Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 43
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar20. MAÍ 2015 MIÐVIKUDAGUR 21 Hýsi-Merkúr hf. er um-boðsaðili á Íslandi fyrir þýska gæðamerkið Lieb- herr. Upphaflega sérhæfði Lieb- herr sig í framleiðslu á bygginga- krönum en í dag er fyrirtæk- ið orðið einn stærsti og virtasti vinnuvélaframleiðandi heims- ins og leiðandi framleiðandi í bílkrönum, hafnarkrönum og fleiri vinnuvélum. Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri véla- og tækjadeildar Hýsis-Merkúrs, segir að meðal fjölbreyttra vinnuvéla sem fyrir- tækið selji séu byggingakran- ar, bíl- og beltakranar, hjóla- og beltagröfur, hjóla- og beltaskófl- ur, ýtur, skotbómulyftarar, bú- kollur, steypudælubílar, færan- legar og fastar steypustöðvar og hafnarkranar. „Við þjónustum að mestu leyti jarðvinnuverktaka og byggingaverktaka auk þess sem mörg sveitarfélög landsins og smærri fyrirtæki eru líka í við- skiptum hjá okkur. Vinnuvélar okkar koma í ýmsum stærðum og þannig náum við að þjóna breið- um hópi viðskiptavina í ólík- um verkefnum. Sem dæmi um breiddina má nefna að gröfurn- ar sem við seljum eru frá þrettán tonnum upp í 900 tonn.“ Hýsi-Merkúr hf. er í eigu tveggja hluthafa, þar af eiga hjónin Þröstur Lýðsson og Klara Sigurðardóttir 40% hlut en þau starfa bæði hjá fyrirtækinu. Hin 60% eru í eigu þýska fyrirtækis- ins Rüko GmbH Baumaschinen sem um leið er að hluta til í eigu Elínar Eggertsdóttur verkfræð- ings. Hýsi-Merkúr selur einnig og þjónustar Putzmeister-múr- og steypudælur, Weber-þjöppunar- búnað og áföst tæki og tól frá ýmsum framleiðendum. Í byrj- un desember 2013 keypti Hýsi- Merkúr rekstur Impex ehf. og þá bættust mörg góð vörumerki við f lóru fyrirtækisins. „Þar má meðal annars nefna Tsurumi- dælur, Kaeser-loftpressur, FG Wilson-rafstöðvar, smágröf- urnar frá Yanmar, Mase-raf- stöðvar, Vermeer-jarðverks- bora og brúkrana frá Kuli. Auk þess hafði Impex útvegað ýmis sérhæf tæki eins og dælur fyrir hitaveitur, slöngur fyrir dælur og f leira. Við erum því ansi vel sett þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini okkar.“ Bú- kollur í jarðvinnutæki frá Lieb- herr eru einnig mjög vinsælar að sögn Kristófers enda er Liebherr langstærsti framleiðandi bílkr- ana í heiminum í dag. Auk nýrra vinnuvéla býður Hýsi-Merkúr upp á úrval af not- uðum vinnuvélum, jafnt til sölu sem leigu. „Við f lytjum inn not- aðar vélar frá Rüko GmbH Bau- maschinen. Þar höfum við afar góð sambönd og getum þannig boðið upp á úrval notaðra vinnu- véla við allra hæfi. Sala og leiga notaðra vinnuvéla er talsverð- ur hluti af rekstri okkar en nær þriðjungur tekna okkar kemur úr þessum flokki.“ Starfsmenn Hýsis-Merkúrs eru mjög reynslumiklir og hafa flestir þeirra starfað árum saman við innflutning, sölu og ráðgjöf á þessum krefjandi en jafnframt mjög svo spennandi markaði. „Við leggjum mikla áherslu á gagnkvæmt traust og virðingu og að þjóna viðskiptavinum í hví- vetna. Þannig höfum við ráðið fleiri starfsmenn undanfarið og fjölgað þjónustubílum. Einn- ig má nefna að við höfum hafið framkvæmdir við nýtt húsnæði sem stendur við hlið Bauhaus en húsið mun meðal annars hýsa mjög gott verkstæði sem gerir okkur enn betur kleift að þjón- usta viðskiptavini okkar.“ Allar nánari upplýsingar um Hýsi-Merkúr og vinnuvélar þess má finna á www.merkur.is. Gæðamerki í miklu úrvali Vinnuvélar frá Liebherr skipa stærstan sess í vöruúrvali Hýsis-Merkúrs. Fyrirtækið þjónustar að mestu leyti jarðvinnuverktaka og byggingaverktaka auk sveitarfélaga og smærri fyrirtækja. Auk nýrra vinnuvéla býður Hýsi-Merkúr upp á úrval af notuðum vinnuvélum. „Við þjónustum að mestu leyti jarðvinnuverktaka og byggingaverktaka auk þess sem mörg sveitarfélög landsins og smærri fyrirtæki eru líka í viðskiptum hjá okkur,“ segir Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri véla- og tækjadeildar Hýsis-Merkúrs. MYND/GVA Við leggjum mikla áherslu á gagnkvæmt traust og virðingu og að þjóna viðskiptavininum. Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími 534 6050 / merkur@merkur.is / www.merkur.is 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -4 8 C C 1 7 D A -4 7 9 0 1 7 D A -4 6 5 4 1 7 D A -4 5 1 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.