Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Blaðsíða 14
Búnaðarskýrslur 1949—50
12*
selt var úr búi. Mjólkurbúið á Húsavík hóf starfrækslu síðast á árinu
1947 og tók á því ári móti 115 þús. kg af mjólk. Árið 1948 tóku þessi
bú alls á móti 2 308 þús. kg, og nemur þetta nokkurn veginn jafnmiklu
og' minnkun heimanotuðu mjólkurinnar á árinu.
Athygli er vakin á því, að mjólkurmagnið í framtölum til Hagstof-
unnar er ýmist gefið upp í lítrum eða kg án þess að fram komi, hvort
lieldur sé, og er því hér ekki gerður greinarmunur á litrum og kg að
því er snertir mjólkurmagn samkvæmt húnaðarskýrsluframtölum. Mjólk
innvegin hjá mjólkurbúum, samkvæmt öðrum skýrslum, er hins vegar
talin í kg', eins og hún er raunverulega gerð upp.
Talin er fram nokkru meiri sölumjólk en innvegin hefur verið hjá
mjólkurbúunum eftir skýrslum þeirra. Fer hér á eftir samanburður
á þessu tvennu:
Framtnliu sölumjólk 1000 I lunvegið hjá mjólkurbúum 1000 1 Pramtalin sölumjólk 1000 1 Innvegið hjú mjólkurbúum 1000 1
1946 ... ... 30 669 27131 1949 ... ... 38 627 35 870
1947 ... ... 34129 29 530 1950 ... ... 42 453 37 766
1948 ... ... 35 593 32 316
í mismun þessara talna á að felast sú rnjólk, sem seld er í skóla
og aðrar stofnanir, kauptún og kaupstaði, sem ekki eru á verðlagssvæð-
um mjólkurbúanna, og sú mjólk, sem seld er utan hjá mjólkurbúunum
á verðlagssvæðum þeirra. Þessi mismunur er minnstur 1949, 2 757
þús. lítrar, en mestur 1950, 4 687 þús. lítrar. Munur þessara tveggja
ára er undarlega mikill. Stafar hann af öðrum þræði af betra framtali
í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum 1950 en árið á undan, en hér
gætir líka lítillar nákvæmni við það, hvernig mjólkinni er á framtöl-
um skipt í heimanotaða mjólk og selda. Að öðru leyti bendir saman-
burður á framtalsskýrslum og skýrslum mjólkurbúanna til þess, að
ekki vanti mikið á, að sölumjólkin sé að fullu fram talin. Hafa sumar
skattanefndir líka í höndum skýrslur mjólkurbúa um innvegna mjólk
livers framteljanda og leiðrétta framtölin eftir þeim, ef á milli ber.
Framtal heimanotaðrar mjólkur er hins vegar vitanlega ekki til
hlítar nákvæmt. Nokkuð algengt er, að skattanefndir áætli heimanot-
aða mjólk eftir heimilismannfjölda, til þess að hafa til hliðsjónar við
framtölin. Þar sem þetta er gert, fer framtal heimanotuðu mjólkur-
innar hvergi fjarri réttu lagi. En þessu verður ekki við komið, nema
þar sem er mjólkursala allt árið og ekki unnið smjör úr mjólkinni til
sölu. Sums staðar eru skýrslur nautgriparæktarfélaga til hliðsjónar við
framtölin. En annars staðar eru framtölin aðeins áætlun framteljanda,
og er þá helzt við það að styðjast, hvað talin er hæfileg kýrnyt.
Samkvæint búnaðarskýrslum var meðalkýrnyt 1949 og 1950,
sem hér segir (miðað við samanlagðan kúafjölda i ársbyrjun og árs-
lok deilt með 2):