Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 53
7 | 20. maí 2015 | miðvikudagur
og af hverju er ekki búið að breyta
þessu? Hvað eru margir að vinna
á þessum skrifstofum þeirra og
hvað hafa þeir verið að gera? Ég
er með á þriðja hundrað manns í
vinnu. Þeir hafa ekki komið hing-
að og spurt mig hvað er hægt að
gera og hvað er framundan?“ segir
Helgi. Hann sjái ekki þessa full-
trúa stéttarfélaganna. En síðan
fái hann bara allt í einu fréttir af
því að fólkið hans eigi að hætta að
vinna. En starfsfólkið sitt vilji alls
ekkert hætta að vinna, því sé meira
umhugað um það að það sé að fara
í sumarfrí.
Helgi bendir líka á að þeir sem
séu ósáttir við launin sín geti hætt
í vinnunni og farið að vinna ann-
ars staðar. Launamenn séu frjáls-
ir ferða sinna. „Maður var ekki
alltaf sáttur þar sem maður var að
vinna sem ungur maður. En maður
gat hætt,“ segir Helgi. Aftur segist
hann ekki útiloka að lægstu laun
séu of lág, en spyr hvort það sé ekki
bara eitt prósent sem er á lægstu
laununum. „Og hverjir eru í þessu
eina prósenti? Eru það sex tán,
sautján ára gamlir krakkar? Hvað
eru margir 25 ára á þessu? Eða 35?“
spyr Helgi. Hann ítrekar orð sín í
fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að
hann sé tilbúinn til þess að taka þátt
í að hækka laun ef hann fær hráefni
til að selja. Það sé voðalega vont ef
það eru tíu til fi mmtán starfsmenn
hjá ríkinu í verkfalli sem geti stöðv-
að framleiðsluna hjá honum.
Hvernig snertir staðan á vinnu-
markaði þig og þinn rekstur, er
orðið erfi ðara að ná í hráefni?
„Þetta er allt farið að verða
leiðin legt. En maður er svo sem
ýmsu vanur. Ég er búinn að vera
í þessum bransa í hálfa öld. Og
það verður náttúrlega hrylling-
ur ef maður verður hráefnislaus
og fólkið á fullum launum,“ segir
Helgi. Menn verði að skilja það að
það þurfi að borga laun. „Ég borga
ekki launin, það er vinna fólksins
sem borgar launin. Menn verða að
átta sig á því hvernig þetta virkar.“
Þú með þínar sterku skoðanir, datt
þér aldrei í hug að fara í pólitík?
„Nei, ég er með mínar skoðanir í
dag. Maður er búinn að vera í skóla
lífsins. Og þessi skóli lífsins er það
sem ég hef verið að gera og segja
í gegnum tíðina,“ segir hann. Það
hljóti líka að vera rosaleg tilfi nning
að vinna á Alþingi, þar sem ekkert
gerist og allir eru ósammála. „En
maður hefði kannski átt að mæta
og hafa áhrif á þá sem vilja vera í
þessu. Ég mætti hvergi. Ég mætti
bara í mínu fyrirtæki og verkin
tala þar,“ segir Helgi. Hann tekur
það þó jafnframt fram að hann hafi
síður en svo byggt upp fyrirtæk-
ið einn. Hann segist þó hafa stutt
stjórnmálaflokka fjárhagslega.
„Stjórnmálafl okkar eru bara fyrir-
tæki og þau þurfa að afl a tekna.
Þeir fá nú eitthvað frá ríkinu og
þeir koma í fyrirtækið. Og ég fi nn
ekkert að því. Ég hef svona látið
af hendi rakna til þeirra allra sem
hafa komið. En ég hef ekkert verið
að styðja einn umfram annan,“
segir Helgi.
Heldur minningu sonarins á lofti
„Þegar hann sonur minn var hérna,
þá vorum við að spekúlera hitt og
þetta. Byggðum þetta hús hér sem
ég sé ekki eftir að hafa byggt,“ segir
Helgi. Hann segir að þeir feðgarn-
ir hafi verið að velta því fyrir sér
hvernig þeir ætluðu að láta hlut-
ina þróast hjá sér og þeir hafi verið
farnir að velta því fyrir sér að
kaupa tæki fyrir gosdrykkjafram-
Það var Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinnar, sem lagði fram
frumvarp um breytingu á lögum
um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
árið 2011 þess eðlis að lífeyrissjóð-
um væri heimilt að reka og leigja
út íbúðarhúsnæði. Áður hafði
verið lagt blátt bann við því að
lífeyrissjóður fjárfesti í fasteignum
nema það væri nauðsynlegt vegna
starfsemi sjóðsins.
Þegar atkvæði voru greidd
um frumvarpið sagði Helgi
Hjörvar að nýtt fyrirkomulag myndi
greiða fyrir því að auka félags-
legar áherslur í húsnæðiskerfinu á
Íslandi. Reynsla undanfarinna ára
sýndi að lífeyrissjóðirnir hefðu fjár-
fest í því sem óskynsamlegra væri
og óheppilegra en íbúðarhúsnæði
og fasteignir.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, greiddi hins vegar
atkvæði gegn frumvarpinu. „Vegna
þess að þetta eykur þrýsting á
sjóðsstjórnir að kaupa íbúðir eða
taka yfir íbúðir af sjóðfélögum og
leigja þær út á lágri leigu. Þar sem
hagsmunir fara gegn hagsmunum
lífeyrissjóðanna að ávaxta fé sitt
eins og hægt er. Ef lífeyrissjóðirnir
vilja kaupa húsnæði þá geta þeir
stofnað um það hlutafélag og
keypt hlutabréf í hlutafélögum og
haft millilið á milli sín og þeirra
sem leigja af þeim,“ sagði Pétur.
Frumvarpið var samþykkt og þar
með var skotið styrkari stoðum
undir þann lagagrundvöll sem
þarf að vera fyrir hendi til að hægt
sé að hrinda þeim hugmyndum í
framkvæmd sem Helgi talar fyrir.
HELGI HJÖRVAR STUDDI HUGMYNDINA
Á ALÞINGI Helgi Hjörvar mælti fyrir frum-
varpi sem var svo samþykkt.
leiðslu. Þá hafi þeir byrjað að fl ytja
inn Sinalco. „Ég er nú kannski að
þrjóskast við þetta til að hafa hans
minningu með manni. Ég veit ekk-
ert hvort maður á eftir að kaupa
tæki fyrir þetta, það veit maður
ekki. Það hefur ýmislegt breyst,“
segir hann. Hann ítrekar að hann er
ekki einn í því að reka fyrirtækið.
Hann eigi þrjár dætur, þrjá tengda-
syni og þrjú afabörn séu farin að
vinna hjá fyrirtækinu. „Þetta er
stór hópur og maður sér til. Ég
fl yt þetta inn frá Þýskalandi og ég
sé bara til. Það er ekkert mál að
taka einn og einn gám svona. Bara
gaman að því,“ segir Helgi.
Þú verður fyrir því áfalli að missa
son þinn, er hægt að ná sér eftir svo-
leiðis upplifun?
„Það er voða mikill munur að
missa son sinn og að hann er drep-
inn. Þetta eru tveir ólíkir hlutir,“
segir Helgi. Hann segir að maður-
inn sem banaði syni hans hafi fram-
ið viðbjóðslegan verknað og vonar
að hann muni aldrei sleppa. „Þetta
tekur á en maður verður bara að lifa
við þetta og hjólið heldur áfram og
það kemur ekkert í staðinn,“ segir
Helgi. Hann missti síðar eiginkon-
una og telur að sonarmissirinn hafi
veri gríðarlegt áfall fyrir hana og
svona lagað geti líka verið mikið
álag fyrir suma menn. Helgi seg-
ist þó hafa getað gleymt sér með
barnabörnunum og hann sé nokkuð
hress og hafi gaman af vinnunni.
„Þess vegna keypti ég þetta Pizza
Hut-dæmi. Og það heldur mér meira
gangandi,“ segir hann. „Það hefur
mikið að segja. En það er eiginlega
vonlaust að lýsa þessu og að hafa
síðan misst konuna líka. Hún var
mín hægri hönd í fi mmtíu ár. Maður
áttar sig ekki á þessu fyrr en það
gerist,“ segir hann.
Helgi segist hafa reynt að sjá ljós-
ið í myrkrinu og bendir á að eftir að
Hannes var farinn hafi komið í ljós
að Hannes átti ársgamlan dreng í
öðru landi sem enginn vissi um.
Helgi segist hafa heimsótt móður
barnsins um leið og hann áttaði sig
á tilvist barnsins. „Svo heimsótti
hún mig og við höfum náð góðu sam-
bandi,“ segir Helgi. Hann gagnrýnir
það að litli drengurinn geti ekki erft
pabba sinn fyrr en hann er orðinn
átján ára gamall. „Ég hugsaði með
mér af hverju hún mætti ekki fá
eitthvað af því sem hann skildi eftir
til að ala drenginn upp,“ segir Helgi.
Hann vildi helst að litli drengurinn
fengi eitthvað af eignum föður síns
og þannig gætu hann og móðir hans
átt íbúð til að búa í. Helgi leggur
áherslu á að það séu góð samskipti
milli hans og móður drengsins.
Drengurinn hafi komið hingað til
lands í einn mánuð í fyrra og hann
hefði viljað fá hann aftur núna. Úr
því verður ekki og því ætlar Helgi
að skjótast út og hitta barnið. „Ég
er svona smá barnakarl og hann
er einn af okkur. En þetta er voða
skrýtið system að maður kynnist
henni á eftir. Vanalegast kynnist
maður tengdadóttur og tengdasyni
þegar samböndin eru að fæðast. En
þarna kemur allt í einu lítill drengur
eftir á. Þetta er svona afturábak og
svolítið skrýtið,“ segir Helgi.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
8
-9
6
4
C
1
7
D
8
-9
5
1
0
1
7
D
8
-9
3
D
4
1
7
D
8
-9
2
9
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K