Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2015 | SKOÐUN | 13 Í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: • Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla mennta- kerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. • Áhersla verður lögð á samráð við hagsmuna- aðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. • Komið verði á fót samstarfsvett- vangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. • Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hags- munaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfs- ins. Með samstarfinu verði einn- ig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyr- andi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstak- ir skólar fengju að móta sitt náms- framboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskóla- bekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skóla- vist. Þeir nemendur sem hafa ein- hverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrir- hugaðar sameiningar framhalds- skóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmennta- skólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laug- um og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu rík- isstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila. Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjá- kvæmilega leiða til frekari einka- væðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í fram- haldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Samein- ingar framhaldsskólanna á lands- byggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnar- flokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fag- aðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra fram- fylgir þeim. Hér er á ferðinni gríð- arleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitt- hvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundar stjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkis- stjórnarinnar á að vera vegvís- ir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í mennta- málum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokk- anna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Fáir deila um að loftlags- breytingar af manna- völdum eru staðreynd. Þjóðarleiðtogar sækja loftslagsráðstefnur og setja metnaðarfull mark- mið sem miða að því að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Meira að segja páfinn lætur til sín taka og viðurkennir vand- ann. En á hverju strand- ar? Væntanlega er áskor- unin sú að allt of fáir eru tilbúnir að breyta um lífs- stíl, þ.e. taka skref sem skipta máli og ganga út á að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti með öllum ráðum. Hjá því verður þó ekki komist ef við ætlum að snúa þró- uninni við. Ég verð því alltaf jafn undrandi þegar fréttir berast af bílakosti ráðherra. Til dæmis keyrir utan- ríkisráðherra um á Land Rover- jeppa og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Land Cruiser-jeppa. Ég hefði haldið að ráðherrar, æðstu embættismenn þjóð- arinnar, myndu ganga á undan með góðu fordæmi og kaupa eins vistvæna bíla og mögulegt er þegar gömlum bílum er skipt út. Það eru örugglega til raf- eða metanbílar sem eru svartir og glansandi ef það er eitthvert atriði. En kannski finnst ráðherr- unum að það snúi bara að okkur hinum að berjast gegn þeirri ógn sem loftslagsbreytingar eru. Nýlega fékk ég svar við fyrir- spurn minni til umhverfisráðherra þar sem ég spyr m.a. um stefnu- mótun ráðherra út frá umhverfis- sjónarmiðum þegar kemur að endur nýjun ráðherrabifreiða. Í stuttu máli er svarið að það er engin stefna. Ráðherrar virðast geta keypt þá bíla sem þeir vilja eins og dæmin sanna. Á sama tíma er stjórnarráðið með umhverfis- stefnu þar sem eitt markmiðið er „að efla vistvænar samgöngur í samræmi við aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum“ og því skal fylgt eftir með eftir- farandi aðgerð; „við kaup á bif- reiðum fyrir ráðuneytin skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki“. Annaðhvort þekkja ráðherrar ekki umhverfisstefnu stjórnar- ráðsins og skuldbindingar Íslands varðandi loftslagsmál eða þeim er alveg sama. Ég veit ekki hvort er verra. Ráðherrar á bensíngjöfi nni NICOTINELL FRUIT Ódýrasta Nicotinell lyfjatyggigúmmíið! Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki eða ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1-2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1 ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár, gervitennur, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Á þessum fundi mun Steven Blockmans kynna skýrslu sem unnin var af starfshópi CEPS undir forystu Javier Solana. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem miða að því að auka getu Evrópusambandsins í varnarmálum. Niðurstaða skýrslunnar er sú að frekari samruni í Evrópu ætti að leiða til myndunar Varnarbandalags Evrópu. Steven Blockmans er yfirmaður utanríkismáladeildar Centre for European Policy Studies (CEPS) og meðhöfundur skýrslu starfshóps CEPS um öryggis- og varnarmál Evrópusambandsins. Fundarstjóri: Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu FIMMTUDAGINN 21. MAÍ KL. 12-13 Í ODDA 101 EVRÓPUMÁL Í átt að Varnar- bandalagi Evrópu www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Steven Blockmans Eiríkur Bergmann Aukin óstöðugleiki í nágrenni Evrópu hefur gert það að verkum að ríki ESB hafa þurft að endurskoða hugmyndir sínar um eigið öryggi. Á sama tíma hefur engu að síður átt sér stað mikill niðurskurður í varnarmálum aðildarríkjanna sem hefur dregið úr getu sambandsins til að sinna varnarhlutverki sínu. UMHVERFIS- MÁL Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar MENNTUN Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara ➜ En kannski fi nnst ráð- herrunum að það snúi bara að okkur hinum að berjast gegn þeirri ógn sem lofts- lagsbreytingar eru. ➜ Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundar- stjórn forseta. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D A -0 8 9 C 1 7 D A -0 7 6 0 1 7 D A -0 6 2 4 1 7 D A -0 4 E 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.