Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 20
 | 6 20. maí 2015 | miðvikudagur H elgi Vilhjálmsson hefur rekið sælgætisverk- smiðjuna Góu frá 1968 og byrjaði með Kent- ucky Fried Chicken árið 1980. „Maður byrjaði ungur að bjarga sér, af því að það var ekkert annað í boði,“ segir Helgi. Á þessum tíma hafi ekki verið neinar atvinnu- leysisbætur. „Þá hefði kannski þurft að hafa atvinnuleysisbætur, en ekki í velmeguninni eins og hún er orðin í dag,“ segir hann. Helgi ólst upp í braggahverfi nu í Kamp Knox. „Og ég er bara hreyk- inn af því. Ég er Vesturbæingur og ólst þar upp,“ segir Helgi. „Eins og ég segi við alla, þá var bara gaman á þeim tíma. Þá voru krakkar úti að leika. Nú er enginn úti að leika, það eru allir úti í horni. Ég verð að segja að þessi æska hafi verið mjög skemmtileg,“ segir Helgi. Eldra fólk fái húsnæði Málefni lífeyrissjóðanna eru Helga Vilhjálmssyni hugleikin og um leið og hann tekur á móti mér í húsnæði Góu í Garðahrauni fær hann mér í hendur litla möppu með upplýsingum um þetta áhugamál sitt. Þar er fremst frumvarp frá þingvetrinum 2010-2011 um heim- ild lífeyrissjóða til að eiga og reka húsnæði. Helgi vill að lífeyrissjóð- irnir taki að sér að byggja og reka húsnæði fyrir fólk sem er komið á efri ár og vill minnka við sig hús- næðið. „Ég er mjög hrifi nn af lífeyris- sjóðakerfi nu og það er nauðsyn- legt,“ segir Helgi. En hann hafi farið að velta kerfinu fyrir sér þegar pabbi hans var orðinn aldr- aður maður. „Þá þurfti ég að heim- sækja hann nokkrum sinnum. Og þá fór ég að stúdera þessa aðstöðu og þá kviknaði á perunni hjá mér,“ segir Helgi. Helgi segist hafa velt því fyrir sér hvað lífeyrissjóðirnir væru að gera í húsnæðismálum og komist að því að þeir væru hreint ekki að gera neitt. Hann sýnir mér teikningar af litlum, um það bil þrjátíu fermetra íbúðum sem hann telur að væri hægt að byggja fyrir eldra fólk. Og þá geti eldra fólk búið saman í návist við hvert annað og haft félagsskap af hvert öðru. Hann vísar í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði að beiðni hans sem sýnir mikinn stuðning svarenda við hugmyndir hans. „Ég er búinn að láta gera könnun þar sem fólk sagði 75 prósent já. Og er það ekki helvíti mikið?“ spyr hann. Unga fólkið með ómetanlega orku En Helgi vill líka að hægt verði að nýta lífeyrissjóðina til að byggja upp fyrir unga fólkið. „Ef ég stjórnaði lífeyrissjóði þá myndi ég þefa uppi fólk 25 ára plús, ungt fólk sem væri að berjast, og ég myndi segja að ég vildi hjálpa því að fá skyndilán fyrir útborgun. Það á enginn þrjár, fjórar eða fi mm milljónir. Við skulum bara gleyma því. En unga fólkið hefur orku og hún er ómetanleg,“ segir Helgi. Það ætti því að vera hægt að láta fólk hafa skyndilán til tíu ára, gefa því kost á að vinna fyrir því og þannig væri hægt að létta undir með fólki. Hann bendir mér á frétt um að lífeyrissjóðirnir hafi keypt hlut í Domino’s í gegnum framtakssjóð- inn Eddu, en á sama tíma fallist þeir ekki á hugmyndir hans. „Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir hann. Helgi segist ekki hafa talað mikið um málefni lífeyrissjóð- anna upp á síðkastið, en hugsan- lega verði breyting á. „Ég fór nú kannski aðeins úr sambandi af því að ég missti son minn og konuna og ég fer nú kannski að æsa mig aftur. En mér sýnist blaðamenn vera farnir að hafa meiri áhuga á þessu,“ segir Helgi. En hver eru stóru verkefnin hjá ykkur núna. Hvað er framundan? Helgi og fjölskylda hans keyptu nýlega Pizza Hut á Íslandi og munu því reka staðinn samhliða KFC og Taco Bell. „Við bættum þessu í fl otann hjá okkur af því að þetta er sama fyrirtækið úti í Amer- íku. Þeim fannst kannski best að þetta færi hingað. Framundan er að láta hjólin snúast og spýta í lóf- ana. Bæta við nokkrum stöðum,“ segir Helgi. Hann býst við að verða kominn með einn stað til viðbótar síðar á árinu. „En tíminn fýkur frá manni og við erum að átta okkur á þessu þarna í Smáralindinni. Það er mjög gaman að því. Það er gott fólk þarna og ýmislegt er mjög gott,“ segir hann. En hann er ekki búinn að ákveða hvar næsti staður verður. „Við höfum nú dálítið mikið á okkur könnu og svo eru verkföll og það setur allt strik í reikning- inn,“ segir hann. Verkföll tilheyri fortíðinni Helgi segir að verkföll eigi að til- heyra fortíðinni, en neitar því ekki að lægstu laun séu of lág. „En hvar eru verkalýðsfélögin búin að vera Ungt fólk fái skyndilán fyrir útborgun Helgi Vilhjálmsson í Góu er enn að færa út kvíarnar þrátt fyrir að hafa verið í rekstri í tæp fimmtíu ár. Í samtali við Markaðinn ræðir hann um lífeyrissjóðina, kaupin á Pizza Hut og þá erfiðu lífsreynslu að missa sína nánustu. Í GÓU Helgi Vilhjálmsson hefur rekið fyrirtæki sitt allt frá árinu 1968, árið 1980 opnaði hann svo KFC-stað og hefur nú bætt Pizza Hut við. Verksmiðja og skrifstofur fyrirtækisins eru í nýlegu húsnæði í Garðahrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐTAL Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Rekstrarvörur 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 8 -9 6 4 C 1 7 D 8 -9 5 1 0 1 7 D 8 -9 3 D 4 1 7 D 8 -9 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.