja hjónabönd í mars á þessu ári en hópar íhaldsmanna, sem studdir voru af kaþólsku kirkjunni, fóru fram á að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þrátt fyrir að Slóvenía sé almennt talið eitt frjálslyndasta ríki fyrrum Sovétríkjanna eru réttindi hinsegin fólks enn töluvert bitbein þar ef marka má frétt Time um málið. - sój Hafna samkynja hjónaböndum 2 1 . d e S e m B e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -9 9 4 8 1 7 C 0 -9 8 0 C 1 7 C 0 -9 6 D 0 1 7 C 0 -9 5 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.