Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 10
ÍTALSKT
JÓLABRAUÐ
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunudaga 8.00 -16.00
skattamál Í nýrri aðgerðaáætlun í
þágu sprotafyrirtækja, undir heitinu
Frumkvæði og framfarir, er lagt til
að innleiða skattalega hvata vegna
ráðningar erlendra sérfræðinga,
mögulega með skattaafslætti af
tekjuskatti.
Þetta kom fram í kynningu Ragn-
heiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, á fimmtudag.
Áætlunin miðar að því að starfsum-
hverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrir-
tæki og nýsköpunarstarf á Íslandi
standist allan alþjóðlegan saman-
burð.
Samkvæmt upplýsingum frá
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu tíðkast skattalegir hvatar
vegna ráðningar erlendra sérfræð-
inga annars staðar á Norðurlönd-
unum. Því væri auðvelt að vinna
samanburð á leiðum sem farnar hafa
verið til að laða sérhæft starfsfólk til
íslenskra fyrirtækja.
Útfærsla liggur ekki fyrir en
algengt er að um tímabundinn
afslátt af tekjuskatti sé að ræða. Þá
verður skattlagning kaupréttar og
umbreytanlegra skuldabréfa endur-
skoðuð. Breytingum á skattaum-
hverfi á að vera lokið ekki síðar en
á vorþingi 2017.
Kannaðir verða kostir þess að
bjóða upp á að hefja rekstur frum-
kvöðlafyrirtækja með stofnun frum-
kvöðlafélaga eins og þekkist meðal
annars í Danmörku. Um væri að
ræða félag með takmarkaðri ábyrgð
félagsmanna á skuldbindingum
þess, þar sem ekki þyrfti að leggja
til stofnfé í upphafi og ekki þyrfti að
greiða skráningargjald. Þetta myndi
ekki hafa áhrif á eignarrétt á við-
komandi félagi.
Óheimilt yrði að greiða félags-
mönnum arð úr félaginu þar til því
hefði verið lagt til stofnfé. Félagið
yrði þó hægt að skrá á virðisauka-
og launagreiðendaskrá. Með ein-
földum hætti yrði hægt að breyta
slíku félagi í einkahlutafélag. Til-
lögum um málið verður skilað fyrir
1. júní næstkomandi.
Unnið hefur verið að frumvarpi
til að einfalda skil ársreikninga svo
draga megi úr umsýslukostnaði
lítilla og meðalstórra félaga og bæta
viðskiptaumhverfi þeirra. Lagt verð-
ur til að svokölluðum örfélögum,
félögum með takmarkaða ábyrgð
sem við uppgjörsdag fara ekki fram
úr að minnsta kosti tveimur af eftir-
farandi þremur viðmiðum; þrjú
ársverk, 20 milljónir í eignir og 40
milljónir í hreina veltu, verði gert
kleift að nýta skattframtal til árs-
reikningaskila.
Í reynd liggur hluti þeirra upplýs-
inga sem nú er farið fram á að birtist
í ársreikningi lítilla félaga þegar fyrir
á skattframtali viðkomandi félags og
er því einfalt að sækja þær þangað.
Kjósi forsvarsmenn fyrirtækis að
nýta sér þennan möguleika þurfa
þeir einungis að haka við einn reit
á skattframtalinu og kerfið sér um
að útbúa sjálfvirkt ársreikning.
Áætlað er að þetta verði komið til
framkvæmda vegna reikningsársins
2017. saeunn@frettabladid.is
Starfsumhverfi sprotafyrirtækja
standist alþjóðlegan samanburð
Í nýrri aðgerðaáætlun í þágu sprotafyrirtækja er lagt til að innleiða skattalega hvata til ráðningar erlendra
sérfræðinga, setja undanþágu á að leggja til stofnfé og einfalda skil ársreikninga minni fyrirtækjanna.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill að starfsumhverfi
sprotafyrirtækja á Íslandi standist alþjóðlegan samanburð. FRéttablaðið/GVa
Félagsmál Fólki sem þiggur fjár-
hagsaðstoð fækkar í stærstu sveitar-
félögum landsins. Aðalsteinn Sig-
fússon, sviðsstjóri velferðarsviðs í
Kópavogi, segir að á þessu ári hafi
útgreidd fjárhagsaðstoð minnkað
um átta prósent. Fækkun á einstak-
lingum sem nýta fjárhagsaðstoðina
sé talsverð umfram það.
Guðrún Sigurðardóttir, hjá fjöl-
skyldudeild Akureyrar, segir að þró-
unin þar sé jafnframt sú að viðtak-
endum hafi fækkað. Séu fyrstu níu
mánuðir þessa árs bornir saman við
sama tímabil árið 2014 sé fækkunin
um 55. Þeir voru 359 árið 2014 en fara
í 304 eftir fyrstu níu mánuði þessa árs.
Ástæða bættrar stöðu er minnk-
andi atvinnuleysi. „Fjárhags-
aðstoðin hefur alltaf haft mikla
fylgni við atvinnuástandið þannig
að mér finnst líklegt að það sé stóra
skýringin,“ segir Guðrún Sigurðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Fjöl-
skyldudeildar hjá Akureyrabæ. Hún
segir að lögð sé mikil áhersla á að
koma fólki í vinnu.
Guðrún segir ýmis virkniúrræði
starfrækt fyrir fólk sem er atvinnu-
laust. „Við erum með fjölsmiðju
fyrir unga fólkið og starfsendur-
hæfingu Norðurlands fyrir fólk á
öllum aldri,“ segir Guðrún. Að auki
sé sveitarfélagið í miklu samstarfi
við Vinnumálastofnun.
135 einstaklingar fengu fjár-
hagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ í
nóvember síðastliðnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannveigu Einarsdóttur, sviðsstjóra
Fjölskyldudeildar Hafnarfjarðar-
bæjar, lækkaði fjárhæð framfærslu-
styrks um 18 prósent á tímabilinu
september til nóvember miðað við
sama tímabil í fyrra. Þeim sem fá
framfærslu fækkaði um 26 prósent
á þessu sama tímabili.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á föstudag hefur þeim sem nota
fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá
Reykjavíkurborg fækkað um 10,9
prósent í ár. Þeir voru 3.080 á tíma-
bilinu janúar til október 2014 en
fækkaði niður í 2.745 á sama tíma-
bili í ár.
„Það sem er sérstakt fagnaðar-
efni er að ungu fólki er að fækka
mjög mikið hjá okkur og það er að
komast í vinnu,“ sagði Kristjana
Gunnars dóttir, sviðsstjóri á vel-
ferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún
sagði að þróunina mætti fyrst og
fremst skýra með því að möguleikar
á atvinnumarkaði hefðu aukist og
dregið úr atvinnuleysi.
Þegar tölur frá Vinnumálastofnun
eru skoðaðar sést að atvinnuleysi
hefur minnkað snarlega á tveimur
árum. Í nóvember var það skráð 2,7
prósent. Í nóvember í fyrra var það
hins vegar 3,3 prósent og 4,1 pró-
sent í nóvember 2013. – jhh
Fólki á framfærslu sveitarfélaga fækkar
vegna betra atvinnuástands í landinu
HagstoFan Árið 2014 var 26.801
virkt fyrirtæki á Íslandi með tæp-
lega 111 þúsund starfsmenn.
Rekstrar tekjur þessara fyrirtækja
námu rúmlega 3.300 milljörðum
króna. Þetta kemur fram á vefsíðu
Hagstofu Íslands sem birtir í fyrsta
skipti tölfræði um skipulag og rekst-
ur fyrirtækja.
Af virkum fyrirtækjum eru 23.718
með færri en fimm starfsmenn og
alls 25.180 með færri en tíu starfs-
menn. Hjá fyrirtækjum með færri en
tíu starfsmenn starfa samtals 32.150
og rekstrartekjur þessara fyrirtækja
námu tæpum 708 milljörðum króna
árið 2014. – ngy
Virk fyrirtæki
eru alls 26.801
af virkum fyrirtækjum eru 23.718 með
færri en fimm starfsmenn.
FRéttablaðið/anton bRink
byggingaframkvæmdir í kórahverfi. atvinnuástandið á Íslandi hefur snarbatnað á
örfáum árum og er núna einungis um 2,7 prósent. FRéttablaðið/VilhElm
Ferðaþjónusta Íslendingar sem
áttu bókað beint flug með Primera
Air frá Kanaríeyjum til Íslands í
fyrradag eru verulegar ósáttir eftir
að þeir þurftu að sætta sig við að
fljúga fyrst til Finnlands. Flugferðin
fór þar með úr rúmum sex klukku-
stundum í tæpar tólf.
Þegar Íslendingarnir komu á
Gran Canaria-flugvöllinn í borginni
Las Palmas í fyrradag var þeim til-
kynnt að millilent yrði í Helsinki
í Finnlandi því Primera Air ætlaði
að koma um tuttugu manna hópi
Finna þangað.
Voru íslensku farþegarnir að
vonum verulega ósáttir við að
heyra þetta samkvæmt heimildum
Vísis enda áttu þeir bókað beint
flug með Primera Air til Íslands.
Voru margir þeirra á báðum áttum
með að fara í flugið, þá sérstaklega
eldri borgarar sem treystu sér varla
í svo langt flug.
Flug frá Las Palmas til Helsinki
er ívið lengra en frá Las Palmas til
Keflavíkur, skeikar þar um fimm-
tán mínútum við bestu aðstæður,
og því ljóst að þetta var töluverð
röskun á þeim áætlunum sem
Íslendingarnir höfðu gert ráð fyrir
þegar þeir bókuðu ferðina.
Við lendinguna í Helsinki var
þeim síðan tilkynnt að einhver
töf yrði þar til flugvélin gæti farið
aftur í loftið því bilun hefði orðið
í loftræstikerfinu. Fengu þeir ekki
að fara frá borði á meðan. „Þetta var
alveg hræðilegt flug,“ sagði einn far-
þeganna sem vildi ekki láta nafns
síns getið.
Vélin fór frá Las Palmas klukkan
16.40 í fyrradag og var áætlað að
hún myndi lenda á Keflavíkurflug-
velli klukkan 21.20 um kvöldið.
Raunin varð önnur og lenti hún
ekki fyrr en klukkan 04.21 í Kefla-
vík í fyrrinótt. – bo
Mjög ósáttir Kanarífarar millilentu í Helsinki með tuttugu Finna
hræðilegt, segir farþegi í flugi Primera
air frá kanarí. FRéttablaðið/höRðuR
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-E
8
4
8
1
7
C
0
-E
7
0
C
1
7
C
0
-E
5
D
0
1
7
C
0
-E
4
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K