Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Side 18

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Side 18
16' BúnaSarskýrslur 1949—50 Kaupgjaldið er óeðlilega lágt. Geta menn sannfærzt um það með því að deila vinnudagafjöldanum í kaupgjaldsupphæðirnar. Þetta má að nokkru leyti rekja til fyrirmæla skattayfirvaldanna um, hvernig mela skuli ýmislegt það, sem til kaupgjalds er reiltnað. Þannig var fæði karla metið til greiðslu 1950 aðcins kr. 11.00, en fæði kvenna að- eins kr. 8.50. Er þó með fæðinu bæði þjónusta og húsnæði. Þá er og töluverður hluti kaupgjaldsins greiddur í fóðrum, en kindafóður voru enn 1950 víðast reiknuð á 60 krónur, en voru víða um 300 króna virði og jafnvel meira, ef miðað er við afurðir fóðurfjárins. Enn er það til, að þeir, sem teljast vinna við lniið, hafa jafnframt einhverja aðstöðu til tekjuöflunar utan þess, og er tillit tekið til þess við kaupgreiðsluna. En þó að alls þessa sé gætt, er það lcaup, sem fram er talið, óeðlilega lágt móts við framtalið vinnumagn. Þó mun vinnan raunverulega meiri en fram er talin. Sá háttur mun hafa komizt á sums staðar síðustu ár, að bændur hafa ekki talið fram nema sumt af þeirri vinnu, sem hjá þeim hefur verið unnin, til þess að komast hjá greiðslu slysatrygg- ingargjalda. Kemur þetta aðallega lram á vinnu vandafóllcs. V. Jarðabætur. Improvcmcnts of Estates. Fram til ársins 1949 má gera samanburð jarðræktarframkvæmda frá ári til árs með því að brejda öllum jarðabótum í dagsverk eftir settum reglum. Taldar i dagsverkum voru jarðabæturnar 1946—1949: 1 146 1 947 1948 1949 Safnþncr, áburðarliús of{ liaugstæði 39 390 48 537 58 152 47 172 Túnrækt: Nýrækt 284 726 295 378 384 562 247 916 Túnasléttur 193 576 168 022 208 113 138 424 Matjurtagarðar 5 700 7 182 7 148 6 298 Framræsla: Opnir skurðir og lokræsi 23 054 22 208 24 869 15 577 tíirðingar uin tún og sáðreiti G8 293 66 340 59 108 38 193 Grjótnám úr sáðreituin og túni .... 13 556 12 963 18 924 15 890 Hlöður með járn]iaki 155 130 145 077 236 574 161 497 Styrkhæfar jarðabætur samtals 783 425 765 707 997 450 670 967 Óstyrkhæfar 13 335 10 664 10 132 20 058 Jarðabætur alls 796 760 776 371 1 007 582 691 025 Það skal tekið fram, að vegna breyttra vinnuaðferða og aukins vélakosts eru dagsverkin við jarðabætur raunverulega miklu færri en að ofan greinir, og' má því ekki nota þessar tölur til annars en til samanburðar milli ára. Árið 1950 voru jarðabætur mældar í fyrsta sinn eftir hinum nýju lögum, nr. 45/1950. Samkvæmt þeim eru ákvæði um ríkisframlög til jarðabóta noklcuð önnur en áður, og var því mælingunum og skýrslu- gjöfinni hagað dálítið á annan veg það ár en áður hafði verið. Öll

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.