Fréttablaðið - 21.12.2015, Side 28
Fólk|heimili
Kerti og seríur allt árið
Uppáhaldshlutur Guðrúnar er
eldhúsklukkan sem afi hennar
heitinn gaf henni stuttu eftir að
amma hennar dó en hún er al-
nafna ömmu sinnar. „Ég ólst upp
í sveit og mamma, pabbi, afi og
amma ráku búið saman svo ég
ólst upp hjá ömmu og afa líka.
Frá því ég man eftir mér hékk
þessi klukka í eldhúsinu hjá afa
og ömmu. Hún er meira en sextíu
ára gömul og gengur sinn vana-
gang alla daga,“ segir hún.
Heimili Guðrúnar er fallega
skreytt en henni finnst huggu-
legt að vera með kerti úti um
allt og daufar ljósaseríur, og eru
þær uppi hjá henni allan ársins
hring. Litirnir á þeim breytast
bara þegar nær dregur jólum.
„Ég er algjört jólabarn og skreyti
húsið mitt hátt og lágt úti sem
inni, enda finnst mér þetta besti
tími ársins. Þegar ég vil hafa
það huggulegt þá vil ég hafa allt
húsið hreint og kveikja á kertum
út um allt og sest svo yfir góðan
þátt eða mynd með eitt rauðvíns-
glas en uppáhalds herbergið mitt
í húsinu er sjónvarpsholið.“
sKapandi og afslappandi
Fyrir fjórum árum fór Guðrún
að prófa sig áfram í að bræða
gler og í dag er hún með þrjá
bræðsluofna sem hún notar mik-
ið. Hún er með vinnustofu bæði
heima hjá sér og í gamla slipp-
húsinu á Akureyri þar sem hún
býr. „Ég stofnaði síðu á Facebook
sem heitir Gler ást og hún hefur
spurst hratt út og þar af leið-
andi hef ég mikið meira að gera í
þessu. Það er mjög skemmtilegt
að vera í glerinu, það er skapandi
og afslappandi, nema fyrir jólin
þá getur þetta verið stressandi
þar sem það er mjög mikið að
gera. Sem betur fer á ég yndis-
lega mágkonu sem hjálpar mér
mjög mikið í gegnum jólatíðina,“
segir hún og brosir. uppáhalds Eldhúsklukkan frá ömmu og afa Guðrúnar er í uppáhaldi hjá henni.
Súkkulaðitrufflur eru mikið góð-
gæti. Fallegar í skálum en einnig
til gjafa. Það er ekki mjög flókið
að gera þessar.
280 g mjög gott dökkt súkkulaði,
skorið niður
3 msk. ósaltað smjör
1/2 bolli rjómi
1 msk. fljótandi síróp
1/4 bolli koníak eða líkjör
1/2 bolli gott kakó
Setjið súkkulaði og smjör í örbylgju-
ofn í 30 sekúndur. Hrærið og setjið
aftur inn ef með þarf.
Hitið rjóma og síróp í potti á
meðalhita þar til suðan fer að koma
upp. Takið af hitanum og setjið
súkkulaðið saman við. Látið standa
í tvær mínútur. Hrærið varlega með
sleif. Bætið koníaki saman við. Setjið
blönduna í skál og geymið í ísskáp í
að minnsta kosti eina klukkustund.
Best er að nota melónuskeið til
að móta kúlur úr súkkulaðinu. Hafið
hanska á höndum þegar kúlurnar
eru lagaðar til. Setjið aftur í kæli í 30
mínútur.
Setjið kakó á disk og veltið kúl-
unum upp úr því. Það er líka hægt að
þekja kúlurnar með bræddu súkkul-
aði. Sömuleiðis er hægt að þekja þær
með mjög smátt skornum hnetum.
Allt eftir smekk. Geymið í ísskáp í
klukkustund en trufflurnar eru samt
bestar við stofuhita.
Súkkulaðitrufflur til gjafa
lJÚffengt Súkkulaðitrufflur eru bæði fallegar á borði og til gjafa.
Mest seldu
ofnar á
Norðurlöndum
10 ára ábyrgð
Hjá okkur eru ofnar hitamál
LÁGHITA
MIÐSTÖÐVAROFNAR
Gæði fara aldrei úr tísku
Við kynnum nýja heimasíðu, www.isleifur.is
Dragháls 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
Fax 4 12 12 01
fólK er Kynningarblað sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauks-
dóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.
is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-F
2
2
8
1
7
C
0
-F
0
E
C
1
7
C
0
-E
F
B
0
1
7
C
0
-E
E
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K