Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 35
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar20. MAÍ 2015 MIÐVIKUDAGUR 13 VW Amarok- pallbíllinn sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls. Í bílnum er svefnpláss fyrir fjóra. Húsbíllinn er með inn- byggðum vaski, eldunaraðstöðu og ísskáp. VW California er fullbúinn húsbíll byggður á gamla góða rúgbrauðinu, með lyftitoppi og eldhúsi. Fullbúinn húsbíll Í atvinnubíladeild Heklu er eðli málsins samkvæmt lögð mest á hersla á at v innubí la. „Við erum þó með aðrar gerðir bíla sem gaman er að segja frá. Má þar nefna fullbúinn húsbíl sem byggður er á gamla góða rúg- brauðinu; búinn lyftitoppi og eldhúsi. Hann heitir VW Calif- ornia og var kynntur á bílasýn- ingunni í Fífunni á dögunum. Bíllinn er gríðarlega vel útbúinn og hentar vel í akstur allan ársins hring hvort sem er í skíðasportið, skotveiðina, stangveiðina, berja- mó og auðvitað sumarfríið. Hann er hægt að keyra eins og venju- legan bíl og heldur hefðbundn- um umferðarhraða. Hver ein- asti sentímetri í bílnum er nýtt- ur til hins ýtrasta og kemur hann með innbyggðum vaski, eldun- araðstöðu, ísskáp, skápum og hirslum. Í bílnum er svefnpláss fyrir f jóra og sæti fyrir f imm. Honum fylgir jafnframt stórt úti- borð sem er fellt inn í rennihurð og útilegustólar inni í hlerum að aftan. Þetta er einn með öllu og sannkallaður lífsstílsbíll,“ segir Ívar en bílinn er hægt að skoða í krók og kring í höfuðstöðvunum. Fágaður pallbíll Í höfuðstöðvunum er sömuleið- is hægt að skoða V W Amarok- pallbílinn sem er í sama f lokki og Toyota Highlux. „Hann er á milli evrópsku og japönsku bílanna að stærð og mjög öf lug- ur. Hann sameinar kosti lúxus- jeppa og pallbíls og hefur upp á að bjóða mikla notkunarmögu- leika fyrir fólk með fjölbreytt- an lífsstíl. Ég myndi segja að þetta væri fágaður pallbíll. Þetta er lúxusbíll að keyra. Hann er með mikla burðargetu og það er hátt undir lægsta punkt en hann hefur verið vinsæll með átta gíra sjálfsskiptingu og 180 hest- af la dísilvél. Hann sker sig líka úr hvað beygjuradíusinn varð- ar en hann er eins og á venjuleg- um jepplingi. Þú getur því farið út á næstu ljós og tekið U-beygju en það er ekki hægt á venjuleg- um pallbíl.“ Hægt er að skoða alla at- vinnubíla Heklu í sér sýningar- sal í höfuðstöðvunum. „Við erum með þrjá sérhæfða sölufulltrúa í deildinni og hér er alltaf heitt á könnunni,“ segir Ívar og býður alla velkomna. VW bílarnir eru allir mjög hagkvæmir þegar kemur að þjónustu. VW Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með tilkomu VW Caddy City er enn auðveldara að bætast í hóp ánægðra VW eigenda en hann er á afar hagstæðu verði. VW Transporter er mjög vel útbúinn sendibíll með fullklæddu flutningsrými, vatnsheldum krossviði á gólfi, vélarhitara og mjög fullkomnu þráðlausu símkerfi. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 9 -4 C F C 1 7 D 9 -4 B C 0 1 7 D 9 -4 A 8 4 1 7 D 9 -4 9 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.